Sýkna dugar ekki til að mati verjenda málsins Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 13. september 2018 07:00 Sævar Marinó Ciesielski gefur vitnisburð við aðalmeðferð í Hæstarétti árið 1980. mynd/ljósmyndasafn Reykjavíkur „Ég fer fram á að skjólstæðingur minn verði ekki aðeins sýknaður heldur verði hann lýstur saklaus í forsendum dómsins,“ segir Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Munnlegur málflutningur fer fram í Hæstarétti í dag og á morgun. Þar sem bæði ákæruvaldið og ákærðu gera sýknukröfur í málinu er vandséð að Hæstiréttur geti sakfellt á ný. Ragnar segir að þrátt fyrir það skipti miklu máli hvernig forsendur sýknudóms verði orðaðar. Málflutningurinn í dag og á morgun snúist því um meira en sekt eða sýknu.Guðmundar- og Geirfinnsmálið, Sævar Ciesielski,„Sýkna þýðir auðvitað ekkert annað en að ekki hafi tekist að sanna sektina,“ segir Ragnar. Í dómi þyrfti líka að gagnrýna málsmeðferðina alla, á rannsóknarstigi, fyrir sakadómi Reykjavíkur og fyrir Hæstarétti. „Það þarf að loka þessu máli og senda boð til framtíðarinnar svo þetta gerist síður aftur.“ Hann segir að í málflutningi í dag verði fjallað um óheiðarlega og ómálefnalega málsmeðferð og sönnunarmat; hvernig frásagnir voru fengnar fram og hvernig þær voru síðar metnar af dómstólunum. Oddgeir Einarsson, verjandi Sævars Marinós Ciesielski, tekur undir með Ragnari. Hann segir dómþola og aðstandendur þeirra eiga rétt á því að horfst verði í augu við staðreyndir. „Það er algjörlega augljóst að það sem byggt var á á sínum tíma gerðist aldrei og það á að koma skýrt fram í forsendum dóms.“Davíð Þór Björgvinsson, settur saksóknari í málinu, fer fram á sýknu á grundvelli sönnunarskorts. Hann segir að þrátt fyrir að aðilar máls séu sammála um sýknukröfur hafi menn ólík sjónarmið um hvaða rök séu mikilvægust í því sambandi og hvernig þau verði sett fram. Búast megi við að málflutningurinn snúist um þessi atriði.Enn er ekki útilokað að Hæstiréttur vísi málinu frá á þeim grundvelli að úrskurður endurupptökunefndar sé ólögmætur. Verjendur telja þó ekki miklar líkur á frávísun enda hafi ekkert komið upp í undirbúningi málsins sem bendi til þess. Ragnar bendir þó á að rétturinn skammti málinu afar stuttan tíma í málflutningi og spyr sig hverju það sæti. „Það er óskiljanlegt að Hæstiréttur geti ekki lagt á sig örfáa klukkutíma í viðbót í þessu máli sem er skandall í sögu réttarins og reynt að rétta það við og ávinna sér traust meðal almennings.“Þeir Oddgeir eru sammála um að málið hefði þarfnast mun ítarlegri umfjöllunar. Þannig hafði Oddgeir til dæmis óskað eftir 5 klukkustundum til að gera grein fyrir máli Sævars, en aðeins fengið einn og hálfan tíma. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
„Ég fer fram á að skjólstæðingur minn verði ekki aðeins sýknaður heldur verði hann lýstur saklaus í forsendum dómsins,“ segir Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Munnlegur málflutningur fer fram í Hæstarétti í dag og á morgun. Þar sem bæði ákæruvaldið og ákærðu gera sýknukröfur í málinu er vandséð að Hæstiréttur geti sakfellt á ný. Ragnar segir að þrátt fyrir það skipti miklu máli hvernig forsendur sýknudóms verði orðaðar. Málflutningurinn í dag og á morgun snúist því um meira en sekt eða sýknu.Guðmundar- og Geirfinnsmálið, Sævar Ciesielski,„Sýkna þýðir auðvitað ekkert annað en að ekki hafi tekist að sanna sektina,“ segir Ragnar. Í dómi þyrfti líka að gagnrýna málsmeðferðina alla, á rannsóknarstigi, fyrir sakadómi Reykjavíkur og fyrir Hæstarétti. „Það þarf að loka þessu máli og senda boð til framtíðarinnar svo þetta gerist síður aftur.“ Hann segir að í málflutningi í dag verði fjallað um óheiðarlega og ómálefnalega málsmeðferð og sönnunarmat; hvernig frásagnir voru fengnar fram og hvernig þær voru síðar metnar af dómstólunum. Oddgeir Einarsson, verjandi Sævars Marinós Ciesielski, tekur undir með Ragnari. Hann segir dómþola og aðstandendur þeirra eiga rétt á því að horfst verði í augu við staðreyndir. „Það er algjörlega augljóst að það sem byggt var á á sínum tíma gerðist aldrei og það á að koma skýrt fram í forsendum dóms.“Davíð Þór Björgvinsson, settur saksóknari í málinu, fer fram á sýknu á grundvelli sönnunarskorts. Hann segir að þrátt fyrir að aðilar máls séu sammála um sýknukröfur hafi menn ólík sjónarmið um hvaða rök séu mikilvægust í því sambandi og hvernig þau verði sett fram. Búast megi við að málflutningurinn snúist um þessi atriði.Enn er ekki útilokað að Hæstiréttur vísi málinu frá á þeim grundvelli að úrskurður endurupptökunefndar sé ólögmætur. Verjendur telja þó ekki miklar líkur á frávísun enda hafi ekkert komið upp í undirbúningi málsins sem bendi til þess. Ragnar bendir þó á að rétturinn skammti málinu afar stuttan tíma í málflutningi og spyr sig hverju það sæti. „Það er óskiljanlegt að Hæstiréttur geti ekki lagt á sig örfáa klukkutíma í viðbót í þessu máli sem er skandall í sögu réttarins og reynt að rétta það við og ávinna sér traust meðal almennings.“Þeir Oddgeir eru sammála um að málið hefði þarfnast mun ítarlegri umfjöllunar. Þannig hafði Oddgeir til dæmis óskað eftir 5 klukkustundum til að gera grein fyrir máli Sævars, en aðeins fengið einn og hálfan tíma.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira