Hróp gerð að ráðherrum við þingsetningu Heimir Már Pétursson skrifar 11. september 2018 20:00 Við þingsetninguna í dag. Vísir/Vilhelm Alþingi var sett í dag með hefðbundnum hætti. Að lokinni messu í dómkirkjunni setti forseti Íslands þingið en í ávarpi sínu gerði forsetinn fullveldið að umtalsefni. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Elíza forsetafrú mættu stundvíslega til athafnarinnar og samkvæmt hefð tóku forseti Alþingis og skrifstofustjóri á móti forsetahjónunum fyrir fram alþingishúsið. Klukkan hálf tvö gengu síðan biskup Íslands, forsetahjón og flestir þingmenn til messu í Dómkirkjunni. En aðstandendur Hauks Hilmarssonar sem hvarf í Sýrlandi gerðu hróp að ráðherrum á leið til kirkju. Þar var meðal annars hrópað: „Katrín Jakobsdóttir við gleymum engu. Þín bíða hefndir. Guðlaugur Þór troddu mannréttindaráðinu upp í rassgatið á þér.” Hópur úr stjórnarskrárfélaginu hafði hins vegar hægt um sig en hélt á spjöldum sem minntu þingmenn á nýju stjórnarskrána. Að stuttri messu lokinni var síðan haldið í þinghúsið þar sem forseti Íslands minntist þess að á þessu ári fagna Íslendingar því að öld er liðin frá því landið fékk fullveldi frá Dönum árið 1918. Almenningur nyti réttinda og lífsgæða sem fólk hefði vart látið sig dreyma um fyrir hundrað árum. „Um leið vitum við hins vegar af ærnum vanda, kvíða og vanlíðan meðal of margra, ungra sem aldinna, álagi og kulnun í starfi, misnotkun lyfja og vímuefna, stundum með hörmulegum afleiðingum,” sagði Guðni. Forsetinn minntist á Stefán Karl Stefánsson leikara og baráttumann sem lést í sumar og spurði hvers virði fullveldið væri ef fólki liði illa. Stefán Karl hafi sagt að glíma við illvígan sjúkdóm opnaði augu fólks, bæði þeirra veiku og aðstandenda þeirra. „Maður dustar vitleysuna í burtu og horfir svolítið á kjarna lífsins,” vitnaði forsetinn í Stefán karl og bætti við; „sem við ættum öll að gera.” Þó bæri að varast að nota stóráföll eins til að segja öðrum að sætta sig við minni vanda. „En margt má samt læra af æðruleysi af þessu tagi, gildismati. og lífsviðhorfi. Og þegar við horfum saman fram á veg berum við vonandi gæfu til að takast á við hin þungvægu verkefni en staldra ekki um of við álitamál sem falla svo með réttu í gleymskunnar dá,” sagði Guðni Th. Jóhannesson meðal annars í ávarpi sínu til þingmanna í dag. Alþingi Ríkisstjórn Tengdar fréttir Bjarni sagði að áfram yrði svigrúm til útgjaldavaxtar með því að losa um eignir ríkisins í fjármálafyrirtækjum Ekki hægt að viðhalda jafn miklum útgjaldavexti á næstu árum vegna minni hagvaxtar 11. september 2018 10:00 Guðni brýnir fyrir þingmönnum að huga að því sem máli skiptir Þingmenn ættu að hætta að karpa um keisarans skegg. 11. september 2018 15:28 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Alþingi var sett í dag með hefðbundnum hætti. Að lokinni messu í dómkirkjunni setti forseti Íslands þingið en í ávarpi sínu gerði forsetinn fullveldið að umtalsefni. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Elíza forsetafrú mættu stundvíslega til athafnarinnar og samkvæmt hefð tóku forseti Alþingis og skrifstofustjóri á móti forsetahjónunum fyrir fram alþingishúsið. Klukkan hálf tvö gengu síðan biskup Íslands, forsetahjón og flestir þingmenn til messu í Dómkirkjunni. En aðstandendur Hauks Hilmarssonar sem hvarf í Sýrlandi gerðu hróp að ráðherrum á leið til kirkju. Þar var meðal annars hrópað: „Katrín Jakobsdóttir við gleymum engu. Þín bíða hefndir. Guðlaugur Þór troddu mannréttindaráðinu upp í rassgatið á þér.” Hópur úr stjórnarskrárfélaginu hafði hins vegar hægt um sig en hélt á spjöldum sem minntu þingmenn á nýju stjórnarskrána. Að stuttri messu lokinni var síðan haldið í þinghúsið þar sem forseti Íslands minntist þess að á þessu ári fagna Íslendingar því að öld er liðin frá því landið fékk fullveldi frá Dönum árið 1918. Almenningur nyti réttinda og lífsgæða sem fólk hefði vart látið sig dreyma um fyrir hundrað árum. „Um leið vitum við hins vegar af ærnum vanda, kvíða og vanlíðan meðal of margra, ungra sem aldinna, álagi og kulnun í starfi, misnotkun lyfja og vímuefna, stundum með hörmulegum afleiðingum,” sagði Guðni. Forsetinn minntist á Stefán Karl Stefánsson leikara og baráttumann sem lést í sumar og spurði hvers virði fullveldið væri ef fólki liði illa. Stefán Karl hafi sagt að glíma við illvígan sjúkdóm opnaði augu fólks, bæði þeirra veiku og aðstandenda þeirra. „Maður dustar vitleysuna í burtu og horfir svolítið á kjarna lífsins,” vitnaði forsetinn í Stefán karl og bætti við; „sem við ættum öll að gera.” Þó bæri að varast að nota stóráföll eins til að segja öðrum að sætta sig við minni vanda. „En margt má samt læra af æðruleysi af þessu tagi, gildismati. og lífsviðhorfi. Og þegar við horfum saman fram á veg berum við vonandi gæfu til að takast á við hin þungvægu verkefni en staldra ekki um of við álitamál sem falla svo með réttu í gleymskunnar dá,” sagði Guðni Th. Jóhannesson meðal annars í ávarpi sínu til þingmanna í dag.
Alþingi Ríkisstjórn Tengdar fréttir Bjarni sagði að áfram yrði svigrúm til útgjaldavaxtar með því að losa um eignir ríkisins í fjármálafyrirtækjum Ekki hægt að viðhalda jafn miklum útgjaldavexti á næstu árum vegna minni hagvaxtar 11. september 2018 10:00 Guðni brýnir fyrir þingmönnum að huga að því sem máli skiptir Þingmenn ættu að hætta að karpa um keisarans skegg. 11. september 2018 15:28 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Bjarni sagði að áfram yrði svigrúm til útgjaldavaxtar með því að losa um eignir ríkisins í fjármálafyrirtækjum Ekki hægt að viðhalda jafn miklum útgjaldavexti á næstu árum vegna minni hagvaxtar 11. september 2018 10:00
Guðni brýnir fyrir þingmönnum að huga að því sem máli skiptir Þingmenn ættu að hætta að karpa um keisarans skegg. 11. september 2018 15:28