Níðingsháttur Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 12. september 2018 07:00 Það eru engin ný tíðindi að komið sé svívirðilega fram við erlent starfsfólk hér á landi. Á liðnum árum hafa sögur af slæmum aðbúnaði þess og smánarlegum launum iðulega ratað í fréttir. Öllu sómasamlegu fólki ofbýður en ekkert breytist, einfaldlega vegna þess að of lítið hefur verið aðhafst. Þar hefur verkalýðshreyfingin ekki staðið sig sem skyldi, en henni til afsökunar má segja að við ofurefli hafi verið að etja. Einhver breyting virðist þó vera að verða, því verið er að stórauka vinnustaðaeftirlit verkalýðshreyfingarinnar. Hinn byltingarsinnaði formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, segir að meira þurfi til, þar á meðal afskipti stjórnmálamanna. Þetta er rétt hjá honum. Fólk skiptir máli og ef stjórnmál byggjast á einhverju öðru en hentistefnu hverju sinni, þá eiga stjórnmálamenn að ranka við sér við fréttir af illri meðferð á erlendu starfsfólki. Þeir eiga ekki að láta eins og þarna séu einungis á ferð dæmigerð mál sem verkalýðsforystan eigi ein að leita lausna á. Þeir eru þarna alls staðar á kreiki, einstaklingarnir sem fá stjörnur í augun í hvert sinn sem þeir hugsa um gróðann sem þeir geta gengið að með því að koma hópi erlendra starfsmanna sinna fyrir í herbergiskytru og draga 100.000 króna húsaleigu á mánuði af hverjum og einum þeirra. Það tekur því alls ekki að gera samning við þetta starfsfólk því það er hér bara í stuttan tíma. Ónauðsynlegt er svo að sýna formfestu eins og þá að fylgja reglum um hvíldartíma. Fólkið er hvort sem er viljugt til að vinna og þá er um að gera að leyfa því að vinna sem mest vitanlega fyrir sem lægst laun. Þannig er hægt að safna gróða og leyfa sér alls kyns unaðslegan lúxus með því að svína á öðrum. Auðvitað er það ekkert annað en níðingsháttur að líta á starfsfólk eins og þræla og koma fram við það eins og það eigi vart tilverurétt. Sitthvað er athugavert við siðferðiskennd þeirra sem koma svona fram við aðra. Samviskan virðist þó ekkert vera að banka upp á hjá þeim og spyrja áleitinna spurninga um siðferðilegar skyldur við starfsmenn. Ef einhver hugsun ónáðar þessa menn þá er það sennilega helst hræðslan við að upp um þá komist og skammarlegt athæfi þeirra verði afhjúpað. Þá glata þeir mannorðinu, sem þeim virðist reyndar standa nokkurn veginn á sama um, en missa annað sem skiptir þá öllu máli, sem er gróðinn. Það þýðir örugglega lítið að benda þessum holdgervingum græðginnar á að ganga annan og betri veg. Mikið hefðu þeir samt gott af leiðsögn. Það má alveg sjá þá fyrir sér á námskeiði í Kauptúni 4, þar sem framkvæmdastjóri IKEA, Þórarinn Ævarsson, útskýrir fyrir þeim hugmyndina á bak við það að hækka laun umfram kjarasamninga og kostina við það að bjóða starfsmönnum, en nokkuð stór hópur þeirra er erlendur, íbúð í nágrenni vinnustaðarins á sanngjarnri leigu. Víst er að mikill furðusvipur myndi koma á andlit þeirra sem telja sig helst geta grætt á því að koma illa fram við aðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Það eru engin ný tíðindi að komið sé svívirðilega fram við erlent starfsfólk hér á landi. Á liðnum árum hafa sögur af slæmum aðbúnaði þess og smánarlegum launum iðulega ratað í fréttir. Öllu sómasamlegu fólki ofbýður en ekkert breytist, einfaldlega vegna þess að of lítið hefur verið aðhafst. Þar hefur verkalýðshreyfingin ekki staðið sig sem skyldi, en henni til afsökunar má segja að við ofurefli hafi verið að etja. Einhver breyting virðist þó vera að verða, því verið er að stórauka vinnustaðaeftirlit verkalýðshreyfingarinnar. Hinn byltingarsinnaði formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, segir að meira þurfi til, þar á meðal afskipti stjórnmálamanna. Þetta er rétt hjá honum. Fólk skiptir máli og ef stjórnmál byggjast á einhverju öðru en hentistefnu hverju sinni, þá eiga stjórnmálamenn að ranka við sér við fréttir af illri meðferð á erlendu starfsfólki. Þeir eiga ekki að láta eins og þarna séu einungis á ferð dæmigerð mál sem verkalýðsforystan eigi ein að leita lausna á. Þeir eru þarna alls staðar á kreiki, einstaklingarnir sem fá stjörnur í augun í hvert sinn sem þeir hugsa um gróðann sem þeir geta gengið að með því að koma hópi erlendra starfsmanna sinna fyrir í herbergiskytru og draga 100.000 króna húsaleigu á mánuði af hverjum og einum þeirra. Það tekur því alls ekki að gera samning við þetta starfsfólk því það er hér bara í stuttan tíma. Ónauðsynlegt er svo að sýna formfestu eins og þá að fylgja reglum um hvíldartíma. Fólkið er hvort sem er viljugt til að vinna og þá er um að gera að leyfa því að vinna sem mest vitanlega fyrir sem lægst laun. Þannig er hægt að safna gróða og leyfa sér alls kyns unaðslegan lúxus með því að svína á öðrum. Auðvitað er það ekkert annað en níðingsháttur að líta á starfsfólk eins og þræla og koma fram við það eins og það eigi vart tilverurétt. Sitthvað er athugavert við siðferðiskennd þeirra sem koma svona fram við aðra. Samviskan virðist þó ekkert vera að banka upp á hjá þeim og spyrja áleitinna spurninga um siðferðilegar skyldur við starfsmenn. Ef einhver hugsun ónáðar þessa menn þá er það sennilega helst hræðslan við að upp um þá komist og skammarlegt athæfi þeirra verði afhjúpað. Þá glata þeir mannorðinu, sem þeim virðist reyndar standa nokkurn veginn á sama um, en missa annað sem skiptir þá öllu máli, sem er gróðinn. Það þýðir örugglega lítið að benda þessum holdgervingum græðginnar á að ganga annan og betri veg. Mikið hefðu þeir samt gott af leiðsögn. Það má alveg sjá þá fyrir sér á námskeiði í Kauptúni 4, þar sem framkvæmdastjóri IKEA, Þórarinn Ævarsson, útskýrir fyrir þeim hugmyndina á bak við það að hækka laun umfram kjarasamninga og kostina við það að bjóða starfsmönnum, en nokkuð stór hópur þeirra er erlendur, íbúð í nágrenni vinnustaðarins á sanngjarnri leigu. Víst er að mikill furðusvipur myndi koma á andlit þeirra sem telja sig helst geta grætt á því að koma illa fram við aðra.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun