„Gríðarlega mikilvægt að þessi bylting í samgöngum geti átt sér stað sem fyrst“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. september 2018 20:30 Nýskráningar dísel- og bensínbíla verða bannaðar árið 2030 nema með sérstökum undantekningum. Bannið er ein þeirra 34 aðgerða sem mælt er fyrir um í nýrri áætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Verja á tæpum sjö milljörðum í verkefnið næstu fimm ár. Aðgerðaráætlunin á að tryggja að Ísland standi við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu og nái kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Fram kemur að 6,8 milljörðum króna verður varið til sérstakra aðgerða í loftslagsmálum næstu fimm ár sem er margföldun miðað við fyrri ár.„Það er auðvitað fyrsti þátturinn að það hafa orðið algjör straumhvörf í fjárveitingum til þessa mikilvæga málaflokks að því að við vitum það að það þarf að fjárfesta í loftslagsmálum til þess að ná árangri,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherraMegináherslur áætlunarinnar eru tvær.„Fara í rafvæðingu samgangna og aðra umhverfisvæna kosti vegna þess að olían er sá þáttur þar sem við getum náð mestum árangri. Það er í fyrsta lagi og í öðru lagi er það kolefnisbindingin, að auka landgræðslu, skógrækt og endurheim votlendis og annað slíkt,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á fundinum í Austurbæjarskóla.Vísir/VilhelmNýskráning bíla sem eingöngu ganga fyrir jarðefnaeldsneyti verða ólögmætar árið 2030 nema ef um er að ræða undanþágur. „Ég tel gríðarlega mikilvægt að þessi bylting í samgöngum geti átt sér stað sem fyrst,“ segir Guðmundur. Kolefnisgjald á bensín og dísel, sem var hækkað um 50 prósent í upphafi árs, verður hækkað í áföngum, um 10 prósent á næsta ári og 10 prósent til viðbótar árið 2020. Fjárfesta á í innviðum vegna rafvæðingar bílaflotans og rafvæðingar hafna en samtals verður varið um einum og hálfum milljarði í það verkefni. Fjórum milljörðum verður varið í kolefnisbindingu og fimm hundruð milljónum til nýsköpunar. Loks verður 800 milljónum varið til aðgerða eins og rannsóknum á súrnun sjávar. „Staðreyndin er bara sú að ef ekki fylgir fjármagn til þess að klára ákveðin mál sem lengi hafa verið á dagskrá sýnir reynslan að það gerist nú lítið,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Forsætisráðherra er bjartsýn á framhaldið„Það sem við gerum skiptir máli þó við séum ekki mörg sem hér búum. Við höfum slagkraf langt umfram fjölda,“ segir Katrín. Loftslagsmál Samgöngur Umhverfismál Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira
Nýskráningar dísel- og bensínbíla verða bannaðar árið 2030 nema með sérstökum undantekningum. Bannið er ein þeirra 34 aðgerða sem mælt er fyrir um í nýrri áætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Verja á tæpum sjö milljörðum í verkefnið næstu fimm ár. Aðgerðaráætlunin á að tryggja að Ísland standi við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu og nái kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Fram kemur að 6,8 milljörðum króna verður varið til sérstakra aðgerða í loftslagsmálum næstu fimm ár sem er margföldun miðað við fyrri ár.„Það er auðvitað fyrsti þátturinn að það hafa orðið algjör straumhvörf í fjárveitingum til þessa mikilvæga málaflokks að því að við vitum það að það þarf að fjárfesta í loftslagsmálum til þess að ná árangri,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherraMegináherslur áætlunarinnar eru tvær.„Fara í rafvæðingu samgangna og aðra umhverfisvæna kosti vegna þess að olían er sá þáttur þar sem við getum náð mestum árangri. Það er í fyrsta lagi og í öðru lagi er það kolefnisbindingin, að auka landgræðslu, skógrækt og endurheim votlendis og annað slíkt,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á fundinum í Austurbæjarskóla.Vísir/VilhelmNýskráning bíla sem eingöngu ganga fyrir jarðefnaeldsneyti verða ólögmætar árið 2030 nema ef um er að ræða undanþágur. „Ég tel gríðarlega mikilvægt að þessi bylting í samgöngum geti átt sér stað sem fyrst,“ segir Guðmundur. Kolefnisgjald á bensín og dísel, sem var hækkað um 50 prósent í upphafi árs, verður hækkað í áföngum, um 10 prósent á næsta ári og 10 prósent til viðbótar árið 2020. Fjárfesta á í innviðum vegna rafvæðingar bílaflotans og rafvæðingar hafna en samtals verður varið um einum og hálfum milljarði í það verkefni. Fjórum milljörðum verður varið í kolefnisbindingu og fimm hundruð milljónum til nýsköpunar. Loks verður 800 milljónum varið til aðgerða eins og rannsóknum á súrnun sjávar. „Staðreyndin er bara sú að ef ekki fylgir fjármagn til þess að klára ákveðin mál sem lengi hafa verið á dagskrá sýnir reynslan að það gerist nú lítið,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Forsætisráðherra er bjartsýn á framhaldið„Það sem við gerum skiptir máli þó við séum ekki mörg sem hér búum. Við höfum slagkraf langt umfram fjölda,“ segir Katrín.
Loftslagsmál Samgöngur Umhverfismál Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira