„Dettur ekki í hug“ að fara inn í H&M á Íslandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. september 2018 13:53 Þorsteini Sæmundssyni misbýður verðmunurinn í H&M. Vísir Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, spyr sig hvers vegna afnám tolla og vörugjalda á fatnað hafi ekki skilað sér betur til neytenda. Þrátt fyrir niðurfellinguna borgi það sig ennþá fyrir fólk að versla föt á netinu og flytja þau sjálf inn - og það ekki „á sömu frakt og kaupmenn eru að gera.“ Þorsteinn var gestur þáttarins N-sins þar sem hann ræddi um neytendamál við Guðmund Hörð Guðmundsson, frambjóðanda til formanns Neytendasamtakanna. Þar kallaði hann meðal annars eftir því að Samkeppnisstofnunin fái „meiri völd“ og auknar rannsóknarheimildir til að „grafa betur“ í íslensku viðskiptalífi. Meðal þess sem Þorsteinn telur að megi kanna betur er fataverslun á Íslandi. Fátt lýsi verðlagningu á þeim markaði betur en innreið fatakeðjunnar H&M, sem opnaði sína fyrstu verslun á Íslandi í ágúst í fyrra. Frá opnun verslunarinnar var ljóst að verð H&M hér á landi yrðu hærri en í verslunum keðjunnar erlendis og var verðmunurinn í sumum tilfellum um 60 prósent.H&M seldi föt á Íslandi fyrir um 2,5 milljarða króna í fyrra.Fréttablaðið/andri marínóÞorsteinn segir ljóst að niðurfelling tolla og vörugjalda á fatnað í ársbyrjun 2016 hafi bersýnilega sýnt fram á að „álagningin hafi ekki verið þarna. Menn sjá það núna,“ segir Þorsteinn og bætir við að kaupmenn hafi þannig ekki skilað afnáminu til neytenda. Þrátt fyrir að fataverslunareigendur geti stærðar sinnar vegna fengið hagstæðari flutningskjör „borgar það sig samt“ fyrir fólk að versla föt sín á netinu og flytja þau sjálf inn. Því sé víða pottur brotinn í íslenskri fataverslun, eins og koma H&M beri með sér. „Allt í einu kom hérna H&M - sem er himnaríki fyrir þá sem kaupa dálítið af fötum. Þau koma inn á markaðinn 30 prósent dýrari heldur en á Norðurlöndunum yfirleitt. Þetta bara sést á verðmiðanum hjá þeim,“ segir Þorsteinn. „Ég er ekki búinn að fara inn í þessa verslun, síðan að hún kom til Íslands. Mér dettur ekki í hug að fara þangað.“ Aðspurður hvort hann telji að mismunurinn liggi í flutningskostnaði til Íslands segir Þorsteinn að líklega spili hann einhverja rullu. Engu að síður veki hinn mikli verðmunur upp spurningar. „Hvaðan ertu að flytja þennan fatnað? Kína, Indlandi, Filippseyjum - til Norðurlandanna. Það er dágóður spölur. Bíddu, er leggurinn hingað þá svona rosalega dýr?“ spyr Þorsteinn og bætir við: „Þá þurfum við að skoða flutningastarfsemina.“ Spjall þeirra Guðmundar og Þorsteins má heyra hér að neðan. Umræðan um H&M hefst þegar um 28 mínútur eru liðnar af spjallinu. H&M Neytendur Tengdar fréttir Hríðfallandi hagnaður eftir erfiða sex mánuði hjá H&M Hagnaður sænska tískurisans H&M dróst saman um þriðjung á fyrri hluta rekstrarársins sem lauk í lok maí. Miklar óseldar vörubirgðir, of hraður vöxtur við opnun nýrra verslana og breytt neyslumynstur með aukinni netverslun hefur valdið fyrirtækinu tjóni. 29. júní 2018 16:00 Allt að 60 prósent dýrari vörur í H&M á Íslandi Mikill verðmunur er á sumum vörum fatarisans H&M ef verð er borið saman á milli landa. 15. ágúst 2017 14:30 Eiga ekki að „rétta hlut“ fyrirtækja hér Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir eftirlitið ekki hafa hagsmuni af því að verja fyrri niðurstöður sínar. Eftirlitið verði að meta atvik í hverju og einu máli. Sérfræðingur í samkeppnisrétti segir að það verði að vera mögulegt fyrir fyrirtæki að bregðast við breytingum og nýrri samkeppni á hérlendum smásölumarkaði. 21. mars 2018 07:15 Mest lesið Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Sjá meira
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, spyr sig hvers vegna afnám tolla og vörugjalda á fatnað hafi ekki skilað sér betur til neytenda. Þrátt fyrir niðurfellinguna borgi það sig ennþá fyrir fólk að versla föt á netinu og flytja þau sjálf inn - og það ekki „á sömu frakt og kaupmenn eru að gera.“ Þorsteinn var gestur þáttarins N-sins þar sem hann ræddi um neytendamál við Guðmund Hörð Guðmundsson, frambjóðanda til formanns Neytendasamtakanna. Þar kallaði hann meðal annars eftir því að Samkeppnisstofnunin fái „meiri völd“ og auknar rannsóknarheimildir til að „grafa betur“ í íslensku viðskiptalífi. Meðal þess sem Þorsteinn telur að megi kanna betur er fataverslun á Íslandi. Fátt lýsi verðlagningu á þeim markaði betur en innreið fatakeðjunnar H&M, sem opnaði sína fyrstu verslun á Íslandi í ágúst í fyrra. Frá opnun verslunarinnar var ljóst að verð H&M hér á landi yrðu hærri en í verslunum keðjunnar erlendis og var verðmunurinn í sumum tilfellum um 60 prósent.H&M seldi föt á Íslandi fyrir um 2,5 milljarða króna í fyrra.Fréttablaðið/andri marínóÞorsteinn segir ljóst að niðurfelling tolla og vörugjalda á fatnað í ársbyrjun 2016 hafi bersýnilega sýnt fram á að „álagningin hafi ekki verið þarna. Menn sjá það núna,“ segir Þorsteinn og bætir við að kaupmenn hafi þannig ekki skilað afnáminu til neytenda. Þrátt fyrir að fataverslunareigendur geti stærðar sinnar vegna fengið hagstæðari flutningskjör „borgar það sig samt“ fyrir fólk að versla föt sín á netinu og flytja þau sjálf inn. Því sé víða pottur brotinn í íslenskri fataverslun, eins og koma H&M beri með sér. „Allt í einu kom hérna H&M - sem er himnaríki fyrir þá sem kaupa dálítið af fötum. Þau koma inn á markaðinn 30 prósent dýrari heldur en á Norðurlöndunum yfirleitt. Þetta bara sést á verðmiðanum hjá þeim,“ segir Þorsteinn. „Ég er ekki búinn að fara inn í þessa verslun, síðan að hún kom til Íslands. Mér dettur ekki í hug að fara þangað.“ Aðspurður hvort hann telji að mismunurinn liggi í flutningskostnaði til Íslands segir Þorsteinn að líklega spili hann einhverja rullu. Engu að síður veki hinn mikli verðmunur upp spurningar. „Hvaðan ertu að flytja þennan fatnað? Kína, Indlandi, Filippseyjum - til Norðurlandanna. Það er dágóður spölur. Bíddu, er leggurinn hingað þá svona rosalega dýr?“ spyr Þorsteinn og bætir við: „Þá þurfum við að skoða flutningastarfsemina.“ Spjall þeirra Guðmundar og Þorsteins má heyra hér að neðan. Umræðan um H&M hefst þegar um 28 mínútur eru liðnar af spjallinu.
H&M Neytendur Tengdar fréttir Hríðfallandi hagnaður eftir erfiða sex mánuði hjá H&M Hagnaður sænska tískurisans H&M dróst saman um þriðjung á fyrri hluta rekstrarársins sem lauk í lok maí. Miklar óseldar vörubirgðir, of hraður vöxtur við opnun nýrra verslana og breytt neyslumynstur með aukinni netverslun hefur valdið fyrirtækinu tjóni. 29. júní 2018 16:00 Allt að 60 prósent dýrari vörur í H&M á Íslandi Mikill verðmunur er á sumum vörum fatarisans H&M ef verð er borið saman á milli landa. 15. ágúst 2017 14:30 Eiga ekki að „rétta hlut“ fyrirtækja hér Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir eftirlitið ekki hafa hagsmuni af því að verja fyrri niðurstöður sínar. Eftirlitið verði að meta atvik í hverju og einu máli. Sérfræðingur í samkeppnisrétti segir að það verði að vera mögulegt fyrir fyrirtæki að bregðast við breytingum og nýrri samkeppni á hérlendum smásölumarkaði. 21. mars 2018 07:15 Mest lesið Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Sjá meira
Hríðfallandi hagnaður eftir erfiða sex mánuði hjá H&M Hagnaður sænska tískurisans H&M dróst saman um þriðjung á fyrri hluta rekstrarársins sem lauk í lok maí. Miklar óseldar vörubirgðir, of hraður vöxtur við opnun nýrra verslana og breytt neyslumynstur með aukinni netverslun hefur valdið fyrirtækinu tjóni. 29. júní 2018 16:00
Allt að 60 prósent dýrari vörur í H&M á Íslandi Mikill verðmunur er á sumum vörum fatarisans H&M ef verð er borið saman á milli landa. 15. ágúst 2017 14:30
Eiga ekki að „rétta hlut“ fyrirtækja hér Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir eftirlitið ekki hafa hagsmuni af því að verja fyrri niðurstöður sínar. Eftirlitið verði að meta atvik í hverju og einu máli. Sérfræðingur í samkeppnisrétti segir að það verði að vera mögulegt fyrir fyrirtæki að bregðast við breytingum og nýrri samkeppni á hérlendum smásölumarkaði. 21. mars 2018 07:15