Þörf fyrir þrjár Blönduvirkjanir til ársins 2050 Sveinn Arnarsson skrifar 10. september 2018 07:00 Samkvæmt spá orkustofnunar mun afhending frá dreifikerfinu aukast um 8 prósent næstu tvö árin og um 80 prósent til loka spátímans sem er 2050 Vísir/Anton Á næstu þremur áratugum þarf íslenskt samfélag að byggja sem samsvarar þremur nýjum Blönduvirkjunum til að anna eftirspurn eftir raforku. Þetta kemur fram í nýrri raforkuspá Orkustofnunar sem gildir til ársins 2050. Í skýrslu Orkustofnunar, sem unnin er á vegum orkuspárnefndar, er fjallað um raforkunotkun til ársins 2050 og spá frá árinu 2015 endurreiknuð út frá nýju gögnum og breyttum forsendum. Samkvæmt þessari spá mun afhending frá dreifikerfinu aukast um 8 prósent næstu tvö árin og um 80 prósent til loka spátímans sem er 2050. Árleg aukning notkunar er því um 1,8 prósent að meðaltali á ári hverju. Í heildina eykst því notkunin um rúmlega 2.800 gígavattstundir í orku og um 464 megavött í afli. Til samanburðar er Kárahnjúkavirkjun um 670 megavött. Blönduvirkjun er um 150 megavött og því þarf að byggja um þrjár slíkar virkjanir á næstu 33 árum. Sigurður H. Magnússon, sérfræðingur hjá Orkustofnun, segir þessa spá ekki gera ráð fyrir að neinir stórir og orkufrekir aðilar komi inn á markað. Aðeins að haldið verði í við aukna raforkunotkun landsmanna. „Hér erum við aðeins að skoða hvernig raforkukerfið muni líta út á spátímanum miðað við þann iðnað sem fyrir er. Hér gerum við ekki ráð fyrir því að nýir aðilar komi inn með orkufrekan iðnað en það mun þá breyta myndinni talsvert,“ segir Sigurður. Í spánni er einnig gert ráð fyrir aukningu í flutningi raforku til gagnavera og tekið tillit til að orkuskipti í samgöngum hafi gengið hraðar fyrir sig en spáð var fyrir þremur árum. Á næsta aldarfjórðungi munu stjórnvöld þurfa að svara þeirri spurningu hvers konar virkjanir verði reistar. Ein hugmyndin er Búrfellslundurinn svokallaði. Ofan Búrfells áformar Landsvirkjun stærðarinnar hóp vindrafstöðva. Uppsett afl þeirra er um 200 megavött og gætu þær því séð þjóðinni fyrir tæpum helmingi þessa afls sem upp á vantar til ársins 2050. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira
Á næstu þremur áratugum þarf íslenskt samfélag að byggja sem samsvarar þremur nýjum Blönduvirkjunum til að anna eftirspurn eftir raforku. Þetta kemur fram í nýrri raforkuspá Orkustofnunar sem gildir til ársins 2050. Í skýrslu Orkustofnunar, sem unnin er á vegum orkuspárnefndar, er fjallað um raforkunotkun til ársins 2050 og spá frá árinu 2015 endurreiknuð út frá nýju gögnum og breyttum forsendum. Samkvæmt þessari spá mun afhending frá dreifikerfinu aukast um 8 prósent næstu tvö árin og um 80 prósent til loka spátímans sem er 2050. Árleg aukning notkunar er því um 1,8 prósent að meðaltali á ári hverju. Í heildina eykst því notkunin um rúmlega 2.800 gígavattstundir í orku og um 464 megavött í afli. Til samanburðar er Kárahnjúkavirkjun um 670 megavött. Blönduvirkjun er um 150 megavött og því þarf að byggja um þrjár slíkar virkjanir á næstu 33 árum. Sigurður H. Magnússon, sérfræðingur hjá Orkustofnun, segir þessa spá ekki gera ráð fyrir að neinir stórir og orkufrekir aðilar komi inn á markað. Aðeins að haldið verði í við aukna raforkunotkun landsmanna. „Hér erum við aðeins að skoða hvernig raforkukerfið muni líta út á spátímanum miðað við þann iðnað sem fyrir er. Hér gerum við ekki ráð fyrir því að nýir aðilar komi inn með orkufrekan iðnað en það mun þá breyta myndinni talsvert,“ segir Sigurður. Í spánni er einnig gert ráð fyrir aukningu í flutningi raforku til gagnavera og tekið tillit til að orkuskipti í samgöngum hafi gengið hraðar fyrir sig en spáð var fyrir þremur árum. Á næsta aldarfjórðungi munu stjórnvöld þurfa að svara þeirri spurningu hvers konar virkjanir verði reistar. Ein hugmyndin er Búrfellslundurinn svokallaði. Ofan Búrfells áformar Landsvirkjun stærðarinnar hóp vindrafstöðva. Uppsett afl þeirra er um 200 megavött og gætu þær því séð þjóðinni fyrir tæpum helmingi þessa afls sem upp á vantar til ársins 2050.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira