„Ef þú hefur efni á því að ferðast þá hefurðu líka efni á því að kolefnisjafna ferðalagið þitt“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. september 2018 20:30 Nokkur hundruð þúsund krónur hafa safnast í Votlendissjóð eftir að æ fleiri Íslendingar eru farnir að kolefnisjafna ferðalög sín. Fyrsti einstaklingurinn til að kolefnisjafna sínar ferðir greiddi tíu þúsund krónur í Votlendissjóð fyrir eitt tonn af útblæstri. Votlendissjóður var stofnaður í vor en mun á næstu dögum opna nýja greiðslugátt þar sem gefst kostur á að reikna út kolefnisfótspor vegna ferðalaga sinna í lofti og á landi. Á Íslandi er talið að 2/3 af allri losun gróðurhúsalofttegunda komi frá framræstu eða röskuðu votlendi. „Í dag eru komnir einhverjir 100 þúsund kallar sem sagt frá einstaklingum en síðan eru fyrirtæki að koma inn með verulega stærri upphæðir til þess að kolefnisjafna sitt eigið fótspor og það eru auðvitað mörg fyrirtæki sem þurfa að huga að því,“ segir Ásbjörn Björgvinsson, framkvæmdastjóri Votlendissjóðs. Fjármagnið fer í að fylla upp í gamla skurði sem sjóðurinn hefur fengið leyfi fyrir með það fyrir augum að endurheimta votlendi. „Fólk er ýmist að taka flugferðirnar sínar eða bara einkabílinn en vilja sem sagt leggja eitthvað af mörkum því að það er mikið verk að vinna í að reyna að snúa þessari þróun við,“ segir Ásbjörn. Knattspyrnusamband Íslands var meðal þeirra fyrstu til að styrkja votlendissjóðinn með því að kolefnisjafna ferð karlalandsliðsins á HM í Rússlandi í sumar. „Þeir voru að losa um það bil 60 tonn með ferðalaginu sínu til Rússlands og vildu kolefnisjafna það og lögðu fjármagn á móti og við síðan nýttum í það að loka skurðum úti á Bessastöðum,“ segir Ásbjörn. Sævar Helgi Bragason stjörnufræðikennari og jarðfræðingur var aftur á móti fyrstur einstaklinga til að styrkja Votlendissjóðinn með því að kolefnisjafna ferðalag sitt til Hollands. „Ég greiddi 10 þúsund krónur fyrir eitt tonn og þá kolefnisjafnaði ég líka í raun og veru allan minn akstur. Reyndar ek ég um á metani sem er aðeins skárra en á meðan ég á ekki rafmagnsbíl að þá neyðist ég til að gera þetta. Að öðru leyti þá reyni ég að hjóla sem mest til að draga úr akstri af því að bíllinn er líka mjög stór hluti af því sem við erum að gera,“ segir Sævar Helgi. „Ef þú hefur efni af því að ferðast þá hefurðu líka efni á því að kolefnisjafna ferðalagið þitt.“ Umhverfismál Tengdar fréttir Votlendissjóður tekur til starfa Votlendissjóðurinn tók formlega til starfa í dag en tilgangur hans er að stuðla að endurheimt votlendis og draga með því úr losun gróðurhúsalofttegunda. 30. apríl 2018 20:49 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Nokkur hundruð þúsund krónur hafa safnast í Votlendissjóð eftir að æ fleiri Íslendingar eru farnir að kolefnisjafna ferðalög sín. Fyrsti einstaklingurinn til að kolefnisjafna sínar ferðir greiddi tíu þúsund krónur í Votlendissjóð fyrir eitt tonn af útblæstri. Votlendissjóður var stofnaður í vor en mun á næstu dögum opna nýja greiðslugátt þar sem gefst kostur á að reikna út kolefnisfótspor vegna ferðalaga sinna í lofti og á landi. Á Íslandi er talið að 2/3 af allri losun gróðurhúsalofttegunda komi frá framræstu eða röskuðu votlendi. „Í dag eru komnir einhverjir 100 þúsund kallar sem sagt frá einstaklingum en síðan eru fyrirtæki að koma inn með verulega stærri upphæðir til þess að kolefnisjafna sitt eigið fótspor og það eru auðvitað mörg fyrirtæki sem þurfa að huga að því,“ segir Ásbjörn Björgvinsson, framkvæmdastjóri Votlendissjóðs. Fjármagnið fer í að fylla upp í gamla skurði sem sjóðurinn hefur fengið leyfi fyrir með það fyrir augum að endurheimta votlendi. „Fólk er ýmist að taka flugferðirnar sínar eða bara einkabílinn en vilja sem sagt leggja eitthvað af mörkum því að það er mikið verk að vinna í að reyna að snúa þessari þróun við,“ segir Ásbjörn. Knattspyrnusamband Íslands var meðal þeirra fyrstu til að styrkja votlendissjóðinn með því að kolefnisjafna ferð karlalandsliðsins á HM í Rússlandi í sumar. „Þeir voru að losa um það bil 60 tonn með ferðalaginu sínu til Rússlands og vildu kolefnisjafna það og lögðu fjármagn á móti og við síðan nýttum í það að loka skurðum úti á Bessastöðum,“ segir Ásbjörn. Sævar Helgi Bragason stjörnufræðikennari og jarðfræðingur var aftur á móti fyrstur einstaklinga til að styrkja Votlendissjóðinn með því að kolefnisjafna ferðalag sitt til Hollands. „Ég greiddi 10 þúsund krónur fyrir eitt tonn og þá kolefnisjafnaði ég líka í raun og veru allan minn akstur. Reyndar ek ég um á metani sem er aðeins skárra en á meðan ég á ekki rafmagnsbíl að þá neyðist ég til að gera þetta. Að öðru leyti þá reyni ég að hjóla sem mest til að draga úr akstri af því að bíllinn er líka mjög stór hluti af því sem við erum að gera,“ segir Sævar Helgi. „Ef þú hefur efni af því að ferðast þá hefurðu líka efni á því að kolefnisjafna ferðalagið þitt.“
Umhverfismál Tengdar fréttir Votlendissjóður tekur til starfa Votlendissjóðurinn tók formlega til starfa í dag en tilgangur hans er að stuðla að endurheimt votlendis og draga með því úr losun gróðurhúsalofttegunda. 30. apríl 2018 20:49 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Votlendissjóður tekur til starfa Votlendissjóðurinn tók formlega til starfa í dag en tilgangur hans er að stuðla að endurheimt votlendis og draga með því úr losun gróðurhúsalofttegunda. 30. apríl 2018 20:49