Guðlaugur lagði áherslu á verndun hafsins á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. september 2018 09:56 Guðlaugur ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í gær. UN Photos Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hélt í gær ræðu þar sem hann ávarpaði 73. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York. Í ræðunni fór hann um víðan völl og snerti á hinum ýmsu málefnum sem brenna á alþjóðasamfélaginu um þessar mundir. Utanríkisráðherra gerði hafið að umfjöllunarefni ræðu sinnar en hann sagði verndun hafsins vera einn helsta útgangspunkt íslenskrar utanríkisstefnu og heimsbyggðin öll þyrfti að taka höndum saman til þess að ná yfirlýstum markmiðum Sameinuðu þjóðanna varðandi hrein og heilbrigð heimshöf. Þá kom Guðlaugur inn á sjálfbæra nýtingu endurnyjanlegra orkugjafa til þess að sporna við loftslagsbreytingum af mannavöldum og nefndi í því samhengi að öll upphitun og rafmagnsframleiðsla Íslands sé framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum. Einnig nefndi Guðlaugur jafnrétti kynjanna og sagði það eitt helsta markmið Íslendinga. Hann benti á að Ísland er meðal fremstu þjóða þegar kemur að jafnrétti kynjanna og þakkaði þar „kvenkyns brautryðjendum sem breyttu stjórnmálalífi okkar og lögum til þess að valdefla allar íslenskar konur.“ Guðlaugur benti svo á að fyrr á þessu ári tók Ísland sæti í mannréttindaráði SÞ í fyrsta sinn frá stofnun þess og sagði það eitthvað til þess að fyllast stolti yfir, sérstaklega í ljósi þess að 70 ár eru liðin frá undirritun Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og 100 ár eru liðin frá fullveldi Íslands. Hann sagði einnig að þrátt fyrir þann mikla árangur sem náðst hefur á hinum ýmsu sviðum, séu enn erfið deilumál sem þurfi að leysa. Sem dæmi nefndi hann Sýrlandsstríðið, ástandið í Mið-Austurlöndum, efnahagskrísuna í Venesúela, og þjóðarmorðin á Rohingya-múslimum í Mjanmar. Loks sló hann botninn í ræðuna með því að minna á að sá mikli árangur sem Ísland hefur náð á sínum 100 árum sem fullvalda þjóð sé að miklu leyti alþjóðavæddu alheimssamfélagi með opna markaði og fríverslun, frjálslyndu lýðræði þess og alþjóðasamstarfi að þakka.Ræðuna í heild sinni á ensku má lesa hér. Innlent Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hélt í gær ræðu þar sem hann ávarpaði 73. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York. Í ræðunni fór hann um víðan völl og snerti á hinum ýmsu málefnum sem brenna á alþjóðasamfélaginu um þessar mundir. Utanríkisráðherra gerði hafið að umfjöllunarefni ræðu sinnar en hann sagði verndun hafsins vera einn helsta útgangspunkt íslenskrar utanríkisstefnu og heimsbyggðin öll þyrfti að taka höndum saman til þess að ná yfirlýstum markmiðum Sameinuðu þjóðanna varðandi hrein og heilbrigð heimshöf. Þá kom Guðlaugur inn á sjálfbæra nýtingu endurnyjanlegra orkugjafa til þess að sporna við loftslagsbreytingum af mannavöldum og nefndi í því samhengi að öll upphitun og rafmagnsframleiðsla Íslands sé framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum. Einnig nefndi Guðlaugur jafnrétti kynjanna og sagði það eitt helsta markmið Íslendinga. Hann benti á að Ísland er meðal fremstu þjóða þegar kemur að jafnrétti kynjanna og þakkaði þar „kvenkyns brautryðjendum sem breyttu stjórnmálalífi okkar og lögum til þess að valdefla allar íslenskar konur.“ Guðlaugur benti svo á að fyrr á þessu ári tók Ísland sæti í mannréttindaráði SÞ í fyrsta sinn frá stofnun þess og sagði það eitthvað til þess að fyllast stolti yfir, sérstaklega í ljósi þess að 70 ár eru liðin frá undirritun Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og 100 ár eru liðin frá fullveldi Íslands. Hann sagði einnig að þrátt fyrir þann mikla árangur sem náðst hefur á hinum ýmsu sviðum, séu enn erfið deilumál sem þurfi að leysa. Sem dæmi nefndi hann Sýrlandsstríðið, ástandið í Mið-Austurlöndum, efnahagskrísuna í Venesúela, og þjóðarmorðin á Rohingya-múslimum í Mjanmar. Loks sló hann botninn í ræðuna með því að minna á að sá mikli árangur sem Ísland hefur náð á sínum 100 árum sem fullvalda þjóð sé að miklu leyti alþjóðavæddu alheimssamfélagi með opna markaði og fríverslun, frjálslyndu lýðræði þess og alþjóðasamstarfi að þakka.Ræðuna í heild sinni á ensku má lesa hér.
Innlent Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira