Flugvélin strax framleigð og aldrei í notkun hér á landi Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. september 2018 13:11 Farþegum og áhöfn var siglt í land á bátum. Vísir/AP Engir Íslendingar voru í áhöfn flugvélar flugfélagsins Air Niugini sem brotlendi í sjónum við eyjuna Chuuk í Míkrónesíu í nótt. Félagið leigir flugvélina af Flugleiðum-Icelandic, dótturfélagi Icelandair, en hún var aldrei í notkun hér á landi. Þetta kemur fram í svari Péturs Þ. Óskarssonar, framkvæmdastjóra samskiptasviðs Icelandair Group, við fyrirspurn Vísis. Í svari Péturs segir jafnframt að Loftleiðir-Icelandic, dótturfélag Icelandair, hafi tekið umrædda flugvél á leigu frá alþjóðlega flugvélaleigufélaginu Avolon árið 2013. Vélin var framleigð til Air Niugini sama ár og var því aldrei í notkun á Íslandi. Slysið varð í flugi PX073 með Air Niugini frá Pohnpei til Chuuk í nótt og rataði atvikið í helstu fjölmiðla ytra. Í vélinni voru 35 farþegar og 12 áhafnarmeðlimir sem allir komust frá borði, að því er segir í yfirlýsingu Icelandair sem send var út í morgun. Fréttamiðlar hafa þó greint frá því síðan að farþegar hafi verið 36 og áhöfn talið 11 manns. Aðspurður segir Pétur enga Íslendinga hafa verið í áhafnarliðinu.Frá vettvangi við eyjuna Chuuk.EPA/ZACH NIEZGODSKIIcelandair fylgist nú náið með gangi mála. Í yfirlýsingu félagsins segir að félagið geri ekki ráð fyrir að Loftleiðir-Icelandic muni verða fyrir verulegu fjárhagslegu tjóni vegna atviksins. Samkvæmt frétt Reuters var farþegum og áhöfn flugvélarinnar bjargað á bátum. Allir um borð í vélinni voru fluttir á sjúkrahús og hafa allir nema átta verið útskrifaðir. Fjórir þessara átta farþega eru töluvert slasaðir en ekki í lífshættu, að því er Reuters hefur eftir talsmanni sjúkrahússins. Tildrög slyssins eru enn óljós en í yfirlýsingu frá Air Niugini segir að veðurskilyrði á Chuuk-eyju hafi verið afar slæm þegar flugmenn gerðu tilraun til að lenda vélinni. Þá munu yfirvöld í heimalandi félagsins, Papúa Nýju-Gíneu, hefja rannsókn á slysinu eins fljótt og auðið er. Fréttir af flugi Icelandair Míkrónesía Tengdar fréttir Leigðu flugvélina sem brotlenti í sjónum frá Icelandair Vélin er á leigu hjá Loftleiðum-Icelandic, dótturfélagi Icelandair Group, en er framleigð til flugfélagsins Air Niuigini. 28. september 2018 09:58 Farþegaflugvél brotlenti í lóni Farþegaflugvél brotlenti í lóni skammt frá alþjóðaflugvellinum á eyjunni Chuuk á Míkrónesíu. 28. september 2018 07:32 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Um sextíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Engir Íslendingar voru í áhöfn flugvélar flugfélagsins Air Niugini sem brotlendi í sjónum við eyjuna Chuuk í Míkrónesíu í nótt. Félagið leigir flugvélina af Flugleiðum-Icelandic, dótturfélagi Icelandair, en hún var aldrei í notkun hér á landi. Þetta kemur fram í svari Péturs Þ. Óskarssonar, framkvæmdastjóra samskiptasviðs Icelandair Group, við fyrirspurn Vísis. Í svari Péturs segir jafnframt að Loftleiðir-Icelandic, dótturfélag Icelandair, hafi tekið umrædda flugvél á leigu frá alþjóðlega flugvélaleigufélaginu Avolon árið 2013. Vélin var framleigð til Air Niugini sama ár og var því aldrei í notkun á Íslandi. Slysið varð í flugi PX073 með Air Niugini frá Pohnpei til Chuuk í nótt og rataði atvikið í helstu fjölmiðla ytra. Í vélinni voru 35 farþegar og 12 áhafnarmeðlimir sem allir komust frá borði, að því er segir í yfirlýsingu Icelandair sem send var út í morgun. Fréttamiðlar hafa þó greint frá því síðan að farþegar hafi verið 36 og áhöfn talið 11 manns. Aðspurður segir Pétur enga Íslendinga hafa verið í áhafnarliðinu.Frá vettvangi við eyjuna Chuuk.EPA/ZACH NIEZGODSKIIcelandair fylgist nú náið með gangi mála. Í yfirlýsingu félagsins segir að félagið geri ekki ráð fyrir að Loftleiðir-Icelandic muni verða fyrir verulegu fjárhagslegu tjóni vegna atviksins. Samkvæmt frétt Reuters var farþegum og áhöfn flugvélarinnar bjargað á bátum. Allir um borð í vélinni voru fluttir á sjúkrahús og hafa allir nema átta verið útskrifaðir. Fjórir þessara átta farþega eru töluvert slasaðir en ekki í lífshættu, að því er Reuters hefur eftir talsmanni sjúkrahússins. Tildrög slyssins eru enn óljós en í yfirlýsingu frá Air Niugini segir að veðurskilyrði á Chuuk-eyju hafi verið afar slæm þegar flugmenn gerðu tilraun til að lenda vélinni. Þá munu yfirvöld í heimalandi félagsins, Papúa Nýju-Gíneu, hefja rannsókn á slysinu eins fljótt og auðið er.
Fréttir af flugi Icelandair Míkrónesía Tengdar fréttir Leigðu flugvélina sem brotlenti í sjónum frá Icelandair Vélin er á leigu hjá Loftleiðum-Icelandic, dótturfélagi Icelandair Group, en er framleigð til flugfélagsins Air Niuigini. 28. september 2018 09:58 Farþegaflugvél brotlenti í lóni Farþegaflugvél brotlenti í lóni skammt frá alþjóðaflugvellinum á eyjunni Chuuk á Míkrónesíu. 28. september 2018 07:32 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Um sextíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Leigðu flugvélina sem brotlenti í sjónum frá Icelandair Vélin er á leigu hjá Loftleiðum-Icelandic, dótturfélagi Icelandair Group, en er framleigð til flugfélagsins Air Niuigini. 28. september 2018 09:58
Farþegaflugvél brotlenti í lóni Farþegaflugvél brotlenti í lóni skammt frá alþjóðaflugvellinum á eyjunni Chuuk á Míkrónesíu. 28. september 2018 07:32