Krakkafréttir Þórarinn Þórarinsson skrifar 28. september 2018 07:00 Margt skrýtið býr í hausum fólksins sem heldur til í ysta hægra horni tilverunnar. Hnattræn hlýnun er blekking, Donald Trump er æði, Ísraelar eru ætíð í rétti með öll sín fólskuverk í Palestínu og borgarlínan er hraðbraut til helvítis. Af því bara. Þessir handhafar sannleikans fóru á háa c-ið nýlega í sameiginlegu móðursýkiskasti yfir Krakkafréttum RÚV. Þar er hvert tækifæri nýtt til þess að eitra huga barnanna okkar; innræta þeim gyðingahatur og ljúga að þeim að Trump sé skrýtinn kjáni. Hvað nákvæmlega er að því að fréttir eru gerðar börnum aðgengilegar? Í versta falli kennir þessi sakleysislegi dagskrárliður börnum að fylgjast með veröldinni í kringum sig. Velta hlutum fyrir sér, hugsa og spyrja. Sennilega hatar þetta fólk bara gagnrýna hugsun meira en allt annað. Krakkar eru engin fífl eins og foreldrar Ara, hvers spurningum var erfitt að svara, geta staðfest. Getur verið að krakkafréttahatararnir nenni einfaldlega ekki að ræða við börnin sín? Ég og vinir mínir máttum gera okkur „fullorðinsfréttir“ að góðu. Nutum þess samt að foreldrar okkar og kennarar töluðu við okkur og það fyrsta sem okkur var kennt var að trúa aldrei öllu í fréttunum. Fréttagláp getur tæplega skaðað nokkurt barn. Og þó. Ég var á barnsaldri þegar ég sagði alltaf „Nixon gerði það“ þegar ég var staðinn að skammarstrikum. Kannski tókst vondum vinstri mönnum að heilaþvo mig strax í bernsku? Svona í ljósi þess að Richard Nixon er samkvæmt þeim sem allt vita næstbesti forseti Bandaríkjanna á eftir Donald Trump. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Margt skrýtið býr í hausum fólksins sem heldur til í ysta hægra horni tilverunnar. Hnattræn hlýnun er blekking, Donald Trump er æði, Ísraelar eru ætíð í rétti með öll sín fólskuverk í Palestínu og borgarlínan er hraðbraut til helvítis. Af því bara. Þessir handhafar sannleikans fóru á háa c-ið nýlega í sameiginlegu móðursýkiskasti yfir Krakkafréttum RÚV. Þar er hvert tækifæri nýtt til þess að eitra huga barnanna okkar; innræta þeim gyðingahatur og ljúga að þeim að Trump sé skrýtinn kjáni. Hvað nákvæmlega er að því að fréttir eru gerðar börnum aðgengilegar? Í versta falli kennir þessi sakleysislegi dagskrárliður börnum að fylgjast með veröldinni í kringum sig. Velta hlutum fyrir sér, hugsa og spyrja. Sennilega hatar þetta fólk bara gagnrýna hugsun meira en allt annað. Krakkar eru engin fífl eins og foreldrar Ara, hvers spurningum var erfitt að svara, geta staðfest. Getur verið að krakkafréttahatararnir nenni einfaldlega ekki að ræða við börnin sín? Ég og vinir mínir máttum gera okkur „fullorðinsfréttir“ að góðu. Nutum þess samt að foreldrar okkar og kennarar töluðu við okkur og það fyrsta sem okkur var kennt var að trúa aldrei öllu í fréttunum. Fréttagláp getur tæplega skaðað nokkurt barn. Og þó. Ég var á barnsaldri þegar ég sagði alltaf „Nixon gerði það“ þegar ég var staðinn að skammarstrikum. Kannski tókst vondum vinstri mönnum að heilaþvo mig strax í bernsku? Svona í ljósi þess að Richard Nixon er samkvæmt þeim sem allt vita næstbesti forseti Bandaríkjanna á eftir Donald Trump.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun