Mörk sannleikans Helgi Þorláksson skrifar 27. september 2018 07:00 Þrír heiðursborgarar Reykjavíkur gengu á fund borgarstjóra og formanns borgarráðs á þriðjudaginn 25.9. og skoruðu á þau að láta hætta við áformaða hótelbyggingu í Víkurgarði, hinum gamla garði Reykjavíkurkirkju. Haft er eftir borgarstjóra í Fréttablaðinu á miðvikudag 26.9. að byggingin „fari ekki inn í gamla kirkjugarðinn“. Hafa heiðursborgararnir misskilið málið algjörlega? Eða kýs borgarstjóri að hagræða sannleikanum? Skýring kemur kannski fram í ummælum formanns borgarráðs: „Borgin metur það sem svo að ekki sé verið að byggja ofan á sjálfum garðinum heldur á bílastæði sem var fyrir framan Landssímahúsið.“ Á þessum tilgreinda stað við Kirkjustræti var grafið á útmánuðum 2016. Auk rofinna grafa fundust þarna tveir tugir af heillegum kistum með heillegum beinagrindum og var allt flutt brott til að rýma fyrir hóteli. Var þetta ekki gamli kirkjugarðurinn? Jú, auðvitað, hann náði allmiklu austar en núverandi Fógetagarður, langleiðina að Austurvelli. Forkólfar borgarinnar glíma við þann vanda að deiliskipulag frá 1988 leyfir byggingu þarna. En það byggist einfaldlega á vanþekkingu sem veldur kannski þessum feluleik þeirra. Árið 1967 lá fyrir eins skýrt og gat orðið að kirkjugarðurinn stóð líka þar sem viðbygging Landssímahússins var reist, sú sem var brotin niður í sumar. Í febrúar 1967 komu þar í ljós sex grafir og voru þar jarðneskar leifar fólks og leifar fimm kistna. Á einni þeirra stóð að þar væri grafin Margrét Pétursdóttir sem dó 1829. Hún á mikinn fjölda afkomenda. Árið 1967 var á vitorði fólks almennt að leg Margrétar var í gamla kirkjugarðinum af því að enn 1966 var þarna rétt hjá legsteinn á gröf og hermdi að þar hefði verið jarðsett 1882 og 1883. Í traustum heimildum frá 1882 segja stiftsyfirvöld og dómkirkjuprestur að þessi legstaður sé í „gamla kirkjugarðinum“. Á fjórða áratug síðustu aldar höfðu verið þarna nærri nokkur minningarmörk á gröfum en voru flutt. Gröfum var hlíft þarna 1967 og eru rök til að halda að þær geymi enn jarðneskar leifar fólks. Kristjáni Eldjárn taldist til, þegar hann var þjóðminjavörður, að bygging sem óskað var eftir að reisa 1965, þar sem hótelið skal reist núna, tæki yfir h.u.b. 360 fermetra hins gamla kirkjugarðs, eða fimmtung hans a.m.k. Kristján barðist af þunga gegn þessum áformum og ríkisstjórnin lét hætta við þau 1965. Enn geta borgarstjórn, ráðherra og Kirkjugarðaráð komið í veg fyrir nýbyggingar á reitnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Þrír heiðursborgarar Reykjavíkur gengu á fund borgarstjóra og formanns borgarráðs á þriðjudaginn 25.9. og skoruðu á þau að láta hætta við áformaða hótelbyggingu í Víkurgarði, hinum gamla garði Reykjavíkurkirkju. Haft er eftir borgarstjóra í Fréttablaðinu á miðvikudag 26.9. að byggingin „fari ekki inn í gamla kirkjugarðinn“. Hafa heiðursborgararnir misskilið málið algjörlega? Eða kýs borgarstjóri að hagræða sannleikanum? Skýring kemur kannski fram í ummælum formanns borgarráðs: „Borgin metur það sem svo að ekki sé verið að byggja ofan á sjálfum garðinum heldur á bílastæði sem var fyrir framan Landssímahúsið.“ Á þessum tilgreinda stað við Kirkjustræti var grafið á útmánuðum 2016. Auk rofinna grafa fundust þarna tveir tugir af heillegum kistum með heillegum beinagrindum og var allt flutt brott til að rýma fyrir hóteli. Var þetta ekki gamli kirkjugarðurinn? Jú, auðvitað, hann náði allmiklu austar en núverandi Fógetagarður, langleiðina að Austurvelli. Forkólfar borgarinnar glíma við þann vanda að deiliskipulag frá 1988 leyfir byggingu þarna. En það byggist einfaldlega á vanþekkingu sem veldur kannski þessum feluleik þeirra. Árið 1967 lá fyrir eins skýrt og gat orðið að kirkjugarðurinn stóð líka þar sem viðbygging Landssímahússins var reist, sú sem var brotin niður í sumar. Í febrúar 1967 komu þar í ljós sex grafir og voru þar jarðneskar leifar fólks og leifar fimm kistna. Á einni þeirra stóð að þar væri grafin Margrét Pétursdóttir sem dó 1829. Hún á mikinn fjölda afkomenda. Árið 1967 var á vitorði fólks almennt að leg Margrétar var í gamla kirkjugarðinum af því að enn 1966 var þarna rétt hjá legsteinn á gröf og hermdi að þar hefði verið jarðsett 1882 og 1883. Í traustum heimildum frá 1882 segja stiftsyfirvöld og dómkirkjuprestur að þessi legstaður sé í „gamla kirkjugarðinum“. Á fjórða áratug síðustu aldar höfðu verið þarna nærri nokkur minningarmörk á gröfum en voru flutt. Gröfum var hlíft þarna 1967 og eru rök til að halda að þær geymi enn jarðneskar leifar fólks. Kristjáni Eldjárn taldist til, þegar hann var þjóðminjavörður, að bygging sem óskað var eftir að reisa 1965, þar sem hótelið skal reist núna, tæki yfir h.u.b. 360 fermetra hins gamla kirkjugarðs, eða fimmtung hans a.m.k. Kristján barðist af þunga gegn þessum áformum og ríkisstjórnin lét hætta við þau 1965. Enn geta borgarstjórn, ráðherra og Kirkjugarðaráð komið í veg fyrir nýbyggingar á reitnum.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun