Gáttatif, falið vandamál Kristján Guðmundsson og Sigfús Gizurarson skrifar 27. september 2018 07:00 September ár hvert er vitundarvakning um gáttatif í Bandaríkjunum, (e. atrial fibrillation awareness month). Af því tilefni þótti okkur rétt að vekja landsmenn til umhugsunar um þennan sjúkdóm sem ekki fer hátt en getur haft mikil áhrif á lífsgæði og líf einstaklinga. Gáttatif er algengur sjúkdómur, sér í lagi hjá eldra fólki. Fjöldi einstaklinga með gáttatif fer vaxandi samfara breyttri aldurssamsetningu og bættri meðferð annarra langvinnra sjúkdóma. Talið er að algengi sjúkdómsins hér sé svipað og hjá nágrannaþjóðunum og því eru um sjö til tíu þúsund Íslendingar með gáttatif. Margir fá gáttatifið í köstum sem koma og fara en aðrir hafa stöðugt gáttatif. Gáttatif er hjartsláttartruflun sem á upptök sín í vinstri gátt hjartans. Aukaslög frá lungnabláæðum sem tengjast vinstri gátt hjartans eiga oftast upptökin að gáttatifi. Gáttatif er nokkurs konar „rafstormur“ í gáttum hjartans. Gáttirnar slá hratt og óreglulega og enginn eiginlegur samdráttur þeirra á sér stað. Við slíkar aðstæður geta blóðtappar myndast. Alvarlegasti fylgikvillinn er heilablóðfall orsakað af þessum blóðtöppum.Sigfús Gizurarson hjartalæknir á LandspítalaUm þriðjung heilablóðfalla má rekja til gáttatifs. Auk þess eru einstaklingar með gáttatif í hættu á að þróa með sér hjartabilun. Gáttatif getur átt þátt í að valda ótímabærum dauða. Miðast meðferð gáttatifs fyrst og fremst að því að finna þá einstaklinga sem í mestri hættu eru og fyrirbyggja blóðtappamyndun með blóðþynningu, slík meðferð er oftast ævilöng. Áhættan fyrir gáttatifi eykst með aldri og er framan af ævinni algengari hjá körlum en konum. Aðrir áhættuþættir eru hár blóðþrýstingur, sykursýki, offita, kæfisvefn, kransæðasjúkdómur, lungnasjúkdómar, skjaldkirtilsvandamál, hreyfingarleysi, áfengisneysla o.fl. Þar sem stór hluti einstaklinga með gáttatif er einkennalaus hafa farið fram ýmis átök í að finna sjúkdóminn með skimun. Þetta hefur þó ekki verið gert hérlendis. Nýlega setti Apple fyrirtækið í Bandaríkjunum á markað forrit sem tengja má snjalltækjum þess og getur það með nokkuð góðri vissu greint sjúkdóminn. Hingað til hefur gáttatif verið greint á hefðbundinn hátt með hjartalínuriti eða hjartasíritun. Þó gagnsemi áhættumats hjá einstaklingum með gáttatif sé óumdeilt, hefur ekki verið sýnt fram á gagnsemi skimunar hjá einkennalausum, þó reikna megi með því að bætt tækni til greiningar bæti skilning okkar á hvernig eigi að nálgast þennan stóra hóp. Einkenni eru mismunandi milli einstaklinga. Algengustu einkennin eru óþægilegur hjartsláttur en sumir finna ekki fyrir óþægindum frá hjartslætti, finna þess í stað fyrir þreytu, slappleika, mæði, eða brjóstverkjum. Það má skipta meðferð við gáttatifi í þrjá meginflokka. Hindra heilablóðföll, hindra versnandi hjartastarfsemi (hjartabilun) og meðhöndla einkenni. Ekki allir einstaklingar með gáttatif þurfa blóðþynnandi meðferð til að fyrirbyggja blóðtappa en það fer eftir aldri og undirliggjandi áhættuþáttum. Ávallt þarf að fara fram áhættumat við greiningu. Sé gáttatifið viðvarandi getur í sumum tilvikum verið ástæða til að framkvæma s.k. rafvendingu, þar sem fólk er svæft stutta stund og gefið rafstuð á brjóstkassann sem endurstillir takt hjartans. Oft fara þessir einstaklingar aftur í gáttatif og er því þörf á langvinnri lyfjameðferð til að halda takti til lengri tíma. Sú meðferð sem síðustu ár hefur vaxið hraðast í meðferð við gáttatifi eru brennsluaðgerðir eða frystingar. Þessar aðgerðir eru gerðar með þræðingartækni og taka um 2-4 klst. að framkvæma. Þessar aðgerðir eru mun árangursríkari en lyf, og u.þ.b. 70-80% sjúklinga verða einkennalausir. Það er hins vegar ekki óalgengt að endurtaka þurfi þessar aðgerðir þar sem sjúkdómurinn er oft langvinnur og þróast mismunandi milli einstaklinga. Þessar aðgerðir miða fyrst og fremst að því að minnka einkenni sjúklinga og um leið geta þeir oft losnað við taktstillandi hjartalyf sem oft þolast illa og geta haft alvarlegar aukaverkanir. Hjá vissum hópi sjúklinga með gáttatif hefur brennsluaðgerð sýnt fram á betri langtímahorfur. Slíkar aðgerðir eiga þó við í minnihluta sjúklinga með gáttatif. Brennsluaðgerðir eru framkvæmdar á þræðingarstofu Landspítalans. Eins og staðan er núna önnum við ekki öllum þeim sjúklingum sem vísað er til okkar. Biðlistinn fyrir brennslur er eins og margir aðrir biðlistar fyrir aðgerðum á Íslandi langur. Við höfum síðastliðin 3 ár ríflega tvöfaldað fjölda aðgerða en samt sem áður eru rúmlega 400 einstaklingar sem bíða eftir aðgerðum vegna hjartsláttartruflana. Ljóst er að samstillt átak Landspítala og heilbrigðisyfirvalda þarf til að koma þessum málum í ásættanlegt horf fyrir sjúklinga. Sem stendur er biðin hið minnsta 2 ár eftir þessum aðgerðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 30.08.2025 Halldór Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Sjá meira
September ár hvert er vitundarvakning um gáttatif í Bandaríkjunum, (e. atrial fibrillation awareness month). Af því tilefni þótti okkur rétt að vekja landsmenn til umhugsunar um þennan sjúkdóm sem ekki fer hátt en getur haft mikil áhrif á lífsgæði og líf einstaklinga. Gáttatif er algengur sjúkdómur, sér í lagi hjá eldra fólki. Fjöldi einstaklinga með gáttatif fer vaxandi samfara breyttri aldurssamsetningu og bættri meðferð annarra langvinnra sjúkdóma. Talið er að algengi sjúkdómsins hér sé svipað og hjá nágrannaþjóðunum og því eru um sjö til tíu þúsund Íslendingar með gáttatif. Margir fá gáttatifið í köstum sem koma og fara en aðrir hafa stöðugt gáttatif. Gáttatif er hjartsláttartruflun sem á upptök sín í vinstri gátt hjartans. Aukaslög frá lungnabláæðum sem tengjast vinstri gátt hjartans eiga oftast upptökin að gáttatifi. Gáttatif er nokkurs konar „rafstormur“ í gáttum hjartans. Gáttirnar slá hratt og óreglulega og enginn eiginlegur samdráttur þeirra á sér stað. Við slíkar aðstæður geta blóðtappar myndast. Alvarlegasti fylgikvillinn er heilablóðfall orsakað af þessum blóðtöppum.Sigfús Gizurarson hjartalæknir á LandspítalaUm þriðjung heilablóðfalla má rekja til gáttatifs. Auk þess eru einstaklingar með gáttatif í hættu á að þróa með sér hjartabilun. Gáttatif getur átt þátt í að valda ótímabærum dauða. Miðast meðferð gáttatifs fyrst og fremst að því að finna þá einstaklinga sem í mestri hættu eru og fyrirbyggja blóðtappamyndun með blóðþynningu, slík meðferð er oftast ævilöng. Áhættan fyrir gáttatifi eykst með aldri og er framan af ævinni algengari hjá körlum en konum. Aðrir áhættuþættir eru hár blóðþrýstingur, sykursýki, offita, kæfisvefn, kransæðasjúkdómur, lungnasjúkdómar, skjaldkirtilsvandamál, hreyfingarleysi, áfengisneysla o.fl. Þar sem stór hluti einstaklinga með gáttatif er einkennalaus hafa farið fram ýmis átök í að finna sjúkdóminn með skimun. Þetta hefur þó ekki verið gert hérlendis. Nýlega setti Apple fyrirtækið í Bandaríkjunum á markað forrit sem tengja má snjalltækjum þess og getur það með nokkuð góðri vissu greint sjúkdóminn. Hingað til hefur gáttatif verið greint á hefðbundinn hátt með hjartalínuriti eða hjartasíritun. Þó gagnsemi áhættumats hjá einstaklingum með gáttatif sé óumdeilt, hefur ekki verið sýnt fram á gagnsemi skimunar hjá einkennalausum, þó reikna megi með því að bætt tækni til greiningar bæti skilning okkar á hvernig eigi að nálgast þennan stóra hóp. Einkenni eru mismunandi milli einstaklinga. Algengustu einkennin eru óþægilegur hjartsláttur en sumir finna ekki fyrir óþægindum frá hjartslætti, finna þess í stað fyrir þreytu, slappleika, mæði, eða brjóstverkjum. Það má skipta meðferð við gáttatifi í þrjá meginflokka. Hindra heilablóðföll, hindra versnandi hjartastarfsemi (hjartabilun) og meðhöndla einkenni. Ekki allir einstaklingar með gáttatif þurfa blóðþynnandi meðferð til að fyrirbyggja blóðtappa en það fer eftir aldri og undirliggjandi áhættuþáttum. Ávallt þarf að fara fram áhættumat við greiningu. Sé gáttatifið viðvarandi getur í sumum tilvikum verið ástæða til að framkvæma s.k. rafvendingu, þar sem fólk er svæft stutta stund og gefið rafstuð á brjóstkassann sem endurstillir takt hjartans. Oft fara þessir einstaklingar aftur í gáttatif og er því þörf á langvinnri lyfjameðferð til að halda takti til lengri tíma. Sú meðferð sem síðustu ár hefur vaxið hraðast í meðferð við gáttatifi eru brennsluaðgerðir eða frystingar. Þessar aðgerðir eru gerðar með þræðingartækni og taka um 2-4 klst. að framkvæma. Þessar aðgerðir eru mun árangursríkari en lyf, og u.þ.b. 70-80% sjúklinga verða einkennalausir. Það er hins vegar ekki óalgengt að endurtaka þurfi þessar aðgerðir þar sem sjúkdómurinn er oft langvinnur og þróast mismunandi milli einstaklinga. Þessar aðgerðir miða fyrst og fremst að því að minnka einkenni sjúklinga og um leið geta þeir oft losnað við taktstillandi hjartalyf sem oft þolast illa og geta haft alvarlegar aukaverkanir. Hjá vissum hópi sjúklinga með gáttatif hefur brennsluaðgerð sýnt fram á betri langtímahorfur. Slíkar aðgerðir eiga þó við í minnihluta sjúklinga með gáttatif. Brennsluaðgerðir eru framkvæmdar á þræðingarstofu Landspítalans. Eins og staðan er núna önnum við ekki öllum þeim sjúklingum sem vísað er til okkar. Biðlistinn fyrir brennslur er eins og margir aðrir biðlistar fyrir aðgerðum á Íslandi langur. Við höfum síðastliðin 3 ár ríflega tvöfaldað fjölda aðgerða en samt sem áður eru rúmlega 400 einstaklingar sem bíða eftir aðgerðum vegna hjartsláttartruflana. Ljóst er að samstillt átak Landspítala og heilbrigðisyfirvalda þarf til að koma þessum málum í ásættanlegt horf fyrir sjúklinga. Sem stendur er biðin hið minnsta 2 ár eftir þessum aðgerðum.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun