Kæra lögreglu vegna lélegrar rannsóknar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 26. september 2018 06:00 Kærurnar varða meðferð tveggja mála sem barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar tilkynnti til lögreglu árin 2014 og 2016. Vísir/Daníel Mál hafnfirskra systra, sem komst í hámæli í vor vegna afskipta Braga Guðbrandssonar, fyrrverandi forstjóra Barnaverndarstofu, hafa að mati lögmanns þeirra enn ekki fengið eðlilega rannsókn hjá lögreglu. Hann hefur lagt fram kærur fyrir hönd systranna og móður þeirra, bæði til ríkissaksóknara og héraðssaksóknara, þar sem kærðir eru ótilgreindir starfsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, vegna þeirrar málsmeðferðar sem tilkynningar barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar um möguleg kynferðisbrot föður stúlknanna fengu hjá lögreglu. „Ég tel að lögreglu hafi verið óheimilt að rannsaka ekki málin,“ segir Jóhann Baldursson, lögmaður mæðgnanna. Um er að ræða tvær kærur, aðra til héraðssaksóknara og hina til ríkissaksóknara. Kærurnar varða meðferð tveggja mála sem barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar tilkynnti til lögreglu með tæplega tveggja ára millibili, annars vegar í lok árs 2014 og hins vegar í árslok 2016. Fyrri kæran var send ríkissaksóknara fyrir rúmum tveimur mánuðum og varðar tilkynningu barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar til lögreglu í desember 2016 um sterkar vísbendingar um brot gegn stúlkunum sem fram komu í meðferð og viðtölum hjá meðferðaraðila. Engin lögreglurannsókn mun hafa farið fram í kjölfar þeirrar tilkynningar. Síðari kæran var hins vegar send héraðssaksóknara fyrir rúmum tveimur vikum og varðar meinta óeðlilega meðferð rannsóknarlögreglu í kjölfar fyrri tilkynningar barnaverndarnefndar vegna gruns um brot föðurins í lok árs 2014. Lögmaður mæðgnanna segist geta fullyrt að möguleg refsiverð háttsemi sem lögregla hafði upplýsingar um hafi ekki verið rannsökuð. Héraðssaksóknari rannsakar meint brot lögreglumanna í starfi og staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir að embættið hafi til meðferðar mál um hvort lögreglumenn hafi gerst sekir um refsivert athæfi við meðferð máls sem var lokið fyrir nokkru. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Bragi telur sig geta kollvarpað þeirri mynd sem dregin er upp af málinu Bragi Guðbrandsson hefur óskað eftir því að fá að koma fyrir velferðarnefnd Alþingis sem allra fyrst. 28. apríl 2018 12:54 Segir Braga ekki hafa gengið sinna erinda „Af faglegum ástæðum hef ég haft samskipti við hann á árum áður, þegar ég starfaði við barnavernd, en það eru sennilega yfir þrjátíu ár síðan ég hafði slík samskipti við hann.“ 28. apríl 2018 17:52 Hafa „hylmt yfir í öðru máli tengdu barnaníði“ Píratar krefjast þess að ríkisstjórn Íslands setji nú réttindi barna í algjöran forgang í máli Braga Guðbrandssonar og sýni bæði frumkvæði sjálf og veiti einnig Alþingi og öðrum eftirlitsaðilum stuðning við að upplýsa málið að fullu og án tafa. 27. apríl 2018 18:10 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Árið í ár það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Sjá meira
Mál hafnfirskra systra, sem komst í hámæli í vor vegna afskipta Braga Guðbrandssonar, fyrrverandi forstjóra Barnaverndarstofu, hafa að mati lögmanns þeirra enn ekki fengið eðlilega rannsókn hjá lögreglu. Hann hefur lagt fram kærur fyrir hönd systranna og móður þeirra, bæði til ríkissaksóknara og héraðssaksóknara, þar sem kærðir eru ótilgreindir starfsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, vegna þeirrar málsmeðferðar sem tilkynningar barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar um möguleg kynferðisbrot föður stúlknanna fengu hjá lögreglu. „Ég tel að lögreglu hafi verið óheimilt að rannsaka ekki málin,“ segir Jóhann Baldursson, lögmaður mæðgnanna. Um er að ræða tvær kærur, aðra til héraðssaksóknara og hina til ríkissaksóknara. Kærurnar varða meðferð tveggja mála sem barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar tilkynnti til lögreglu með tæplega tveggja ára millibili, annars vegar í lok árs 2014 og hins vegar í árslok 2016. Fyrri kæran var send ríkissaksóknara fyrir rúmum tveimur mánuðum og varðar tilkynningu barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar til lögreglu í desember 2016 um sterkar vísbendingar um brot gegn stúlkunum sem fram komu í meðferð og viðtölum hjá meðferðaraðila. Engin lögreglurannsókn mun hafa farið fram í kjölfar þeirrar tilkynningar. Síðari kæran var hins vegar send héraðssaksóknara fyrir rúmum tveimur vikum og varðar meinta óeðlilega meðferð rannsóknarlögreglu í kjölfar fyrri tilkynningar barnaverndarnefndar vegna gruns um brot föðurins í lok árs 2014. Lögmaður mæðgnanna segist geta fullyrt að möguleg refsiverð háttsemi sem lögregla hafði upplýsingar um hafi ekki verið rannsökuð. Héraðssaksóknari rannsakar meint brot lögreglumanna í starfi og staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir að embættið hafi til meðferðar mál um hvort lögreglumenn hafi gerst sekir um refsivert athæfi við meðferð máls sem var lokið fyrir nokkru.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Bragi telur sig geta kollvarpað þeirri mynd sem dregin er upp af málinu Bragi Guðbrandsson hefur óskað eftir því að fá að koma fyrir velferðarnefnd Alþingis sem allra fyrst. 28. apríl 2018 12:54 Segir Braga ekki hafa gengið sinna erinda „Af faglegum ástæðum hef ég haft samskipti við hann á árum áður, þegar ég starfaði við barnavernd, en það eru sennilega yfir þrjátíu ár síðan ég hafði slík samskipti við hann.“ 28. apríl 2018 17:52 Hafa „hylmt yfir í öðru máli tengdu barnaníði“ Píratar krefjast þess að ríkisstjórn Íslands setji nú réttindi barna í algjöran forgang í máli Braga Guðbrandssonar og sýni bæði frumkvæði sjálf og veiti einnig Alþingi og öðrum eftirlitsaðilum stuðning við að upplýsa málið að fullu og án tafa. 27. apríl 2018 18:10 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Árið í ár það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Sjá meira
Bragi telur sig geta kollvarpað þeirri mynd sem dregin er upp af málinu Bragi Guðbrandsson hefur óskað eftir því að fá að koma fyrir velferðarnefnd Alþingis sem allra fyrst. 28. apríl 2018 12:54
Segir Braga ekki hafa gengið sinna erinda „Af faglegum ástæðum hef ég haft samskipti við hann á árum áður, þegar ég starfaði við barnavernd, en það eru sennilega yfir þrjátíu ár síðan ég hafði slík samskipti við hann.“ 28. apríl 2018 17:52
Hafa „hylmt yfir í öðru máli tengdu barnaníði“ Píratar krefjast þess að ríkisstjórn Íslands setji nú réttindi barna í algjöran forgang í máli Braga Guðbrandssonar og sýni bæði frumkvæði sjálf og veiti einnig Alþingi og öðrum eftirlitsaðilum stuðning við að upplýsa málið að fullu og án tafa. 27. apríl 2018 18:10