Rúmar 100 milljónir fóru í braggann í Nauthólsvík án útboðs Sigurður Mikael Jónsson skrifar 26. september 2018 09:00 Kostnaður við braggann fór yfir 400 milljónir. Fréttablaðið/Anton Brink Stærstur hluti innkaupa borgarinnar á fyrstu sex mánuðum ársins án útboðs var vegna framkvæmda við Nauthólsveg 100, sem er betur þekktur sem bragginn í Nauthólsvík. Mikið hefur verið fjallað um braggaframkvæmdina sem fór mörg hundruð milljónir fram úr áætlun. Kostnaður við hann endaði í 404 milljónum.Eyþór Arnalds, gagnrýndi hinn óútskýrða kostnað.Fréttablaðið greindi frá því í gær að á fyrstu sex mánuðum ársins hefði Reykjavíkurborg keypt sérfræðiþjónustu og ýmis önnur vörukaup án útboðs fyrir ríflega 574 milljónir, sem samsvarar ríflega 7 prósentum af heildarinnkaupum á tímabilinu. Samkvæmt sundurliðuðu yfirliti yfir innkaup borgarinnar yfir 1 milljón króna, sem blaðið hefur undir höndum, má sjá að af þessum 574 milljónum sem keypt var fyrir án útboðs, voru ríflega 102 milljónir vegna braggans umdeilda við Nauthólsveg; tæpar níu milljónir í kaup á sérfræðiþjónustu frá Securitas, verkfræðistofunni Eflu og arkitektastofunni Arkibúllunni. Mest munar um greiðslu til verktaka og fyrirtækja vegna svokallaðra „annarra vörukaupa“ sem nema ríflega 93 milljónum. Hæstar greiðslur eru til Smiðsins þíns slf. upp á rúmlega 31 milljón og Rafrúnar ehf. upp á rúmar 23 milljónir. Aðrar framkvæmdir sem útheimtu töluverð útgjöld hjá borginni utan útboðs á tímabilinu voru vegna breytinga á Perlunni, alls ríflega 58 milljónir. Hæsta greiðslan vegna kaupa á sérfræðiþjónustu þar er til verkfræðistofunnar Verkís hf. upp á tæpar 27 milljónir sem sér um framkvæmdirnar. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Braggamálið Skipulag Tengdar fréttir Ekki hægt að slá neinu föstu um mistök Borgarstjóri telur eðlilegt að skoða hvort húsafriðunaryfirvöld taki þátt í kostnaði við endurbætur á byggingum með sögulegt gildi. Endurbætur við gamlan bragga í Nauhólsvík hafa farið 257 milljónum króna fram úr áætlun. Forstöðumaður Minjastofnunar segist enga kröfu hafa gert um að haldið yrði í braggann. 20. september 2018 19:15 Hálfur milljarður án útboðs í borginni Á fyrstu sex mánuðum ársins námu innkaup Reykjavíkurborgar án útboðs ríflega 574 milljónum króna. Gerðar voru alvarlegar athugasemdir við kostnaðinn í innkauparáði. Oddviti Sjálfstæðisflokksins krefst skýringa. Borgarstjóri vildi ekki tjá sig um málið. 25. september 2018 06:00 Náðhús braggans kostaði 46 milljónir króna Sundurliðaður kostnaður við endurbyggingu umdeilds bragga kemur á óvart. 20. september 2018 16:47 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Sjá meira
Stærstur hluti innkaupa borgarinnar á fyrstu sex mánuðum ársins án útboðs var vegna framkvæmda við Nauthólsveg 100, sem er betur þekktur sem bragginn í Nauthólsvík. Mikið hefur verið fjallað um braggaframkvæmdina sem fór mörg hundruð milljónir fram úr áætlun. Kostnaður við hann endaði í 404 milljónum.Eyþór Arnalds, gagnrýndi hinn óútskýrða kostnað.Fréttablaðið greindi frá því í gær að á fyrstu sex mánuðum ársins hefði Reykjavíkurborg keypt sérfræðiþjónustu og ýmis önnur vörukaup án útboðs fyrir ríflega 574 milljónir, sem samsvarar ríflega 7 prósentum af heildarinnkaupum á tímabilinu. Samkvæmt sundurliðuðu yfirliti yfir innkaup borgarinnar yfir 1 milljón króna, sem blaðið hefur undir höndum, má sjá að af þessum 574 milljónum sem keypt var fyrir án útboðs, voru ríflega 102 milljónir vegna braggans umdeilda við Nauthólsveg; tæpar níu milljónir í kaup á sérfræðiþjónustu frá Securitas, verkfræðistofunni Eflu og arkitektastofunni Arkibúllunni. Mest munar um greiðslu til verktaka og fyrirtækja vegna svokallaðra „annarra vörukaupa“ sem nema ríflega 93 milljónum. Hæstar greiðslur eru til Smiðsins þíns slf. upp á rúmlega 31 milljón og Rafrúnar ehf. upp á rúmar 23 milljónir. Aðrar framkvæmdir sem útheimtu töluverð útgjöld hjá borginni utan útboðs á tímabilinu voru vegna breytinga á Perlunni, alls ríflega 58 milljónir. Hæsta greiðslan vegna kaupa á sérfræðiþjónustu þar er til verkfræðistofunnar Verkís hf. upp á tæpar 27 milljónir sem sér um framkvæmdirnar.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Braggamálið Skipulag Tengdar fréttir Ekki hægt að slá neinu föstu um mistök Borgarstjóri telur eðlilegt að skoða hvort húsafriðunaryfirvöld taki þátt í kostnaði við endurbætur á byggingum með sögulegt gildi. Endurbætur við gamlan bragga í Nauhólsvík hafa farið 257 milljónum króna fram úr áætlun. Forstöðumaður Minjastofnunar segist enga kröfu hafa gert um að haldið yrði í braggann. 20. september 2018 19:15 Hálfur milljarður án útboðs í borginni Á fyrstu sex mánuðum ársins námu innkaup Reykjavíkurborgar án útboðs ríflega 574 milljónum króna. Gerðar voru alvarlegar athugasemdir við kostnaðinn í innkauparáði. Oddviti Sjálfstæðisflokksins krefst skýringa. Borgarstjóri vildi ekki tjá sig um málið. 25. september 2018 06:00 Náðhús braggans kostaði 46 milljónir króna Sundurliðaður kostnaður við endurbyggingu umdeilds bragga kemur á óvart. 20. september 2018 16:47 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Sjá meira
Ekki hægt að slá neinu föstu um mistök Borgarstjóri telur eðlilegt að skoða hvort húsafriðunaryfirvöld taki þátt í kostnaði við endurbætur á byggingum með sögulegt gildi. Endurbætur við gamlan bragga í Nauhólsvík hafa farið 257 milljónum króna fram úr áætlun. Forstöðumaður Minjastofnunar segist enga kröfu hafa gert um að haldið yrði í braggann. 20. september 2018 19:15
Hálfur milljarður án útboðs í borginni Á fyrstu sex mánuðum ársins námu innkaup Reykjavíkurborgar án útboðs ríflega 574 milljónum króna. Gerðar voru alvarlegar athugasemdir við kostnaðinn í innkauparáði. Oddviti Sjálfstæðisflokksins krefst skýringa. Borgarstjóri vildi ekki tjá sig um málið. 25. september 2018 06:00
Náðhús braggans kostaði 46 milljónir króna Sundurliðaður kostnaður við endurbyggingu umdeilds bragga kemur á óvart. 20. september 2018 16:47