Hálfur milljarður án útboðs í borginni Sigurður Mikael Jónsson skrifar 25. september 2018 06:00 Mjög hár kostnaður sem þarfnast útskýringar, segir Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Fréttablaðið/Ernir Á fyrstu sex mánuðum ársins keypti Reykjavíkurborg það sem kallast sérfræðiþjónusta og önnur vörukaup án útboðs fyrir ríflega 574 milljónir króna. Þetta samsvarar ríflega 7 prósentum af heildarinnkaupum borgarinnar á tímabilinu. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir þetta óþægilega háa fjárhæð sem þarfnist útskýringa. Fyrr í mánuðinum gerði fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í innkauparáði borgarinnar athugasemdir við þennan óútskýrða kostnað eins og hann birtist í yfirliti skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar borgarinnar. Sagði fulltrúinn, Björn Gíslason, yfirlitið „ískyggilegt“ í bókun á fundi ráðsins. Guðlaug S. Sigurðardóttir, fjármálastjóri skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar, segir í svari við fyrirspurn blaðsins að rúmum 277 milljónum hafi verið varið í „kaup á sérfræðiþjónustu“ á fyrstu sex mánuðum ársins og ríflega 296 milljónir fóru í „önnur vörukaup“. Án útboðs. „Kaup á sérfræðiþjónustu og önnur vörukaup nema því samtals 574.273.893 krónum,“ segir Guðlaug. Hún vill þó setja upphæðina í samhengi við heildarfjárfestingu á fyrri helmingi ársins. „Þær 574 milljónir – heildarinnkaup án útboðs eru því 7,16% af 8.020 milljóna heildarinnkaupum.“Heildarinnkaup Reykjavíkurborgar á fyrstu 6 mánuðum ársins námu 8 milljörðum. Fréttablaðið/StefánFréttablaðið óskaði eftir sundurliðun á 574 milljónunum en fékk þau svör að innkauparáð myndi fá hana fyrst og fara yfir á næsta fundi. „Þetta er óþægilega há tala á stuttum tíma,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Nauðsynlegt sé að fá frekari útskýringar á kostnaðinum. „Þegar boðið er út færðu hagkvæmari innkaup en einnig er hafið yfir allan vafa að það séu engin önnur sjónarmið sem ráða. Þjóðin var hneyksluð á 22 milljóna króna ljósareikningi á Þingvöllum en ítrekað erum við að sjá í borginni tölur sem eru óútskýrðar eða framúrkeyrslu sem nemur hundruðum milljóna.“ Fréttablaðið leitaði viðbragða borgarstjóra vegna málsins en aðstoðarmaður hans vísaði á svar Guðlaugar og taldi ekki tilefni til að bregðast frekar við gagnrýni Sjálfstæðismanna. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Tengdar fréttir Leggja til staðarval fyrir nýtt sjúkrahús Borgarstjórnarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt til að borgarstjórn Reykjavíkur hafi frumkvæði að því að velja heppilegan stað fyrir uppbyggingu á öðru sjúkrahúsi í Reykjavík 18. september 2018 06:00 Borgin ver 450 milljónum í kaup á smáhýsum fyrir heimilislausa Borgarráð samþykkti fjárveitinguna á fundi sínum í morgun. 20. september 2018 17:37 Hugmyndafræðilega hrifin af tillögu Hildar Pawel Bartoszek og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, fulltrúar Viðreisnar í borgarstjórn, eru jákvæð út í tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að fjárframlög með grunnskólanemum verði jafn há í einkareknum og opinberum skólum. 18. september 2018 07:00 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Sjá meira
Á fyrstu sex mánuðum ársins keypti Reykjavíkurborg það sem kallast sérfræðiþjónusta og önnur vörukaup án útboðs fyrir ríflega 574 milljónir króna. Þetta samsvarar ríflega 7 prósentum af heildarinnkaupum borgarinnar á tímabilinu. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir þetta óþægilega háa fjárhæð sem þarfnist útskýringa. Fyrr í mánuðinum gerði fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í innkauparáði borgarinnar athugasemdir við þennan óútskýrða kostnað eins og hann birtist í yfirliti skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar borgarinnar. Sagði fulltrúinn, Björn Gíslason, yfirlitið „ískyggilegt“ í bókun á fundi ráðsins. Guðlaug S. Sigurðardóttir, fjármálastjóri skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar, segir í svari við fyrirspurn blaðsins að rúmum 277 milljónum hafi verið varið í „kaup á sérfræðiþjónustu“ á fyrstu sex mánuðum ársins og ríflega 296 milljónir fóru í „önnur vörukaup“. Án útboðs. „Kaup á sérfræðiþjónustu og önnur vörukaup nema því samtals 574.273.893 krónum,“ segir Guðlaug. Hún vill þó setja upphæðina í samhengi við heildarfjárfestingu á fyrri helmingi ársins. „Þær 574 milljónir – heildarinnkaup án útboðs eru því 7,16% af 8.020 milljóna heildarinnkaupum.“Heildarinnkaup Reykjavíkurborgar á fyrstu 6 mánuðum ársins námu 8 milljörðum. Fréttablaðið/StefánFréttablaðið óskaði eftir sundurliðun á 574 milljónunum en fékk þau svör að innkauparáð myndi fá hana fyrst og fara yfir á næsta fundi. „Þetta er óþægilega há tala á stuttum tíma,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Nauðsynlegt sé að fá frekari útskýringar á kostnaðinum. „Þegar boðið er út færðu hagkvæmari innkaup en einnig er hafið yfir allan vafa að það séu engin önnur sjónarmið sem ráða. Þjóðin var hneyksluð á 22 milljóna króna ljósareikningi á Þingvöllum en ítrekað erum við að sjá í borginni tölur sem eru óútskýrðar eða framúrkeyrslu sem nemur hundruðum milljóna.“ Fréttablaðið leitaði viðbragða borgarstjóra vegna málsins en aðstoðarmaður hans vísaði á svar Guðlaugar og taldi ekki tilefni til að bregðast frekar við gagnrýni Sjálfstæðismanna.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Tengdar fréttir Leggja til staðarval fyrir nýtt sjúkrahús Borgarstjórnarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt til að borgarstjórn Reykjavíkur hafi frumkvæði að því að velja heppilegan stað fyrir uppbyggingu á öðru sjúkrahúsi í Reykjavík 18. september 2018 06:00 Borgin ver 450 milljónum í kaup á smáhýsum fyrir heimilislausa Borgarráð samþykkti fjárveitinguna á fundi sínum í morgun. 20. september 2018 17:37 Hugmyndafræðilega hrifin af tillögu Hildar Pawel Bartoszek og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, fulltrúar Viðreisnar í borgarstjórn, eru jákvæð út í tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að fjárframlög með grunnskólanemum verði jafn há í einkareknum og opinberum skólum. 18. september 2018 07:00 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Sjá meira
Leggja til staðarval fyrir nýtt sjúkrahús Borgarstjórnarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt til að borgarstjórn Reykjavíkur hafi frumkvæði að því að velja heppilegan stað fyrir uppbyggingu á öðru sjúkrahúsi í Reykjavík 18. september 2018 06:00
Borgin ver 450 milljónum í kaup á smáhýsum fyrir heimilislausa Borgarráð samþykkti fjárveitinguna á fundi sínum í morgun. 20. september 2018 17:37
Hugmyndafræðilega hrifin af tillögu Hildar Pawel Bartoszek og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, fulltrúar Viðreisnar í borgarstjórn, eru jákvæð út í tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að fjárframlög með grunnskólanemum verði jafn há í einkareknum og opinberum skólum. 18. september 2018 07:00