„Ég er ekki að fara neitt“ Samúel Karl Ólason skrifar 24. september 2018 21:19 Brett Kavanaugh og Ashley Estes Kavanaugh. AP/Jacquelyn Martin „Ég er ekki að fara neitt,“ segir Brett Kavanaugh, sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt til Hæstaréttar. Tvær konur hafa stigið fram og sakað Kavanaugh um kynferðisbrot á árum áður en hann þvertekur fyrir að hafa brotið af sér. Þess í stað segir hann ásakanirnar drifnar áfram af pólitík og þær hafi dregið stjórnmálaumræðu Bandaríkjanna niður á lægra plan. Til stendur að bæði Kavanaugh og Christine Blasey Ford, skólasystir dómarans úr menntaskóla sem segir hann hafa reynt að nauðga sér, mæti á fund dómsmálanefndar öldungadeildarinnar á fimmtudaginn þar sem hvort þeirra mun segja sína sögu. Repúblikanar hafa nú sett á laggirnar herferð til að verja Kavanaugh og tilnefningu hans og til marks um það fóru Kavanaugh og eiginkona hans í viðtal hjá Fox News sem sýnt er nú í kvöld. Dagurinn byrjaði á því að Trump sagðist standa með Kavanaug „alla leið“ og að ásakanirnar væru runnar undan rifjum pólitískra andstæðinga sinna.Í kjölfarið sendi Kavanaugh bréf til nefndarinnar þar sem hann sagði að hann myndi ekki láta „ógna sér“ til að stíga til hliðar. Þá sagði hann að um herferð gegn sér væri að ræða og að markmið hennar væri að sverta mannorð hans."I'm not going to let false accusations drive us out of this process." —Brett Kavanaugh Watch @MarthaMacCallum's full interview with Judge Kavanaugh and his wife Ashley tonight on Fox News Channel at 7p ET. https://t.co/QFmLfIwW4Rpic.twitter.com/r8J2TUYQDj — Fox News (@FoxNews) September 24, 2018 Skömmu seinna, var Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana á öldungadeildinni, mættur í pontu þar sem hann sagði reiður að Demókratar væru búnir að kasta „allri þeirri drullu sem þeir hefðu skapað“. Hann sagði að það yrði kosið um tilnefningu Kavanaugh skömmu eftir fundinni á fimmtudaginn en hann nefndi þó enga dagsetningu. Kellyanne Conway, ráðgjafi Trump, sagði einnig í dag að ásakanirnar litu út fyrir að vera einhvers konar samsæri. Demókratar hafa kallað eftir því að hægt verði á tilnefningarferli Kavanaugh á meðan ásakanirnar verði rannsakaðar til fullnustu.Samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar er Trump sannfærður um að Demókratar og fjölmiðlar vinni í sameiningu að því að grafa undan Kavanaugh. Hann lítur á nýju ásakanirnar gegn dómaranum, sem voru birtar í gær, sem staðfestingu á því. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
„Ég er ekki að fara neitt,“ segir Brett Kavanaugh, sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt til Hæstaréttar. Tvær konur hafa stigið fram og sakað Kavanaugh um kynferðisbrot á árum áður en hann þvertekur fyrir að hafa brotið af sér. Þess í stað segir hann ásakanirnar drifnar áfram af pólitík og þær hafi dregið stjórnmálaumræðu Bandaríkjanna niður á lægra plan. Til stendur að bæði Kavanaugh og Christine Blasey Ford, skólasystir dómarans úr menntaskóla sem segir hann hafa reynt að nauðga sér, mæti á fund dómsmálanefndar öldungadeildarinnar á fimmtudaginn þar sem hvort þeirra mun segja sína sögu. Repúblikanar hafa nú sett á laggirnar herferð til að verja Kavanaugh og tilnefningu hans og til marks um það fóru Kavanaugh og eiginkona hans í viðtal hjá Fox News sem sýnt er nú í kvöld. Dagurinn byrjaði á því að Trump sagðist standa með Kavanaug „alla leið“ og að ásakanirnar væru runnar undan rifjum pólitískra andstæðinga sinna.Í kjölfarið sendi Kavanaugh bréf til nefndarinnar þar sem hann sagði að hann myndi ekki láta „ógna sér“ til að stíga til hliðar. Þá sagði hann að um herferð gegn sér væri að ræða og að markmið hennar væri að sverta mannorð hans."I'm not going to let false accusations drive us out of this process." —Brett Kavanaugh Watch @MarthaMacCallum's full interview with Judge Kavanaugh and his wife Ashley tonight on Fox News Channel at 7p ET. https://t.co/QFmLfIwW4Rpic.twitter.com/r8J2TUYQDj — Fox News (@FoxNews) September 24, 2018 Skömmu seinna, var Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana á öldungadeildinni, mættur í pontu þar sem hann sagði reiður að Demókratar væru búnir að kasta „allri þeirri drullu sem þeir hefðu skapað“. Hann sagði að það yrði kosið um tilnefningu Kavanaugh skömmu eftir fundinni á fimmtudaginn en hann nefndi þó enga dagsetningu. Kellyanne Conway, ráðgjafi Trump, sagði einnig í dag að ásakanirnar litu út fyrir að vera einhvers konar samsæri. Demókratar hafa kallað eftir því að hægt verði á tilnefningarferli Kavanaugh á meðan ásakanirnar verði rannsakaðar til fullnustu.Samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar er Trump sannfærður um að Demókratar og fjölmiðlar vinni í sameiningu að því að grafa undan Kavanaugh. Hann lítur á nýju ásakanirnar gegn dómaranum, sem voru birtar í gær, sem staðfestingu á því.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira