Örlög Rosenstein ráðast á fimmtudaginn Samúel Karl Ólason skrifar 24. september 2018 17:44 Rod Rosenstein, varadómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun halda starfi sínu, allavega þar til á fimmtudaginn. Vísir/AP Rod Rosenstein, varadómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun halda starfi sínu, allavega þar til á fimmtudaginn. Hann mætti til fundar við John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta Hússins, í dag og væntu fjölmiðlar þess að hann myndi annaðhvort segja af sér eða vera rekinn. Framtíð hans verður ráðin þegar hann mætir til fundar við Donald Trump, forseta, á fimmtudag. Trump og Rosenstein töluðu saman í síma í dag en Trump er nú staddur í New York vegna aðalfundar Sameinuðu þjóðanna og snýr aftur til Washington DC á fimmtudaginn.Rosenstein er sagður hafa verið viljugur til að segja af sér eftir að fregnir bárust af því að hann hafi lagt til í fyrra að hlera ætti forsetann. Hann ber ábyrgð á rannsókn sérstaks rannsakenda dómsmálaráðuneytisins, Roberts Mueller, á afskiptum rússneskra stjórnvalda af forsetakosningunum 2016, hvort framboð Trump hafi komið að afskiptunum með nokkrum hætti og aðra glæpi sem uppgötvast við rannsóknina.Sjá einnig: Hafnar fréttum um að hann hafi unnið að því að koma Trump frá völdumHverfi Rosenstein á braut gæti embættismaður hliðhollur forsetanum tekið við ábyrgð á rannsókninni og jafnvel hróflað við henni. Trump hefur ítrekað gagnrýnt rannsóknina og sagt hana vera nornaveiðar. Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump, Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, og Allen Weisselberg, fjármálastjóri Trump til margra ára, starfa nú allir með Robert Mueller í Rússarannsókninni. Þingmenn Demókrataflokksins hafa nú kallað á nýjan leik eftir því að þingið, sem stýrt er af Repúblikanaflokknum, grípi til aðgerða og verndi Rússarannsóknina svokölluðu á þann veg að hvorki Trump, né hver sem tæki við af Rosenstein ef honum yrði vikið úr starfi eða segi af sér, geti stöðvað hana.Rosenstein, repúblikani sem skipaður var í embætti af Trump, tók við yfirstjórn Rússarannsóknarinnar eftir að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, sagði rangt frá samskiptum sínum og Sergei Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Síðan þá hefur Trump sakað Rosenstein um vanhæfi þar sem hann skrifaði undir eftirlitsheimild gegn Carter Page, fyrrverandi starfsmann framboðs Trump, árið 2016. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Rod Rosenstein, varadómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun halda starfi sínu, allavega þar til á fimmtudaginn. Hann mætti til fundar við John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta Hússins, í dag og væntu fjölmiðlar þess að hann myndi annaðhvort segja af sér eða vera rekinn. Framtíð hans verður ráðin þegar hann mætir til fundar við Donald Trump, forseta, á fimmtudag. Trump og Rosenstein töluðu saman í síma í dag en Trump er nú staddur í New York vegna aðalfundar Sameinuðu þjóðanna og snýr aftur til Washington DC á fimmtudaginn.Rosenstein er sagður hafa verið viljugur til að segja af sér eftir að fregnir bárust af því að hann hafi lagt til í fyrra að hlera ætti forsetann. Hann ber ábyrgð á rannsókn sérstaks rannsakenda dómsmálaráðuneytisins, Roberts Mueller, á afskiptum rússneskra stjórnvalda af forsetakosningunum 2016, hvort framboð Trump hafi komið að afskiptunum með nokkrum hætti og aðra glæpi sem uppgötvast við rannsóknina.Sjá einnig: Hafnar fréttum um að hann hafi unnið að því að koma Trump frá völdumHverfi Rosenstein á braut gæti embættismaður hliðhollur forsetanum tekið við ábyrgð á rannsókninni og jafnvel hróflað við henni. Trump hefur ítrekað gagnrýnt rannsóknina og sagt hana vera nornaveiðar. Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump, Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, og Allen Weisselberg, fjármálastjóri Trump til margra ára, starfa nú allir með Robert Mueller í Rússarannsókninni. Þingmenn Demókrataflokksins hafa nú kallað á nýjan leik eftir því að þingið, sem stýrt er af Repúblikanaflokknum, grípi til aðgerða og verndi Rússarannsóknina svokölluðu á þann veg að hvorki Trump, né hver sem tæki við af Rosenstein ef honum yrði vikið úr starfi eða segi af sér, geti stöðvað hana.Rosenstein, repúblikani sem skipaður var í embætti af Trump, tók við yfirstjórn Rússarannsóknarinnar eftir að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, sagði rangt frá samskiptum sínum og Sergei Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Síðan þá hefur Trump sakað Rosenstein um vanhæfi þar sem hann skrifaði undir eftirlitsheimild gegn Carter Page, fyrrverandi starfsmann framboðs Trump, árið 2016.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira