Hagsmunir hvaða sjúklinga? Birgir Jakobsson skrifar 25. september 2018 07:00 Síðustu vikur hefur umræða um heilbrigðismál og hagsmuni sjúklinga ratað í ýmsa fréttamiðla. Umræðan hefur meðal annars snúist um það að heilbrigðiskerfið eigi að vera þess eðlis að hagsmunir sjúklinga séu í forgangi þegar þjónustan er skipulögð. Allir hljóta að geta verið sammála um þá staðhæfingu, en spurningin er bara – hagsmunir hvaða sjúklinga? Þeirra sem hafa alvarlegustu sjúkdómana, fleiri en einn sjúkdóm sem ekki er óalgengt hjá eldra fólki og þeirra sem hafa verst lífskjör og eiga erfiðast með að fóta sig í kerfinu? Eða eru það hagsmunir þeirra sem hafa tiltölulega einföld heilbrigðisvandamál, sem sjúklingarnir geta sinnt sjálfir með ráðgjöf og sem í mörgum tilfellum ganga yfir af sjálfu sér? Við viljum að sjálfsögðu hafa heilbrigðiskerfi sem getur sinnt þessu öllu en það mun koma að því að við þurfum að velja. Við stöndum frammi fyrir þeirri ánægjulegu staðreynd að lífaldur þjóðarinnar fer hækkandi. Það getur þýtt að fyrrnefndi hópurinn fari vaxandi. Í skýrslu McKinsey frá 2016 segir að á síðustu árum hafi orðið veruleg aukning í starfsemi stofulækna og starfsemi að sama skapi flust út af Landspítala óháð því hvort tillit hafi verið tekið til þess að starfsemin væri betur komin inni á spítalanum. McKinsey bendir enn fremur á að greiðslukerfi stofulækna hvetji til einfaldra heimsókna á kostnað flóknari og tímafrekari sjúklinga. Embætti landlæknis gerði könnun um tíðni aðgerða á einkastofum og fann greinilegar ábendingar um oflækningar. Þá hefur Ríkisendurskoðun bent á það að fjármunir hafi flust úr opinberu heilbrigðisþjónustunni inn í stofurekstur sérgreinalækna sl. áratug. Allt hefur þetta gert það að verkum að sjúklingar með alvarlega sjúkdóma og fjölþætt heilbrigðisvandamál og þeir sem hafa verst lífskjörin, sjúklingar sem þurfa aðkomu fleiri heilbrigðisstétta, fá nú verri þjónustu og reka sig á fleiri veggi áður en þeir fá lausn sinna mála. Nú stendur til að breyta þessu. Heilbrigðisráðherra leggur áherslu á styrkingu opinbera heilbrigðiskerfisins, heilsugæsluna um allt land sem fyrsta viðkomustað sjúklinga með breiðri aðkomu fleiri heilbrigðisstétta, og að auka aðgengi að sérgreinalæknum fyrir alla landsmenn með því að styrkja göngudeildarstarfsemi sjúkrahúsanna, ekki síst Landspítala, þar sem auðveldara er að koma við teymisvinnu fleiri fagstétta. Til þess að koma þessu til leiðar þarf fleiri sérgreinalækna inn á sjúkrahúsin enda er það ein af niðurstöðum McKinsey að Landspítalinn sé mun verr mannaður af reyndum sérfræðingum en sambærileg sjúkrahús annars staðar á Norðurlöndunum. Þetta er ekki hægt að gera á meðan sérgreinalæknar fá bæði betur greitt og einfaldari sjúklinga þegar þeir starfa á rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Það er enginn að tala um að afnema stofulækna. En það þarf að gera þjónustu þeirra markvissari svo kunnátta sérgreinalækna sé notuð á réttan hátt. Útboðsleið, sem hefur verið viðruð sem hugmynd af ýmsum aðilum, er ein þeirra leiða sem eru til skoðunar í ráðuneytinu. Það er misskilningur að skapa þurfi tækifæri fyrir íslenska heilbrigðisstarfsmenn í námi erlendis með því að bjóða þeim starf á stofu. Flestir íslenskir læknar eru í sérnámi á háskólasjúkrahúsum erlendis og koma því aðeins heim að þeim sé boðin sambærileg starfsaðstaða hér á landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu vikur hefur umræða um heilbrigðismál og hagsmuni sjúklinga ratað í ýmsa fréttamiðla. Umræðan hefur meðal annars snúist um það að heilbrigðiskerfið eigi að vera þess eðlis að hagsmunir sjúklinga séu í forgangi þegar þjónustan er skipulögð. Allir hljóta að geta verið sammála um þá staðhæfingu, en spurningin er bara – hagsmunir hvaða sjúklinga? Þeirra sem hafa alvarlegustu sjúkdómana, fleiri en einn sjúkdóm sem ekki er óalgengt hjá eldra fólki og þeirra sem hafa verst lífskjör og eiga erfiðast með að fóta sig í kerfinu? Eða eru það hagsmunir þeirra sem hafa tiltölulega einföld heilbrigðisvandamál, sem sjúklingarnir geta sinnt sjálfir með ráðgjöf og sem í mörgum tilfellum ganga yfir af sjálfu sér? Við viljum að sjálfsögðu hafa heilbrigðiskerfi sem getur sinnt þessu öllu en það mun koma að því að við þurfum að velja. Við stöndum frammi fyrir þeirri ánægjulegu staðreynd að lífaldur þjóðarinnar fer hækkandi. Það getur þýtt að fyrrnefndi hópurinn fari vaxandi. Í skýrslu McKinsey frá 2016 segir að á síðustu árum hafi orðið veruleg aukning í starfsemi stofulækna og starfsemi að sama skapi flust út af Landspítala óháð því hvort tillit hafi verið tekið til þess að starfsemin væri betur komin inni á spítalanum. McKinsey bendir enn fremur á að greiðslukerfi stofulækna hvetji til einfaldra heimsókna á kostnað flóknari og tímafrekari sjúklinga. Embætti landlæknis gerði könnun um tíðni aðgerða á einkastofum og fann greinilegar ábendingar um oflækningar. Þá hefur Ríkisendurskoðun bent á það að fjármunir hafi flust úr opinberu heilbrigðisþjónustunni inn í stofurekstur sérgreinalækna sl. áratug. Allt hefur þetta gert það að verkum að sjúklingar með alvarlega sjúkdóma og fjölþætt heilbrigðisvandamál og þeir sem hafa verst lífskjörin, sjúklingar sem þurfa aðkomu fleiri heilbrigðisstétta, fá nú verri þjónustu og reka sig á fleiri veggi áður en þeir fá lausn sinna mála. Nú stendur til að breyta þessu. Heilbrigðisráðherra leggur áherslu á styrkingu opinbera heilbrigðiskerfisins, heilsugæsluna um allt land sem fyrsta viðkomustað sjúklinga með breiðri aðkomu fleiri heilbrigðisstétta, og að auka aðgengi að sérgreinalæknum fyrir alla landsmenn með því að styrkja göngudeildarstarfsemi sjúkrahúsanna, ekki síst Landspítala, þar sem auðveldara er að koma við teymisvinnu fleiri fagstétta. Til þess að koma þessu til leiðar þarf fleiri sérgreinalækna inn á sjúkrahúsin enda er það ein af niðurstöðum McKinsey að Landspítalinn sé mun verr mannaður af reyndum sérfræðingum en sambærileg sjúkrahús annars staðar á Norðurlöndunum. Þetta er ekki hægt að gera á meðan sérgreinalæknar fá bæði betur greitt og einfaldari sjúklinga þegar þeir starfa á rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Það er enginn að tala um að afnema stofulækna. En það þarf að gera þjónustu þeirra markvissari svo kunnátta sérgreinalækna sé notuð á réttan hátt. Útboðsleið, sem hefur verið viðruð sem hugmynd af ýmsum aðilum, er ein þeirra leiða sem eru til skoðunar í ráðuneytinu. Það er misskilningur að skapa þurfi tækifæri fyrir íslenska heilbrigðisstarfsmenn í námi erlendis með því að bjóða þeim starf á stofu. Flestir íslenskir læknar eru í sérnámi á háskólasjúkrahúsum erlendis og koma því aðeins heim að þeim sé boðin sambærileg starfsaðstaða hér á landi.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun