Klám og káf Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 24. september 2018 07:00 Sumt er svo sjálfsagt að engin þörf ætti að vera á að setja það í reglur. Þetta á til dæmis við um almenna kurteisi sem svo eðlilegt er að fólk temji sér í samskiptum við aðra. Hverjum og einum einstaklingi sem er tamt að sýna kurteisi í samskiptum er ljóst að sumt gerir maður alls ekki. Þannig ætti ekki að þurfa að setja vinnustaðareglur um það að einstaklingar séu ekki að angra aðra með óviðeigandi tölvupósti og sýni þá sjálfstjórn að sleppa því að tala niðrandi til annarra og láti vera að káfa á öðrum. Klámhundar og káfarar hafa aldrei vakið sérlega lukku, þótt þeir ímyndi sér annað. Alltaf eru þó einhverjir sem átta sig engan veginn á þessu. Karlmaður sem klæmist við kvenkyns vinnufélaga telur sig jafnvel vera að slá á létta strengi. Hann kann jafnvel að ætla sem svo að hann eigi í afar skemmtilegum samskiptum þegar hann káfar á konu, eins og hann telur sig eiga fullan rétt á. Engum er þó skemmt nema honum. Þá þarf að koma honum í skilning um það. Ekki ætti að vera erfitt að siða slíkan mann til, en þá þarf áhugi til þess að vera fyrir hendi. Stundum er áhuginn í lágmarki, nánast enginn. Flestir þekkja dæmi um að stjórnendur kjósi að taka ekki á erfiðum málum í þeirri von að þau hverfi. Reyndin er sú að þau hlaða utan á sig. Vanda má afstýra ef tekið er á honum strax. Starfsmannastjóri og/eða forstjóri eiga að bregðast við með því að kalla til sín þann mann sem er að valda samstarfsfólki óþægindum og segja honum að ef hann láti ekki af því að senda óviðeigandi tölvupósta eða segja afdankaða klámbrandara þá verði honum sagt upp störfum. Hann hafi ekki leyfi til að eitra andrúmsloft á vinnustaðnum. Sömuleiðis á káfari ekki að fá að vaða uppi og áreita aðra. Hann tekur sig á eða víkur. Þarna hefur dóninn val. Það er ekkert harkalegt við þessi skilyrði. Þarna er verið að taka á málum af festu, eins og er skylt að gera. Af hverju var ekki hægt að vinna á þennan hátt hjá Orkuveitu Reykjavíkur? Þar kvartaði kona ítrekað undan vinnufélaga, karlmanni sem hegðaði sér á óviðeigandi hátt. Ekki verður annað séð en að viðbrögð þeirra sem taka áttu á málinu hafi verið þau að andvarpa og afgreiða málið með því konan væri með vesen. Hvað á að gera við konu sem er með vesen og lætur sér ekki segjast? Lausnin var einföld, henni var sagt upp störfum. Sem er einfaldlega galið! Það er hlálegt að hjá Orkuveitu Reykjavíkur sé í gildi jafnréttisstefna sem þótti á sínum tíma svo metnaðarfull að hún var verðlaunuð. Þarna er skólabókardæmi um það að hægt er að setja alls kyns fagurlega orðuð markmið á blað, jafnvel gera þau að reglum, en það jafngildir engan veginn því að þeim sé framfylgt af sannfæringu. Ýmislegt rotið leynist svo auðveldlega undir snyrtilegu yfirborði. Þá er þörf á umtalsverðri hreingerningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Sumt er svo sjálfsagt að engin þörf ætti að vera á að setja það í reglur. Þetta á til dæmis við um almenna kurteisi sem svo eðlilegt er að fólk temji sér í samskiptum við aðra. Hverjum og einum einstaklingi sem er tamt að sýna kurteisi í samskiptum er ljóst að sumt gerir maður alls ekki. Þannig ætti ekki að þurfa að setja vinnustaðareglur um það að einstaklingar séu ekki að angra aðra með óviðeigandi tölvupósti og sýni þá sjálfstjórn að sleppa því að tala niðrandi til annarra og láti vera að káfa á öðrum. Klámhundar og káfarar hafa aldrei vakið sérlega lukku, þótt þeir ímyndi sér annað. Alltaf eru þó einhverjir sem átta sig engan veginn á þessu. Karlmaður sem klæmist við kvenkyns vinnufélaga telur sig jafnvel vera að slá á létta strengi. Hann kann jafnvel að ætla sem svo að hann eigi í afar skemmtilegum samskiptum þegar hann káfar á konu, eins og hann telur sig eiga fullan rétt á. Engum er þó skemmt nema honum. Þá þarf að koma honum í skilning um það. Ekki ætti að vera erfitt að siða slíkan mann til, en þá þarf áhugi til þess að vera fyrir hendi. Stundum er áhuginn í lágmarki, nánast enginn. Flestir þekkja dæmi um að stjórnendur kjósi að taka ekki á erfiðum málum í þeirri von að þau hverfi. Reyndin er sú að þau hlaða utan á sig. Vanda má afstýra ef tekið er á honum strax. Starfsmannastjóri og/eða forstjóri eiga að bregðast við með því að kalla til sín þann mann sem er að valda samstarfsfólki óþægindum og segja honum að ef hann láti ekki af því að senda óviðeigandi tölvupósta eða segja afdankaða klámbrandara þá verði honum sagt upp störfum. Hann hafi ekki leyfi til að eitra andrúmsloft á vinnustaðnum. Sömuleiðis á káfari ekki að fá að vaða uppi og áreita aðra. Hann tekur sig á eða víkur. Þarna hefur dóninn val. Það er ekkert harkalegt við þessi skilyrði. Þarna er verið að taka á málum af festu, eins og er skylt að gera. Af hverju var ekki hægt að vinna á þennan hátt hjá Orkuveitu Reykjavíkur? Þar kvartaði kona ítrekað undan vinnufélaga, karlmanni sem hegðaði sér á óviðeigandi hátt. Ekki verður annað séð en að viðbrögð þeirra sem taka áttu á málinu hafi verið þau að andvarpa og afgreiða málið með því konan væri með vesen. Hvað á að gera við konu sem er með vesen og lætur sér ekki segjast? Lausnin var einföld, henni var sagt upp störfum. Sem er einfaldlega galið! Það er hlálegt að hjá Orkuveitu Reykjavíkur sé í gildi jafnréttisstefna sem þótti á sínum tíma svo metnaðarfull að hún var verðlaunuð. Þarna er skólabókardæmi um það að hægt er að setja alls kyns fagurlega orðuð markmið á blað, jafnvel gera þau að reglum, en það jafngildir engan veginn því að þeim sé framfylgt af sannfæringu. Ýmislegt rotið leynist svo auðveldlega undir snyrtilegu yfirborði. Þá er þörf á umtalsverðri hreingerningu.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun