Baráttan við snjallsímana Lára G. Sigurðardóttir skrifar 24. september 2018 07:00 Fyrir manneskju sem ólst upp við að klifra í stillansum, gera fimleika á húsþökum, teika bíla og leika sér úti fram á nótt er ákveðin áskorun að höndla nútímatækni. Eins og snjallsímar geta verið mikil undratæki þá hef ég blendnar tilfinningar gagnvart þeim. Mér finnst til dæmis gott að geta séð í símanum hvar strákarnir mínir eru niðurkomnir og hef gaman af að fylgjast með lífi vina minna. Síðan létta mörg snjallforrit eins og Google Maps manni lífið – ég er til dæmis næstum alveg hætt að villast. Á hinn bóginn vaknar stundum þessi óþægilega tilfinning að ég sé ekki að standa mig á samfélagsmiðlum. Ég næ t.d. engan veginn að óska öllum fésbókarvinum mínum og börnum þeirra til hamingju með afmælið og hin ýmsu afrek. Mestu áhyggjurnar eru þó vegna snjallsímanotkunar barnanna. Ég fæ á tilfinninguna að einhver hafi skipt á mínum börnum fyrir þessi andlausu börn sem stara á símann. Þau verða eitthvað svo svipbrigðalítil, áhugalaus og fjarlæg. Og mér finnst ég ekki hafa haft minnstu yfirsýn yfir hvað skilaboð eru að móta hugsanir þeirra. Nú horfi ég fram á betri tíma því Apple var að gefa út nýtt iOS-stýrikerfi fyrir snjalltæki þar sem hægt er að fylgjast með skjánotkun barnanna (vonandi fetar Google í sömu fótspor með Android). Fyrsta skrefið er þó að fylgjast með minni eigin skjánotkun og ég er byrjuð að setja tímamörk á hin og þessi snjallforrit. Ég verð enn jafn hissa þegar skjárinn sýnir mér að ég sé búin með tímann minn en jafnframt fegin að geta sannfært börnin um að það sé gott að setja sér mörk og standa við þau. Það er líka svo frelsandi að slíta sig frá skjánum og vakna aftur til hins raunverulega lífs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir manneskju sem ólst upp við að klifra í stillansum, gera fimleika á húsþökum, teika bíla og leika sér úti fram á nótt er ákveðin áskorun að höndla nútímatækni. Eins og snjallsímar geta verið mikil undratæki þá hef ég blendnar tilfinningar gagnvart þeim. Mér finnst til dæmis gott að geta séð í símanum hvar strákarnir mínir eru niðurkomnir og hef gaman af að fylgjast með lífi vina minna. Síðan létta mörg snjallforrit eins og Google Maps manni lífið – ég er til dæmis næstum alveg hætt að villast. Á hinn bóginn vaknar stundum þessi óþægilega tilfinning að ég sé ekki að standa mig á samfélagsmiðlum. Ég næ t.d. engan veginn að óska öllum fésbókarvinum mínum og börnum þeirra til hamingju með afmælið og hin ýmsu afrek. Mestu áhyggjurnar eru þó vegna snjallsímanotkunar barnanna. Ég fæ á tilfinninguna að einhver hafi skipt á mínum börnum fyrir þessi andlausu börn sem stara á símann. Þau verða eitthvað svo svipbrigðalítil, áhugalaus og fjarlæg. Og mér finnst ég ekki hafa haft minnstu yfirsýn yfir hvað skilaboð eru að móta hugsanir þeirra. Nú horfi ég fram á betri tíma því Apple var að gefa út nýtt iOS-stýrikerfi fyrir snjalltæki þar sem hægt er að fylgjast með skjánotkun barnanna (vonandi fetar Google í sömu fótspor með Android). Fyrsta skrefið er þó að fylgjast með minni eigin skjánotkun og ég er byrjuð að setja tímamörk á hin og þessi snjallforrit. Ég verð enn jafn hissa þegar skjárinn sýnir mér að ég sé búin með tímann minn en jafnframt fegin að geta sannfært börnin um að það sé gott að setja sér mörk og standa við þau. Það er líka svo frelsandi að slíta sig frá skjánum og vakna aftur til hins raunverulega lífs.
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar