Ýjar að því að starf Rosenstein sé í hættu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. september 2018 23:30 Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Vísir/Getty Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur ýjað að því í viðtali við Fox News að starf Rod Rosensteins, aðstoðardómsmálaráðherra og yfirmanns Roberts Muellers sem rannsakar meint afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum og tengsl þeirra við framboð Bandaríkjaforseta, sé í hættu.Þetta kemur fram í viðtali við Pompeo sem birt verður á sunnudaginn en bútar úr því hafa verið sýndir. Í viðtalinu er Pompeo spurður um frétt New York Times þar sem blaðið hafði eftir heimildarmönnum að Rosenstein hafi rætt möguleikann á að virkja ákvæði í stjórnarskrá Bandaríkjanna um að koma Bandaríkjaforseta frá völdum og lagt til hljóðrita Trump til að sýna fram á ringulreiðina sem ríki í Hvíta húsinu. Rosenstein hefur hafnað fréttaflutning blaðsins.Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.Vísir/AP„Ef þú getur ekki verið einn af liðinu, ef þú styður ekki það sem við erum að gera, þá ættirðu kannski að vera að gera eitthvað annað,“ er haft eftir Pompeo í viðtalinu. Er hann þá spurður hvort að það sem Rosenstein er sagður hafa verið að áætla feli það í sér að vera liðsmaður í liðinu. „Ekki nálægt því,“ svarar Pompeo. Rannsókn Muellers hefur verið sem þyrnir í augum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna um lengri tíma og hefur sú reiði oftar en ekki beinst að Rosenstein sem varð yfirmaður hennar eftir að Jeff Session, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði sig frá rannsókninni.Trump hefur ítrekað verið sagður vilja losna við Rosenstein og eftir að frétt New York Times um Rosenstein birtist í vikunni hafa vangaveltur þess efnis að Trump muni láta verða að því að reka Rosenstein orðið fyrirferðarmeira. Sjálfur ýtti Trump undir slíkar vangaveltur á föstudaginn á fjöldafundi í Springfield í Missouri þar sem hann hét því að losa Bandarísku alríkislögreglunna og dómsmálaráðuneytið undan „óþef svikseminnar“.Chris asks Secretary of State Mike Pompeo about Deputy Attorney General Rosenstein reportedly talking about secretly recording President Trump. Full interview tomorrow 2PM / 7PM ET on Fox News Channel. Check your local listings for morning air times. pic.twitter.com/LYs3THF6u2 — FoxNewsSunday (@FoxNewsSunday) September 22, 2018 Donald Trump Tengdar fréttir Trump þrýsti á dómsmálaráðherrann að taka aftur yfir Rússarannsóknina Krafa forsetans um að dómsmálaráðherrann drægi yfirlýsingu sína um vanhæfi til baka er sögð óvenjuleg og mögulega óviðeigandi. Þrýstingur Trump um það er sagður til rannsóknar. 30. maí 2018 17:48 Hafnar fréttum um að hann hafi unnið að því að koma Trump frá völdum Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Rod Rosenstein, hefur hafnað fréttum um að hann hafi rætt möguleikann á að virkja ákvæði í stjórnarskrá Bandaríkjanna um að koma Bandaríkjaforseta frá völdum. 21. september 2018 22:07 Vilja bola umsjónarmanni Rússarannsóknarinnar úr embætti Tveir af íhaldsamari meðlimum bandaríska Repúblikanaflokksins vinna nú að því að víkja aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Rod Rosenstein, úr starfi. 26. júlí 2018 06:48 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Fleiri fréttir Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur ýjað að því í viðtali við Fox News að starf Rod Rosensteins, aðstoðardómsmálaráðherra og yfirmanns Roberts Muellers sem rannsakar meint afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum og tengsl þeirra við framboð Bandaríkjaforseta, sé í hættu.Þetta kemur fram í viðtali við Pompeo sem birt verður á sunnudaginn en bútar úr því hafa verið sýndir. Í viðtalinu er Pompeo spurður um frétt New York Times þar sem blaðið hafði eftir heimildarmönnum að Rosenstein hafi rætt möguleikann á að virkja ákvæði í stjórnarskrá Bandaríkjanna um að koma Bandaríkjaforseta frá völdum og lagt til hljóðrita Trump til að sýna fram á ringulreiðina sem ríki í Hvíta húsinu. Rosenstein hefur hafnað fréttaflutning blaðsins.Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.Vísir/AP„Ef þú getur ekki verið einn af liðinu, ef þú styður ekki það sem við erum að gera, þá ættirðu kannski að vera að gera eitthvað annað,“ er haft eftir Pompeo í viðtalinu. Er hann þá spurður hvort að það sem Rosenstein er sagður hafa verið að áætla feli það í sér að vera liðsmaður í liðinu. „Ekki nálægt því,“ svarar Pompeo. Rannsókn Muellers hefur verið sem þyrnir í augum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna um lengri tíma og hefur sú reiði oftar en ekki beinst að Rosenstein sem varð yfirmaður hennar eftir að Jeff Session, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði sig frá rannsókninni.Trump hefur ítrekað verið sagður vilja losna við Rosenstein og eftir að frétt New York Times um Rosenstein birtist í vikunni hafa vangaveltur þess efnis að Trump muni láta verða að því að reka Rosenstein orðið fyrirferðarmeira. Sjálfur ýtti Trump undir slíkar vangaveltur á föstudaginn á fjöldafundi í Springfield í Missouri þar sem hann hét því að losa Bandarísku alríkislögreglunna og dómsmálaráðuneytið undan „óþef svikseminnar“.Chris asks Secretary of State Mike Pompeo about Deputy Attorney General Rosenstein reportedly talking about secretly recording President Trump. Full interview tomorrow 2PM / 7PM ET on Fox News Channel. Check your local listings for morning air times. pic.twitter.com/LYs3THF6u2 — FoxNewsSunday (@FoxNewsSunday) September 22, 2018
Donald Trump Tengdar fréttir Trump þrýsti á dómsmálaráðherrann að taka aftur yfir Rússarannsóknina Krafa forsetans um að dómsmálaráðherrann drægi yfirlýsingu sína um vanhæfi til baka er sögð óvenjuleg og mögulega óviðeigandi. Þrýstingur Trump um það er sagður til rannsóknar. 30. maí 2018 17:48 Hafnar fréttum um að hann hafi unnið að því að koma Trump frá völdum Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Rod Rosenstein, hefur hafnað fréttum um að hann hafi rætt möguleikann á að virkja ákvæði í stjórnarskrá Bandaríkjanna um að koma Bandaríkjaforseta frá völdum. 21. september 2018 22:07 Vilja bola umsjónarmanni Rússarannsóknarinnar úr embætti Tveir af íhaldsamari meðlimum bandaríska Repúblikanaflokksins vinna nú að því að víkja aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Rod Rosenstein, úr starfi. 26. júlí 2018 06:48 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Fleiri fréttir Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Sjá meira
Trump þrýsti á dómsmálaráðherrann að taka aftur yfir Rússarannsóknina Krafa forsetans um að dómsmálaráðherrann drægi yfirlýsingu sína um vanhæfi til baka er sögð óvenjuleg og mögulega óviðeigandi. Þrýstingur Trump um það er sagður til rannsóknar. 30. maí 2018 17:48
Hafnar fréttum um að hann hafi unnið að því að koma Trump frá völdum Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Rod Rosenstein, hefur hafnað fréttum um að hann hafi rætt möguleikann á að virkja ákvæði í stjórnarskrá Bandaríkjanna um að koma Bandaríkjaforseta frá völdum. 21. september 2018 22:07
Vilja bola umsjónarmanni Rússarannsóknarinnar úr embætti Tveir af íhaldsamari meðlimum bandaríska Repúblikanaflokksins vinna nú að því að víkja aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Rod Rosenstein, úr starfi. 26. júlí 2018 06:48