Minnst fimm Íslendingar hafa sótt um dánaraðstoð Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. september 2018 19:26 Minnst fimm Íslendingar hafa sótt um dánaraðstoð í Sviss. Þar af hefur einn Íslendingur fengið ósk sína uppfyllta. Formaður Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð, segir íslenska lækna oft trega til að skrifa undir gögn sem nauðsynleg eru til að fara þessa leið. Erlendir sérfræðingar segja Íslendinga geta lært af því sem gefist hefur vel í öðrum löndum. Málþing um dánaraðstoð og líknandi meðferðar fór fram í dag en íslensk lög heimila ekki dánaraðstoð. „Eftir að við stofnuðum félagið, í janúar 2017, þá vitum við allavega um fjóra einstaklinga sem eru í dag að sækja um dánaraðstoð í Sviss,“ segir Ingrid Kuhlman, formaður Lífsvirðingar. Meðal framsögumanna í dag voru læknar frá Belgíu og Hollandi sem eru á meðal fremstu sérfræðinga í Evrópu um dánaraðstoð og líknandi meðferðir. „Ég er sannfærður um að fólk á Íslandi, bæði stjórnmálamenn, almenningur, hjúkrunarfræðingar og læknar, þurfa að kynna sér reynslu Hollendinga, Belga og Lúxemborgara af að veita heildstæða aðstoð við að binda enda á líf sem felur í sér möguleikann á líknardauða,“ segir Jan Bernheim, krabbameinslæknir og prófessor emeritus í læknisfræði. „Það er mikilvægt að samþykkja lög eða setja reglugerð sem kveður á um að allir einstaklingar frá Íslandi eigi þann valkost að binda enda á eigið líf þegar fólk stendur frammi fyrir því að deyja kvalafullum dauða og fólk vill deyja sársaukalaust. Á Íslandi er fólki ekki heimilt að taka ákvörðun um slíkt. Það þarf að skoða málið gaumgæfilega en það væri heimskulegt að skoða ekki reynslu Belga og Hollendinga,“ segir Rob Jonquire, framkvæmdastjóri World Federation of Right to Die Societies. Ingrid er kunnugt um einn Íslending sem fékk ósk sína uppfyllta árið 2013 en það er ekki einfalt ferli sem þarf að fara í gegnum til að fá dánaraðstoð. „Það hefur gengið brösuglega hérlendis að fá gögn frá læknum. Við vitum um eitt tilfelli hérlendis þar sem þarf að fá yfirlýsingu frá lækni um að viðkomandi sé með ráð og rænu. Og það hefur hingað til ekki gengið, geðlæknirinn neitar að gefa þessa yfirlýsingu og þarf af leiðandi er ferlið frekar flókið.“ Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mun í næstu viku endurflytja þingsályktunartillögu um dánaraðstoð sem kveður á um að heilbrigðisráðherra verði falið að taka málið til skoðunar. „Það þarf að skoða málið gaumgæfilega en það væri heimskulegt að líta ekki til reynslu Belga og Hollendinga,“ segir Jan Bernheim. Dánaraðstoð Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Minnst fimm Íslendingar hafa sótt um dánaraðstoð í Sviss. Þar af hefur einn Íslendingur fengið ósk sína uppfyllta. Formaður Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð, segir íslenska lækna oft trega til að skrifa undir gögn sem nauðsynleg eru til að fara þessa leið. Erlendir sérfræðingar segja Íslendinga geta lært af því sem gefist hefur vel í öðrum löndum. Málþing um dánaraðstoð og líknandi meðferðar fór fram í dag en íslensk lög heimila ekki dánaraðstoð. „Eftir að við stofnuðum félagið, í janúar 2017, þá vitum við allavega um fjóra einstaklinga sem eru í dag að sækja um dánaraðstoð í Sviss,“ segir Ingrid Kuhlman, formaður Lífsvirðingar. Meðal framsögumanna í dag voru læknar frá Belgíu og Hollandi sem eru á meðal fremstu sérfræðinga í Evrópu um dánaraðstoð og líknandi meðferðir. „Ég er sannfærður um að fólk á Íslandi, bæði stjórnmálamenn, almenningur, hjúkrunarfræðingar og læknar, þurfa að kynna sér reynslu Hollendinga, Belga og Lúxemborgara af að veita heildstæða aðstoð við að binda enda á líf sem felur í sér möguleikann á líknardauða,“ segir Jan Bernheim, krabbameinslæknir og prófessor emeritus í læknisfræði. „Það er mikilvægt að samþykkja lög eða setja reglugerð sem kveður á um að allir einstaklingar frá Íslandi eigi þann valkost að binda enda á eigið líf þegar fólk stendur frammi fyrir því að deyja kvalafullum dauða og fólk vill deyja sársaukalaust. Á Íslandi er fólki ekki heimilt að taka ákvörðun um slíkt. Það þarf að skoða málið gaumgæfilega en það væri heimskulegt að skoða ekki reynslu Belga og Hollendinga,“ segir Rob Jonquire, framkvæmdastjóri World Federation of Right to Die Societies. Ingrid er kunnugt um einn Íslending sem fékk ósk sína uppfyllta árið 2013 en það er ekki einfalt ferli sem þarf að fara í gegnum til að fá dánaraðstoð. „Það hefur gengið brösuglega hérlendis að fá gögn frá læknum. Við vitum um eitt tilfelli hérlendis þar sem þarf að fá yfirlýsingu frá lækni um að viðkomandi sé með ráð og rænu. Og það hefur hingað til ekki gengið, geðlæknirinn neitar að gefa þessa yfirlýsingu og þarf af leiðandi er ferlið frekar flókið.“ Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mun í næstu viku endurflytja þingsályktunartillögu um dánaraðstoð sem kveður á um að heilbrigðisráðherra verði falið að taka málið til skoðunar. „Það þarf að skoða málið gaumgæfilega en það væri heimskulegt að líta ekki til reynslu Belga og Hollendinga,“ segir Jan Bernheim.
Dánaraðstoð Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira