Magnús Tumi finnur sig knúinn til að leiðrétta misskilning um Kötlu Birgir Olgeirsson skrifar 20. september 2018 21:59 Katla undir Mýrdalsjökli. Haraldur Guðjónsson Mælingar á útstreymi koldíoxíðs frá eldfjallinu Kötlu segja ekki til um hvort gos sé nú í aðsigi eða hversu stór næsta gos verður. Þetta skrifar Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, um grein Eveniy Ilyinskayu og samstarfsfólks hennar í tímaritinu Geophysical Research Letters um útstreymi koldíoxíðs frá Kötlu. Ein helsta niðurstaða greinarinnar er að útstreymið geti verið á stærðarbilinu 10 til 20 þúsund tonn á dag sem setur Kötlu í flokk með þeim eldfjöllum í heiminum þar sem útstreymi koldíoxíðs er mest. Magnús Tumi segir í grein sinni að í fjölmiðlaumræðu um þessa niðurstöðu hafi gætt nokkurs misskilnings um þýðingu rannsóknarinnar. Hann segir að hvergi sé komið inn á í niðurstöðunni hvort hún gefi til kynna hvort gos sé í aðsigi eða hversu stórt næsta gos verður.Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði.Stöð 2„Mælingarnar sýna hins vegar ótvírætt að CO2 leitar upp í miklum mæli og hefur gert í einhver ár, hve lengi er ekki vitað en svipað útstreymi gæti hafa varað undanfarna áratugi. Öllu óljósara er hvort þessi mikla losun tengist beint grunnstæðu kvikuhólfi undir Kötlu eða hver tenging þess er við kvikusöfnun í eldstöðinni. Hugsanlegt er að Katla virki eins og nokkurskonar ventill eða uppstreymisrás fyrir gas sem losnar úr kviku á miklu dýpi undir suðurhluta gosbeltisins,“ skrifar Magnús Tumi. Hann segir þessar merkilegu mælingar sýna að enn sé margt ólært þegar kemur að eldvirkni og eiginleika einstakra eldstöðva. „Eins og höfundar greinarinnar benda á kalla niðurstöðurnar á að fram fari mun ítarlegri mælingar. Það er til dæmis mikilvægt að vita hvort útstreymið er stöðugt eða árstíðabundið. Hugsanlega munu frekari mælingar varpa nýju ljósi á hegðun Kötlu og gætu þannig hjálpað okkur við að bæta enn frekar eftirlit og hættumat. Meiri mælingar eru líka eina leiðin til að fá áreiðanlegra mat á heildarlosun eldstöðvarinnar. Í framhaldinu þarf að meta hvað tölurnar segja okkur um kvikuna undir Kötlu og hvaða lærdóma má draga af þeim.“ Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Katla til í hvað sem er eftir lengsta hlé milli stórra gosa frá landnámi Páll Einarsson jarðfræðingur rakti hvernig Katla hefur reynst vísindamönnum hið mesta vandræðabarn í gegnum árin. 30. mars 2018 09:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Mælingar á útstreymi koldíoxíðs frá eldfjallinu Kötlu segja ekki til um hvort gos sé nú í aðsigi eða hversu stór næsta gos verður. Þetta skrifar Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, um grein Eveniy Ilyinskayu og samstarfsfólks hennar í tímaritinu Geophysical Research Letters um útstreymi koldíoxíðs frá Kötlu. Ein helsta niðurstaða greinarinnar er að útstreymið geti verið á stærðarbilinu 10 til 20 þúsund tonn á dag sem setur Kötlu í flokk með þeim eldfjöllum í heiminum þar sem útstreymi koldíoxíðs er mest. Magnús Tumi segir í grein sinni að í fjölmiðlaumræðu um þessa niðurstöðu hafi gætt nokkurs misskilnings um þýðingu rannsóknarinnar. Hann segir að hvergi sé komið inn á í niðurstöðunni hvort hún gefi til kynna hvort gos sé í aðsigi eða hversu stórt næsta gos verður.Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði.Stöð 2„Mælingarnar sýna hins vegar ótvírætt að CO2 leitar upp í miklum mæli og hefur gert í einhver ár, hve lengi er ekki vitað en svipað útstreymi gæti hafa varað undanfarna áratugi. Öllu óljósara er hvort þessi mikla losun tengist beint grunnstæðu kvikuhólfi undir Kötlu eða hver tenging þess er við kvikusöfnun í eldstöðinni. Hugsanlegt er að Katla virki eins og nokkurskonar ventill eða uppstreymisrás fyrir gas sem losnar úr kviku á miklu dýpi undir suðurhluta gosbeltisins,“ skrifar Magnús Tumi. Hann segir þessar merkilegu mælingar sýna að enn sé margt ólært þegar kemur að eldvirkni og eiginleika einstakra eldstöðva. „Eins og höfundar greinarinnar benda á kalla niðurstöðurnar á að fram fari mun ítarlegri mælingar. Það er til dæmis mikilvægt að vita hvort útstreymið er stöðugt eða árstíðabundið. Hugsanlega munu frekari mælingar varpa nýju ljósi á hegðun Kötlu og gætu þannig hjálpað okkur við að bæta enn frekar eftirlit og hættumat. Meiri mælingar eru líka eina leiðin til að fá áreiðanlegra mat á heildarlosun eldstöðvarinnar. Í framhaldinu þarf að meta hvað tölurnar segja okkur um kvikuna undir Kötlu og hvaða lærdóma má draga af þeim.“
Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Katla til í hvað sem er eftir lengsta hlé milli stórra gosa frá landnámi Páll Einarsson jarðfræðingur rakti hvernig Katla hefur reynst vísindamönnum hið mesta vandræðabarn í gegnum árin. 30. mars 2018 09:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Katla til í hvað sem er eftir lengsta hlé milli stórra gosa frá landnámi Páll Einarsson jarðfræðingur rakti hvernig Katla hefur reynst vísindamönnum hið mesta vandræðabarn í gegnum árin. 30. mars 2018 09:00