Nabil Fekir ætlaði sér að sýna Liverpool hversu góður fótboltamaður hann er Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. september 2018 10:30 Nabil Fekir fagnar marki sínu með liðsfélögunum í gær. Vísir/Getty Nabil Fekir var nálægt því að fara til Liverpool í sumar en á endanum varð ekkert af kaupum enska liðsins á þessum franska landsliðsmanni. Stuðningsmenn Liverpool og aðrir fengu smá sýningu á því í gær hvað Liverpool missti af þegar félagið keypti Nabil Fekir ekki frá Lyon. Nabil Fekir var nefnilega maðurinn á bak við sigur Lyon á Manchester City á Ethiad leikvanginum í Meistaradeildinni í gær. Nabil Fekir var með fyrirliðabandið og lagði upp fyrra markið síns liðs áður en hann skoraði annað markið með flottu skoti. Lyon vann leikinn á endanum 2-1. Norska sjónvarpsstöðin ViaSport var með mann á staðnum og fékk Nabil Fekir í viðtal eftir leikinn. Norski sjónvarpsmaðurinn spurði Frakkann hvort markið væri „hefnd“ fyrir það að kaupin gengu ekki eftir. Nabil Fekir vildi ekki taka svo djúpt í árina en sagði þetta mál hafa hjálpað honum að gera hann enn tilbúnari í þennan fyrsta leik liðanna í Meistaradeildinni í vetur. „Þetta var ekki hefnd en ég vildi sýna það og sanna að ég er góður leikmaður,“ sagði Nabil Fekir við ViaSport eins og sjá má hér fyrir neðan..@NabilFekir: – I want to prove I'm a good player. (@JanAageFjortoft) pic.twitter.com/qAZYLXKApb — Viasport Fotball (@ViasportFotball) September 19, 2018Nabil Fekir lék fyrir aftan framherjann í leikkerfinu 4-4-1-1 en Memphis Depay var fremstur. Þetta var bæði fyrsta markið og fyrsta stoðsendingin hjá Nabil Fekir í Meistaradeildinni en hann náði ekki að skora eða leggja upp í sex leikjum sínum með Lyon tímabilið 2016-16 og missti af 2015-16 tímabilinu vegna krossbandaslits. Nabil Fekir var ekki með Lyon liðinu í tveimur fyrstu umferðunum en kom inná sem varamaður í þriðju umferð. Þetta var þriðji byrjunarliðsleikur hans á leiktíðinni og annar leikurinn í röð sem hann skorar. Nabil Fekir skoraði einnig annað marka Lyon í 2-2 jafntefli við Caen í frönsku deildinni um síðustu helgi. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
Nabil Fekir var nálægt því að fara til Liverpool í sumar en á endanum varð ekkert af kaupum enska liðsins á þessum franska landsliðsmanni. Stuðningsmenn Liverpool og aðrir fengu smá sýningu á því í gær hvað Liverpool missti af þegar félagið keypti Nabil Fekir ekki frá Lyon. Nabil Fekir var nefnilega maðurinn á bak við sigur Lyon á Manchester City á Ethiad leikvanginum í Meistaradeildinni í gær. Nabil Fekir var með fyrirliðabandið og lagði upp fyrra markið síns liðs áður en hann skoraði annað markið með flottu skoti. Lyon vann leikinn á endanum 2-1. Norska sjónvarpsstöðin ViaSport var með mann á staðnum og fékk Nabil Fekir í viðtal eftir leikinn. Norski sjónvarpsmaðurinn spurði Frakkann hvort markið væri „hefnd“ fyrir það að kaupin gengu ekki eftir. Nabil Fekir vildi ekki taka svo djúpt í árina en sagði þetta mál hafa hjálpað honum að gera hann enn tilbúnari í þennan fyrsta leik liðanna í Meistaradeildinni í vetur. „Þetta var ekki hefnd en ég vildi sýna það og sanna að ég er góður leikmaður,“ sagði Nabil Fekir við ViaSport eins og sjá má hér fyrir neðan..@NabilFekir: – I want to prove I'm a good player. (@JanAageFjortoft) pic.twitter.com/qAZYLXKApb — Viasport Fotball (@ViasportFotball) September 19, 2018Nabil Fekir lék fyrir aftan framherjann í leikkerfinu 4-4-1-1 en Memphis Depay var fremstur. Þetta var bæði fyrsta markið og fyrsta stoðsendingin hjá Nabil Fekir í Meistaradeildinni en hann náði ekki að skora eða leggja upp í sex leikjum sínum með Lyon tímabilið 2016-16 og missti af 2015-16 tímabilinu vegna krossbandaslits. Nabil Fekir var ekki með Lyon liðinu í tveimur fyrstu umferðunum en kom inná sem varamaður í þriðju umferð. Þetta var þriðji byrjunarliðsleikur hans á leiktíðinni og annar leikurinn í röð sem hann skorar. Nabil Fekir skoraði einnig annað marka Lyon í 2-2 jafntefli við Caen í frönsku deildinni um síðustu helgi.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn