Nafnafrumvarp opnar á tákn, tölur og rúnir Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. september 2018 06:00 Frumvarpið hlaut góðar undirtektir meðal þeirra þingmanna sem þátt tóku í umræðum. Vísir/getty Fyrsta umræða um frumvarp til nýrra mannanafnalaga fór fram á Alþingi í gær. Fari frumvarpið óbreytt í gegnum þingið opnar það heimildir til nafngiftar upp á gátt að því undanskildu að skylt er að bera að minnsta kosti eiginnafn og vera kennt til foreldris eða foreldra. Frumvarpið er lagt fram af þingflokki Viðreisnar, Guðjóni S. Brjánssyni, Samfylkingu, og Píratanum Birni Leví Gunnarssyni. Það stefnir að því að mannanafnanefnd skuli lögð niður, nafn þarf ekki að taka íslenska eignarfallsendingu og þá er það ekki lengur skylda að nafn sé í samræmi við íslenskt málkerfi. Þá verður hverjum sem er heimilt að taka upp það ættarnafn sem honum sýnist. Nær sambærilegt frumvarp var flutt á síðasta þingi en náði ekki fram að ganga. Nokkrar breytingar voru gerðar á texta frumvarpsins milli framlagninga og tóku þær flestar mið af athugasemdum við hið eldra. Meðal þess sem bent var á þá var að það sé ekki skylda samkvæmt því að nafn einstaklings sé ritað með latneska stafrófinu. Með öðrum orðum þá er opnað á þann möguleika að nafn samanstandi af grísku eða kyrillísku letri í heild eða að hluta og hið sama gildir um tölustafi, rúnir eða ýmis tákn. „Í raun og veru leggur frumvarpið engar skorður við nafngiftinni sem slíkri. Í sjálfu sér var það með ráðum gert að opna þetta upp á gátt en fela allsherjar- og menntamálanefnd að meta hvort ástæða væri til að nafn þyrfti að vera ritanlegt með latnesku letri,“ segir Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar og fyrsti flutningsmaður málsins. Í gegnum tíðina hefur verið rætt um hvort ættarnöfn skuli leyfð eður ei. Tillagan leyfir upptöku nýrra ættarnafna og gott betur. Samkvæmt frumvarpinu verður einstaklingi mögulegt að taka upp það ættarnafn er honum sýnist óháð því hvort það hafi verið eyrnamerkt annarri ætt hingað til. „Ættarnöfn njóta engrar sérstakrar verndar samkvæmt frumvarpinu. Það er samkvæmt erlendri fyrirmynd en þar er fjöldinn allur af óskyldum einstaklingum með sama ættarnafn. Ég sé ekki ástæðu til þess að einhver eignarréttur sé á nöfnum,“ segir Þorsteinn. Frumvarpið hlaut góðar undirtektir meðal þeirra þingmanna sem þátt tóku í umræðum að Sjálfstæðismanninum Brynjari Níelssyni undanskildum. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mannanöfn Tengdar fréttir Leggst gegn frumvarpi um mannanöfn: „Einhver verður að gæta þess að farið sé vel með börnin“ Guðrún Kvaran segir athugasemdir sínar við frumvarpið vera svo margar "úr yrði heill bæklingur ef allt yrði sett á blað.“ 6. mars 2018 15:20 Leggja til að fólk geti skipt oft um nafn og tekið upp ættarnöfn Mannanafnanefnd yrði lögð niður og fólki yrði frjálst að skýra börn sín að vildi og taka upp ættarnöfn nái frumvarp þingmanna þriggja flokka fram að ganga á Alþingi. 23. janúar 2018 13:57 Leggja til að mannanafnanefnd verði lögð niður Sex þingmenn stjórnarandstöðunnar, það er allir fjórir þingmenn Viðreisnar auk eins þingmanns Samfylkingarinnar og eins þingmanns Pírata, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um mannanöfn. 22. janúar 2018 19:28 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira
Fyrsta umræða um frumvarp til nýrra mannanafnalaga fór fram á Alþingi í gær. Fari frumvarpið óbreytt í gegnum þingið opnar það heimildir til nafngiftar upp á gátt að því undanskildu að skylt er að bera að minnsta kosti eiginnafn og vera kennt til foreldris eða foreldra. Frumvarpið er lagt fram af þingflokki Viðreisnar, Guðjóni S. Brjánssyni, Samfylkingu, og Píratanum Birni Leví Gunnarssyni. Það stefnir að því að mannanafnanefnd skuli lögð niður, nafn þarf ekki að taka íslenska eignarfallsendingu og þá er það ekki lengur skylda að nafn sé í samræmi við íslenskt málkerfi. Þá verður hverjum sem er heimilt að taka upp það ættarnafn sem honum sýnist. Nær sambærilegt frumvarp var flutt á síðasta þingi en náði ekki fram að ganga. Nokkrar breytingar voru gerðar á texta frumvarpsins milli framlagninga og tóku þær flestar mið af athugasemdum við hið eldra. Meðal þess sem bent var á þá var að það sé ekki skylda samkvæmt því að nafn einstaklings sé ritað með latneska stafrófinu. Með öðrum orðum þá er opnað á þann möguleika að nafn samanstandi af grísku eða kyrillísku letri í heild eða að hluta og hið sama gildir um tölustafi, rúnir eða ýmis tákn. „Í raun og veru leggur frumvarpið engar skorður við nafngiftinni sem slíkri. Í sjálfu sér var það með ráðum gert að opna þetta upp á gátt en fela allsherjar- og menntamálanefnd að meta hvort ástæða væri til að nafn þyrfti að vera ritanlegt með latnesku letri,“ segir Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar og fyrsti flutningsmaður málsins. Í gegnum tíðina hefur verið rætt um hvort ættarnöfn skuli leyfð eður ei. Tillagan leyfir upptöku nýrra ættarnafna og gott betur. Samkvæmt frumvarpinu verður einstaklingi mögulegt að taka upp það ættarnafn er honum sýnist óháð því hvort það hafi verið eyrnamerkt annarri ætt hingað til. „Ættarnöfn njóta engrar sérstakrar verndar samkvæmt frumvarpinu. Það er samkvæmt erlendri fyrirmynd en þar er fjöldinn allur af óskyldum einstaklingum með sama ættarnafn. Ég sé ekki ástæðu til þess að einhver eignarréttur sé á nöfnum,“ segir Þorsteinn. Frumvarpið hlaut góðar undirtektir meðal þeirra þingmanna sem þátt tóku í umræðum að Sjálfstæðismanninum Brynjari Níelssyni undanskildum.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mannanöfn Tengdar fréttir Leggst gegn frumvarpi um mannanöfn: „Einhver verður að gæta þess að farið sé vel með börnin“ Guðrún Kvaran segir athugasemdir sínar við frumvarpið vera svo margar "úr yrði heill bæklingur ef allt yrði sett á blað.“ 6. mars 2018 15:20 Leggja til að fólk geti skipt oft um nafn og tekið upp ættarnöfn Mannanafnanefnd yrði lögð niður og fólki yrði frjálst að skýra börn sín að vildi og taka upp ættarnöfn nái frumvarp þingmanna þriggja flokka fram að ganga á Alþingi. 23. janúar 2018 13:57 Leggja til að mannanafnanefnd verði lögð niður Sex þingmenn stjórnarandstöðunnar, það er allir fjórir þingmenn Viðreisnar auk eins þingmanns Samfylkingarinnar og eins þingmanns Pírata, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um mannanöfn. 22. janúar 2018 19:28 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira
Leggst gegn frumvarpi um mannanöfn: „Einhver verður að gæta þess að farið sé vel með börnin“ Guðrún Kvaran segir athugasemdir sínar við frumvarpið vera svo margar "úr yrði heill bæklingur ef allt yrði sett á blað.“ 6. mars 2018 15:20
Leggja til að fólk geti skipt oft um nafn og tekið upp ættarnöfn Mannanafnanefnd yrði lögð niður og fólki yrði frjálst að skýra börn sín að vildi og taka upp ættarnöfn nái frumvarp þingmanna þriggja flokka fram að ganga á Alþingi. 23. janúar 2018 13:57
Leggja til að mannanafnanefnd verði lögð niður Sex þingmenn stjórnarandstöðunnar, það er allir fjórir þingmenn Viðreisnar auk eins þingmanns Samfylkingarinnar og eins þingmanns Pírata, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um mannanöfn. 22. janúar 2018 19:28