„Höfundarréttarvarin“ strá við braggann kostuðu 757 þúsund krónur Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. október 2018 21:12 Bragginn í Nauthólsvík. Stráin sjást m.a. til vinstri á mynd. Vísir/Vilhelm Kostnaður við sérstök innflutt strá frá Danmörku, sem gróðursett voru fyrir utan braggann í Nauthólsvík, nam 757 þúsund krónum. Þetta staðfestir Bjarni Brynjólfsson upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar í samtali við Vísi. Forseti borgarstjórnar segir augljóst að þar sé farið illa með skattfé borgarbúa. Fyrst var greint frá kostnaðinum við stráin í frétt á vef DV, sem hafði upplýsingarnar samkvæmt heimildum Eyjunnar. Þar kom einnig fram að stráin væru „höfundarréttarvarin“. Bjarni segist ekki vita nákvæmlega hvað felist í því. „En það gæti þó verið þannig að þeir hafi ætlað að rækta þetta, garðyrkjumennirnir sem sáu um verkið, en svo hafi þeir komist að því að það mætti ekki.“ Eins og áður segir eru stráin flutt inn frá Danmörku en Bjarni segir að ekki sé óalgengt að keyptur sé gróður erlendis frá í framkvæmdum á vegum borgarinnar. Umrædd strá, sem samkvæmt frétt DV heita á íslensku dúnmelur, taldi Bjarni þó að væru keypt í gegnum gróðrarstöð hér á landi. Bjarni segir enn fremur að farið verði yfir kostnaðinn við stráin, auk annarra kostnaðarliða, í innri úttekt borgarinnar á framkvæmdum við braggann. Töluvert hefur verið fjallað um framkvæmdirnar í fjölmiðlum en kostnaður við þær fór úr áætluðum 155 milljónum króna í 415 milljónir. Í sundurliðaðri kostnaðaráætlun hefur m.a. komið fram að kostnaður við náðhús nam 46 milljónum og þá kostaði niðurrif og hreinsun á húsum 26 milljónir. Þá hefur meirihlutinn í borgarstjórn sætt harðri gagnrýni af hálfu minnihlutans vegna málsins.Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík og forseti Borgarstjórnar.visir/jói kFéllust hendur Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pírata og forseti borgarstjórnar hafði ekki séð reikning fyrir umræddum kostnaði þegar Vísir náði tali af henni í kvöld. Hún segir þó að hér sé ekki um að ræða vænlega ráðstöfun á skattfé Reykvíkinga. „Ég sá þetta áðan og mér féllust í raun bara hendur. Hér er augljóslega verið að fara illa með skattfé borgarbúa og það verður ekki liðið. Píratar hafa í raun talað fyrir því að það séu iðkuð fagleg og vönduð vinnubrögð og hér virðist vera ýmislegt sem þarf að bæta í stjórnkerfinu,“ segir Dóra Björt. Þá hafi Píratar byrjað að kynna sér málið strax og það kom upp, auk þess sem grasrót flokksins hafi boðað til fundar á laugardag þar sem fulltrúar Pírata munu svara fyrir braggakostnaðinn. „Við erum búin að senda inn beiðni um afrit af öllum reikningum og það er bara verið að vinna þá beiðni í kerfinu, og við ættum að geta fengið aðgang að þeim upplýsingum innan skamms.“ Eins og áður segir hafa borgarfulltrúar minnihlutans gagnrýnt meirihlutann harðlega fyrir verkefnið, þar á meðal Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, og Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Þau hafa öll furðað sig á kostnaðinum við stráin á samfélagsmiðlum í kvöld, líkt og sjá má hér að neðan.Ekki náðist í Dag B. Eggertsson borgarstjóra í kvöld þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Borgarstjórn Braggamálið Tengdar fréttir Ekki hægt að slá neinu föstu um mistök Borgarstjóri telur eðlilegt að skoða hvort húsafriðunaryfirvöld taki þátt í kostnaði við endurbætur á byggingum með sögulegt gildi. Endurbætur við gamlan bragga í Nauhólsvík hafa farið 257 milljónum króna fram úr áætlun. Forstöðumaður Minjastofnunar segist enga kröfu hafa gert um að haldið yrði í braggann. 20. september 2018 19:15 Rúmar 100 milljónir fóru í braggann í Nauthólsvík án útboðs Mikið hefur verið fjallað um braggaframkvæmdina sem fór mörg hundruð milljónir fram úr áætlun. Kostnaður við hann endaði í 404 milljónum. 26. september 2018 09:00 Náðhús braggans kostaði 46 milljónir króna Sundurliðaður kostnaður við endurbyggingu umdeilds bragga kemur á óvart. 20. september 2018 16:47 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Sjá meira
Kostnaður við sérstök innflutt strá frá Danmörku, sem gróðursett voru fyrir utan braggann í Nauthólsvík, nam 757 þúsund krónum. Þetta staðfestir Bjarni Brynjólfsson upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar í samtali við Vísi. Forseti borgarstjórnar segir augljóst að þar sé farið illa með skattfé borgarbúa. Fyrst var greint frá kostnaðinum við stráin í frétt á vef DV, sem hafði upplýsingarnar samkvæmt heimildum Eyjunnar. Þar kom einnig fram að stráin væru „höfundarréttarvarin“. Bjarni segist ekki vita nákvæmlega hvað felist í því. „En það gæti þó verið þannig að þeir hafi ætlað að rækta þetta, garðyrkjumennirnir sem sáu um verkið, en svo hafi þeir komist að því að það mætti ekki.“ Eins og áður segir eru stráin flutt inn frá Danmörku en Bjarni segir að ekki sé óalgengt að keyptur sé gróður erlendis frá í framkvæmdum á vegum borgarinnar. Umrædd strá, sem samkvæmt frétt DV heita á íslensku dúnmelur, taldi Bjarni þó að væru keypt í gegnum gróðrarstöð hér á landi. Bjarni segir enn fremur að farið verði yfir kostnaðinn við stráin, auk annarra kostnaðarliða, í innri úttekt borgarinnar á framkvæmdum við braggann. Töluvert hefur verið fjallað um framkvæmdirnar í fjölmiðlum en kostnaður við þær fór úr áætluðum 155 milljónum króna í 415 milljónir. Í sundurliðaðri kostnaðaráætlun hefur m.a. komið fram að kostnaður við náðhús nam 46 milljónum og þá kostaði niðurrif og hreinsun á húsum 26 milljónir. Þá hefur meirihlutinn í borgarstjórn sætt harðri gagnrýni af hálfu minnihlutans vegna málsins.Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík og forseti Borgarstjórnar.visir/jói kFéllust hendur Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pírata og forseti borgarstjórnar hafði ekki séð reikning fyrir umræddum kostnaði þegar Vísir náði tali af henni í kvöld. Hún segir þó að hér sé ekki um að ræða vænlega ráðstöfun á skattfé Reykvíkinga. „Ég sá þetta áðan og mér féllust í raun bara hendur. Hér er augljóslega verið að fara illa með skattfé borgarbúa og það verður ekki liðið. Píratar hafa í raun talað fyrir því að það séu iðkuð fagleg og vönduð vinnubrögð og hér virðist vera ýmislegt sem þarf að bæta í stjórnkerfinu,“ segir Dóra Björt. Þá hafi Píratar byrjað að kynna sér málið strax og það kom upp, auk þess sem grasrót flokksins hafi boðað til fundar á laugardag þar sem fulltrúar Pírata munu svara fyrir braggakostnaðinn. „Við erum búin að senda inn beiðni um afrit af öllum reikningum og það er bara verið að vinna þá beiðni í kerfinu, og við ættum að geta fengið aðgang að þeim upplýsingum innan skamms.“ Eins og áður segir hafa borgarfulltrúar minnihlutans gagnrýnt meirihlutann harðlega fyrir verkefnið, þar á meðal Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, og Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Þau hafa öll furðað sig á kostnaðinum við stráin á samfélagsmiðlum í kvöld, líkt og sjá má hér að neðan.Ekki náðist í Dag B. Eggertsson borgarstjóra í kvöld þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Borgarstjórn Braggamálið Tengdar fréttir Ekki hægt að slá neinu föstu um mistök Borgarstjóri telur eðlilegt að skoða hvort húsafriðunaryfirvöld taki þátt í kostnaði við endurbætur á byggingum með sögulegt gildi. Endurbætur við gamlan bragga í Nauhólsvík hafa farið 257 milljónum króna fram úr áætlun. Forstöðumaður Minjastofnunar segist enga kröfu hafa gert um að haldið yrði í braggann. 20. september 2018 19:15 Rúmar 100 milljónir fóru í braggann í Nauthólsvík án útboðs Mikið hefur verið fjallað um braggaframkvæmdina sem fór mörg hundruð milljónir fram úr áætlun. Kostnaður við hann endaði í 404 milljónum. 26. september 2018 09:00 Náðhús braggans kostaði 46 milljónir króna Sundurliðaður kostnaður við endurbyggingu umdeilds bragga kemur á óvart. 20. september 2018 16:47 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Sjá meira
Ekki hægt að slá neinu föstu um mistök Borgarstjóri telur eðlilegt að skoða hvort húsafriðunaryfirvöld taki þátt í kostnaði við endurbætur á byggingum með sögulegt gildi. Endurbætur við gamlan bragga í Nauhólsvík hafa farið 257 milljónum króna fram úr áætlun. Forstöðumaður Minjastofnunar segist enga kröfu hafa gert um að haldið yrði í braggann. 20. september 2018 19:15
Rúmar 100 milljónir fóru í braggann í Nauthólsvík án útboðs Mikið hefur verið fjallað um braggaframkvæmdina sem fór mörg hundruð milljónir fram úr áætlun. Kostnaður við hann endaði í 404 milljónum. 26. september 2018 09:00
Náðhús braggans kostaði 46 milljónir króna Sundurliðaður kostnaður við endurbyggingu umdeilds bragga kemur á óvart. 20. september 2018 16:47