Aftur í gæsluvarðhald grunuð um mjög alvarleg brot gegn dætrum sínum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. október 2018 16:28 Landsréttur. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest úrskurð þess efnis að kona, sem ásamt eiginmanni hennar, er grunuð er um mjög alvarleg brot gegn tveimur dætrum þeirra, skuli vera aftur hneppt í gæsluvarðhald. Konan sat í gæsluvarðhaldi um skamma hríð fyrr í sumar vegna málsins. Rannsókn málsins hófst þegar önnur dóttirin kom á lögreglustöð í júlí og lagði fram kæru á hendur móður sinni og stjúpföður. Voru þau bæði hneppt í gæsluvarðhald og hefur maðurinn setið í gæsluvarðhaldi síðan þá. Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru í málinu þar sem þau eru ákærð fyrir kynferðisbrot gegn barni og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa nauðgað dóttur þeirra, beitt hana ofbeldi og tekið upp hreyfi- og ljósmyndir af brotunum. Er þeim einnig gefið að hafa framið þessi brot að hinni dóttur þeirra viðstaddri. Meðal gagna í málinu eru myndbandsupptökur og segir í greinargerð héraðssaksóknara að á þeim megi bæði sjá og heyra að þáttur konunnar í brotunum sé mikill og að hún sé aðalmaður í brotum eiginmanns hennar, þar sem hún taki virkan þátt í brotum gegn stúlkunni.Valdi hneykslun í samfélaginu ef hjónin gangi laus Konan var yfirheyrð þann 11. júlí þar sem hún játaði að hafa brotið gegn dóttur sinni. Hún gerði hins vegar lítið úr sínum hlut og bar því við að hafa hafa verið mjög ölvuð. Telur héraðssaksóknari að með hliðsjón af játningu hennar og myndbandsupptökunum að sterkur grunur leiki á um að konan hafi framið þau brot sem hún hefur verið ákærð fyrir. „Ákæruvaldið telji að ef sakborningur, sem orðið hafi uppvís að jafn alvarlegum brotum og ákærðu eru gefin að sök og hún hafi þegar játað að hluta, gangi laus áður en máli ljúki með dómi, þá valdi það hneykslun í samfélaginu og særi réttarvitund almennings,“ segir í greinargerð héraðssaksóknara. Tók Landsréttur undir þetta og staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness. Þarf konan því að sitja í gæsluvarðhaldi til 31. október. Þá hefur Landsréttur einnig staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir eiginmanni hennar, einnig til 31. október. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Grunuð um gróf kynferðisbrot á börnum Landsréttur hefur staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um gróf kynferðisbrot á börnum. 24. ágúst 2018 18:39 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest úrskurð þess efnis að kona, sem ásamt eiginmanni hennar, er grunuð er um mjög alvarleg brot gegn tveimur dætrum þeirra, skuli vera aftur hneppt í gæsluvarðhald. Konan sat í gæsluvarðhaldi um skamma hríð fyrr í sumar vegna málsins. Rannsókn málsins hófst þegar önnur dóttirin kom á lögreglustöð í júlí og lagði fram kæru á hendur móður sinni og stjúpföður. Voru þau bæði hneppt í gæsluvarðhald og hefur maðurinn setið í gæsluvarðhaldi síðan þá. Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru í málinu þar sem þau eru ákærð fyrir kynferðisbrot gegn barni og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa nauðgað dóttur þeirra, beitt hana ofbeldi og tekið upp hreyfi- og ljósmyndir af brotunum. Er þeim einnig gefið að hafa framið þessi brot að hinni dóttur þeirra viðstaddri. Meðal gagna í málinu eru myndbandsupptökur og segir í greinargerð héraðssaksóknara að á þeim megi bæði sjá og heyra að þáttur konunnar í brotunum sé mikill og að hún sé aðalmaður í brotum eiginmanns hennar, þar sem hún taki virkan þátt í brotum gegn stúlkunni.Valdi hneykslun í samfélaginu ef hjónin gangi laus Konan var yfirheyrð þann 11. júlí þar sem hún játaði að hafa brotið gegn dóttur sinni. Hún gerði hins vegar lítið úr sínum hlut og bar því við að hafa hafa verið mjög ölvuð. Telur héraðssaksóknari að með hliðsjón af játningu hennar og myndbandsupptökunum að sterkur grunur leiki á um að konan hafi framið þau brot sem hún hefur verið ákærð fyrir. „Ákæruvaldið telji að ef sakborningur, sem orðið hafi uppvís að jafn alvarlegum brotum og ákærðu eru gefin að sök og hún hafi þegar játað að hluta, gangi laus áður en máli ljúki með dómi, þá valdi það hneykslun í samfélaginu og særi réttarvitund almennings,“ segir í greinargerð héraðssaksóknara. Tók Landsréttur undir þetta og staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness. Þarf konan því að sitja í gæsluvarðhaldi til 31. október. Þá hefur Landsréttur einnig staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir eiginmanni hennar, einnig til 31. október.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Grunuð um gróf kynferðisbrot á börnum Landsréttur hefur staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um gróf kynferðisbrot á börnum. 24. ágúst 2018 18:39 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira
Grunuð um gróf kynferðisbrot á börnum Landsréttur hefur staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um gróf kynferðisbrot á börnum. 24. ágúst 2018 18:39