Aftur í gæsluvarðhald grunuð um mjög alvarleg brot gegn dætrum sínum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. október 2018 16:28 Landsréttur. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest úrskurð þess efnis að kona, sem ásamt eiginmanni hennar, er grunuð er um mjög alvarleg brot gegn tveimur dætrum þeirra, skuli vera aftur hneppt í gæsluvarðhald. Konan sat í gæsluvarðhaldi um skamma hríð fyrr í sumar vegna málsins. Rannsókn málsins hófst þegar önnur dóttirin kom á lögreglustöð í júlí og lagði fram kæru á hendur móður sinni og stjúpföður. Voru þau bæði hneppt í gæsluvarðhald og hefur maðurinn setið í gæsluvarðhaldi síðan þá. Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru í málinu þar sem þau eru ákærð fyrir kynferðisbrot gegn barni og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa nauðgað dóttur þeirra, beitt hana ofbeldi og tekið upp hreyfi- og ljósmyndir af brotunum. Er þeim einnig gefið að hafa framið þessi brot að hinni dóttur þeirra viðstaddri. Meðal gagna í málinu eru myndbandsupptökur og segir í greinargerð héraðssaksóknara að á þeim megi bæði sjá og heyra að þáttur konunnar í brotunum sé mikill og að hún sé aðalmaður í brotum eiginmanns hennar, þar sem hún taki virkan þátt í brotum gegn stúlkunni.Valdi hneykslun í samfélaginu ef hjónin gangi laus Konan var yfirheyrð þann 11. júlí þar sem hún játaði að hafa brotið gegn dóttur sinni. Hún gerði hins vegar lítið úr sínum hlut og bar því við að hafa hafa verið mjög ölvuð. Telur héraðssaksóknari að með hliðsjón af játningu hennar og myndbandsupptökunum að sterkur grunur leiki á um að konan hafi framið þau brot sem hún hefur verið ákærð fyrir. „Ákæruvaldið telji að ef sakborningur, sem orðið hafi uppvís að jafn alvarlegum brotum og ákærðu eru gefin að sök og hún hafi þegar játað að hluta, gangi laus áður en máli ljúki með dómi, þá valdi það hneykslun í samfélaginu og særi réttarvitund almennings,“ segir í greinargerð héraðssaksóknara. Tók Landsréttur undir þetta og staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness. Þarf konan því að sitja í gæsluvarðhaldi til 31. október. Þá hefur Landsréttur einnig staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir eiginmanni hennar, einnig til 31. október. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Grunuð um gróf kynferðisbrot á börnum Landsréttur hefur staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um gróf kynferðisbrot á börnum. 24. ágúst 2018 18:39 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest úrskurð þess efnis að kona, sem ásamt eiginmanni hennar, er grunuð er um mjög alvarleg brot gegn tveimur dætrum þeirra, skuli vera aftur hneppt í gæsluvarðhald. Konan sat í gæsluvarðhaldi um skamma hríð fyrr í sumar vegna málsins. Rannsókn málsins hófst þegar önnur dóttirin kom á lögreglustöð í júlí og lagði fram kæru á hendur móður sinni og stjúpföður. Voru þau bæði hneppt í gæsluvarðhald og hefur maðurinn setið í gæsluvarðhaldi síðan þá. Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru í málinu þar sem þau eru ákærð fyrir kynferðisbrot gegn barni og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa nauðgað dóttur þeirra, beitt hana ofbeldi og tekið upp hreyfi- og ljósmyndir af brotunum. Er þeim einnig gefið að hafa framið þessi brot að hinni dóttur þeirra viðstaddri. Meðal gagna í málinu eru myndbandsupptökur og segir í greinargerð héraðssaksóknara að á þeim megi bæði sjá og heyra að þáttur konunnar í brotunum sé mikill og að hún sé aðalmaður í brotum eiginmanns hennar, þar sem hún taki virkan þátt í brotum gegn stúlkunni.Valdi hneykslun í samfélaginu ef hjónin gangi laus Konan var yfirheyrð þann 11. júlí þar sem hún játaði að hafa brotið gegn dóttur sinni. Hún gerði hins vegar lítið úr sínum hlut og bar því við að hafa hafa verið mjög ölvuð. Telur héraðssaksóknari að með hliðsjón af játningu hennar og myndbandsupptökunum að sterkur grunur leiki á um að konan hafi framið þau brot sem hún hefur verið ákærð fyrir. „Ákæruvaldið telji að ef sakborningur, sem orðið hafi uppvís að jafn alvarlegum brotum og ákærðu eru gefin að sök og hún hafi þegar játað að hluta, gangi laus áður en máli ljúki með dómi, þá valdi það hneykslun í samfélaginu og særi réttarvitund almennings,“ segir í greinargerð héraðssaksóknara. Tók Landsréttur undir þetta og staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness. Þarf konan því að sitja í gæsluvarðhaldi til 31. október. Þá hefur Landsréttur einnig staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir eiginmanni hennar, einnig til 31. október.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Grunuð um gróf kynferðisbrot á börnum Landsréttur hefur staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um gróf kynferðisbrot á börnum. 24. ágúst 2018 18:39 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Grunuð um gróf kynferðisbrot á börnum Landsréttur hefur staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um gróf kynferðisbrot á börnum. 24. ágúst 2018 18:39