Hafna ásökunum Morgunblaðsins og segja blaðið fara með dylgjur Sylvía Hall skrifar 6. október 2018 15:03 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Fréttablaðið/Anton Stjórnendur stéttarfélagsins Eflingar vísa í yfirlýsingu fréttaflutningi Morgunblaðsins á bug og óska þess að blaðið „láti af því að gera starfsfólki félagsins upp tilhæfulaus klögumál og fara með dylgjur um starfsemi félagsins." Þetta skrifa þau Sólveig Anna Jónsdóttir formaður og Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri. Morgunblaðið segir frá því í frétt sinni í dag að þau Sólveig Anna og Viðar hafi gjörbreytt vinnuandanum og vinnustaðnum til hins verra. Eru þau sögn stjórna með ofríki og hótunum í garð annars starfsfólks. Í frétt Morgunblaðsins segir enn fremur að fjármálastjóri Eflingar, sem starfað hafi hjá félaginu um áratuga skeið, sé kominn í veikindaleyfi eftir átök við Sólveigu Önnu og Viðar. Sé ástæðan sú að hún neitaði að greiða Öldu Lóu Leifsdóttur, eiginkonu Gunnars Smára Egilssonar, formanns Sósíalistaflokksins, háan reikning, áður en hann yrði fyrst samþykktur af stjórn Eflingar. Sólveig Anna og Viðar hafna þessum ásökunum og segjast ekki kannast við slíkt. „Hvorki formaður né framkvæmdastjóri Eflingar kannast við þá fullyrðingu blaðamanns Morgunblaðsins að fjármálastjóri hafi neitað að greiða reikninga frá Öldu Lóu Leifsdóttur blaðamanni sökum þess að þeir hafi ekki verið samþykktir af stjórn. Alda Lóa hefur með ótvíræðu samþykki stjórnar Eflingar unnið hið glæsilega kynningarverkefni „Fólkið í Eflingu“, og fyrir þá vinnu sína hefur hún að sjálfsögðu fengið greitt,“ segir í yfirlýsingunni og segja þau jafnframt fjármálastjóra og bókara hafa annast greiðslur athugasemdalaust. Þá segja þau starfsanda innan Eflingar vera góðan og fullyrðingar Morgunblaðsins um stöðu mála innan félagsins vera rangar. „Þess er óskað að blaðið láti af því að gera starfsfólki félagsins upp tilhæfulaus klögumál og fara með dylgjur um starfsemi félagsins,“ segir að lokum. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni á síðu Eflingar. Kjaramál Ólga innan Eflingar Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Stjórnendur stéttarfélagsins Eflingar vísa í yfirlýsingu fréttaflutningi Morgunblaðsins á bug og óska þess að blaðið „láti af því að gera starfsfólki félagsins upp tilhæfulaus klögumál og fara með dylgjur um starfsemi félagsins." Þetta skrifa þau Sólveig Anna Jónsdóttir formaður og Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri. Morgunblaðið segir frá því í frétt sinni í dag að þau Sólveig Anna og Viðar hafi gjörbreytt vinnuandanum og vinnustaðnum til hins verra. Eru þau sögn stjórna með ofríki og hótunum í garð annars starfsfólks. Í frétt Morgunblaðsins segir enn fremur að fjármálastjóri Eflingar, sem starfað hafi hjá félaginu um áratuga skeið, sé kominn í veikindaleyfi eftir átök við Sólveigu Önnu og Viðar. Sé ástæðan sú að hún neitaði að greiða Öldu Lóu Leifsdóttur, eiginkonu Gunnars Smára Egilssonar, formanns Sósíalistaflokksins, háan reikning, áður en hann yrði fyrst samþykktur af stjórn Eflingar. Sólveig Anna og Viðar hafna þessum ásökunum og segjast ekki kannast við slíkt. „Hvorki formaður né framkvæmdastjóri Eflingar kannast við þá fullyrðingu blaðamanns Morgunblaðsins að fjármálastjóri hafi neitað að greiða reikninga frá Öldu Lóu Leifsdóttur blaðamanni sökum þess að þeir hafi ekki verið samþykktir af stjórn. Alda Lóa hefur með ótvíræðu samþykki stjórnar Eflingar unnið hið glæsilega kynningarverkefni „Fólkið í Eflingu“, og fyrir þá vinnu sína hefur hún að sjálfsögðu fengið greitt,“ segir í yfirlýsingunni og segja þau jafnframt fjármálastjóra og bókara hafa annast greiðslur athugasemdalaust. Þá segja þau starfsanda innan Eflingar vera góðan og fullyrðingar Morgunblaðsins um stöðu mála innan félagsins vera rangar. „Þess er óskað að blaðið láti af því að gera starfsfólki félagsins upp tilhæfulaus klögumál og fara með dylgjur um starfsemi félagsins,“ segir að lokum. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni á síðu Eflingar.
Kjaramál Ólga innan Eflingar Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira