BBC greinir frá því að Caballé hafi hafi glímt við veikindi um nokkurt skeið og hafi verið flutt á sjúkrahús í Barcelona í síðasta mánuði.
Ferill Caballé spannaði um hálfa öld þar sem hún starfaði meðal annars í óperuhúsunum í Basel og Bremen áður en hún sló almennilega í gegn í Lucrezia Borgia í Carnegie Hall í New York árið 1965. Síðar átti hún eftir að starfa í Metrópólitan-óperunni, Óperunni í San Francisco og í Vínarborg. Kom hún meðal annars fram með tenórunum Luciano Pavarotti og Placido Domingo.
Lagið Barcelona var fyrst gefið út árið 1987 og varð síðar einkennislag Ólympíuleikanna í Barcelona 1992, ári eftir að Mercury lést. Við setningu leikanna söng Caballé með þeim Domingo og José Carreras.