Innlent

Upp­lausn á með­ferðar­heimili og fleiri fölsuð lyf

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttirnar á Sýn í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttirnar á Sýn í kvöld. vísir

Fyrrverandi starfsmenn meðferðarheimilisins Bjargeyar fyrir börn með fjölþættan vanda lýsa reiðuleysi í starfseminni, öryggisbrestum og faglegu vanhæfi. Fíkniefni séu látin óátalin, lyfjagjöf hafi brugðist og innra eftirlit sé til málamynda. 

Við segjum frá aukningu í tíðni falsaðra lyfja hér á landi, en þau hafa rutt sér til rúms á undanförnum árum, en áður var meira um að ósviknum lyfjum væri smyglað hingað til lands og þau seld á svörtum markaði. Réttarefnafræðingur segir meiri hættur fylgja fölsuðum lyfjum, og að þau auki á hættuna á ofskömmtun.

Aldrei hafa fleiri lært íslensku sem annað mál í háskóla. Við hittum nemendur í faginu sem hafa mikinn metnað fyrir náminu og ætla sér að ná framburðinum upp á tíu. Svo kynnum við okkur öryggisráðstafnir á söfnum hér á landi, í kjölfar þess að þjófnaður á Louvre-safninu í París vakti heimsathygli

Af menningunni er það að frétta að Iceland Airwaves sem fer á fullt í kvöld og fréttastofan verður í beinni úr opnunarteiti hátíðarinnar, sem og frá Hönnunarverðlaununum, sem veitt eru í kvöld.

Í sportinu verður rætt við nýjan þjálfara kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta, fjallað um breytingar hjá einum mest spennandi þjálfara í karlaboltanum, og rætt við írska fótboltagoðsögn um gengi Heimis Hallgrímssonar, sem þjálfar írska karlalandsliðið í fótbolta.

Ekki missa af kvöldfréttum Sýnar í opinni dagskrá á samtengdum rásum Sýnar, Vísis og Bylgjunnar klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×