Gáleysi utanríkisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar 5. október 2018 07:00 Á dögunum átti sér stað umræða um Brexit-ferlið á Alþingi, og sagði utanríkisráðherra, Guðlaugur Þór, þá m.a. þessi – sem ég vil kalla fleygu, þó í nokkru lágflugi séu – orð: „Við hljótum að draga þá ályktun að við getum alls ekki verið inni í Evrópusambandinu. Því allt það sem hefur verið sagt um það að það sé ekkert mál að fara út aftur ef okkur líkar ekki við veruna, það eru röksemdir, sem enginn getur notað aftur.“ Nú er það svo, að Guðlaugur Þór er æðsti maður landsmanna í utanríkismálum og samskiptum Íslendinga við aðrar þjóðir, og er því nokkuð í húfi, að hann hugsi allt vel og beiti þekkingu og yfirsýn, þegar hann tjáir sig um alþjóðamál. En, í hverju felst gáleysi utanríkisráðherra? Við gengum þá þegar 1993 80-90% í ESB, í gegnum EFTA/EES-samninginn og svo Schengen-samkomulagið. Við erum því, í grundvallaratriðum, búin að vera þar inni í aldarfjórðung. Sú vist hefur lagt grundvöllinn að framförum okkar og velferð – var aðallyftistöngin upp úr hruninu –, en með þessari vist og aðild að ESB höfum við átt frjálsan og ótakmarkaðan aðgang að stærsta markaði heims, 500 milljónum manna – margir með góða kaupgetu – fyrir varning okkar og þjónustu, jafnframt ferða-, dvalar- og starfsfrelsi okkar á þessu sama svæði. Á sama hátt hefur gagnkvæmt frelsi íbúa annarra aðildarþjóða tryggt okkur þann mannafla, sem okkur vantaði til að byggja upp ferðaþjónustuna, efla byggingariðnaðinn, o.s.frv. Það, sem upp á hefur vantað, er, að inngönguskrefið væri tekið til fulls, 100%, en með því kæmumst við úr þeirri stöðu að verða áhrifalaust aðildarríki, áheyrnarfulltrúi, í þá stöðu, að hafa sex þingmenn á Evrópuþinginu og okkar eigin kommissar (ráðherra), eins og hin aðildarríkin 28, en engin þjóð hefur fleiri en einn kommissar. Með fullri aðild gætum við látið vel í okkur heyra, á réttum stöðum og réttum tímum, og haft áhrif á ekki aðeins okkar eigin stöðu, heldur líka almennan gang mála í Evrópu og heiminum. Hér skal á það minnt, að engin stærri ákvörðun nær fram að ganga í ESB, nema allar aðildarþjóðir samþykki. Hver og ein þjóð hefur því mikil áhrif og mikið vald, neitunarvald, en auðvitað eingöngu með fullri, formlegri aðild. Það, sem upp á vantar fulla aðild að ESB, er aðallega tvennt: 1. Samkomulag um landbúnaðarmál, en þar sem EES-samningurinn tengir okkur líka við innri markað ESB með landbúnaðarafurðir, eru þessi landbúnaðarmál, hvort sem er, stöðugt í deiglu, auk þess, sem ESB hefur samþykkt undanþágur og vernd landbúnaðar, bæði í Norður-Svíþjóð og Norður-Finnlandi, vegna „norrænnar legu“, sem eflaust myndu líka gilda fyrir okkur. 2. Samkomulag um fiskimiðin, þar sem okkur væru tryggð full yfirráð yfir þeim, en Malta, sem var í sambærilegri stöðu, þegar samið var um aðild að ESB, tryggði sér full yfirráð og nýtingu fiskimiða sinna, á grundvelli langrar hefðar og þeirrar staðreyndar, að fiskveiðar voru grundvöllurinn fyrir afkomu Maltverja. Undirritaður telur því, að gæfulegt fullt aðildarsamkomulag við ESB sé mögulegt, en auðvitað yrðu engir endanlegir aðildarsamningar undirritaðir, nema svo væri. Um hugsanlega útgöngu og umsögn utanríkisráðherra um hana, skal þetta sagt: Við myndum auðvitað ekki taka lokaskrefið til inngöngu með það sérstaklega fyrir augum að ganga út aftur. Slíkar hugrenningar virðast undarlegar. Annað mál er svo það, að það er þræleinfalt að ganga úr ESB; til þess þarf bara eina einhliða yfirlýsingu og stuttan biðtíma, eins og dæmin sanna. Fullyrðingar um, að erfitt eða ómögulegt sé að ganga út, eru út í hött. Vandræði Breta við Brexit eru ekki þau, að þeir séu í vanda með að komast út, heldur þau, að þeir vilja halda öllum kostum þess að vera inni, í ESB, án þess að taka á sig eðlilegar skuldbindingar og skyldur af ESB-aðild, eins og hinar 27 aðildarþjóðirnar. Hjá Bretum virðast eiginhagsmunir oft í fyrirrúmi, eins og þegar þeir beittu hryðjuverkalögum gegn okkur Íslendingum. Varla eru menn að mæla því bót. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Á dögunum átti sér stað umræða um Brexit-ferlið á Alþingi, og sagði utanríkisráðherra, Guðlaugur Þór, þá m.a. þessi – sem ég vil kalla fleygu, þó í nokkru lágflugi séu – orð: „Við hljótum að draga þá ályktun að við getum alls ekki verið inni í Evrópusambandinu. Því allt það sem hefur verið sagt um það að það sé ekkert mál að fara út aftur ef okkur líkar ekki við veruna, það eru röksemdir, sem enginn getur notað aftur.“ Nú er það svo, að Guðlaugur Þór er æðsti maður landsmanna í utanríkismálum og samskiptum Íslendinga við aðrar þjóðir, og er því nokkuð í húfi, að hann hugsi allt vel og beiti þekkingu og yfirsýn, þegar hann tjáir sig um alþjóðamál. En, í hverju felst gáleysi utanríkisráðherra? Við gengum þá þegar 1993 80-90% í ESB, í gegnum EFTA/EES-samninginn og svo Schengen-samkomulagið. Við erum því, í grundvallaratriðum, búin að vera þar inni í aldarfjórðung. Sú vist hefur lagt grundvöllinn að framförum okkar og velferð – var aðallyftistöngin upp úr hruninu –, en með þessari vist og aðild að ESB höfum við átt frjálsan og ótakmarkaðan aðgang að stærsta markaði heims, 500 milljónum manna – margir með góða kaupgetu – fyrir varning okkar og þjónustu, jafnframt ferða-, dvalar- og starfsfrelsi okkar á þessu sama svæði. Á sama hátt hefur gagnkvæmt frelsi íbúa annarra aðildarþjóða tryggt okkur þann mannafla, sem okkur vantaði til að byggja upp ferðaþjónustuna, efla byggingariðnaðinn, o.s.frv. Það, sem upp á hefur vantað, er, að inngönguskrefið væri tekið til fulls, 100%, en með því kæmumst við úr þeirri stöðu að verða áhrifalaust aðildarríki, áheyrnarfulltrúi, í þá stöðu, að hafa sex þingmenn á Evrópuþinginu og okkar eigin kommissar (ráðherra), eins og hin aðildarríkin 28, en engin þjóð hefur fleiri en einn kommissar. Með fullri aðild gætum við látið vel í okkur heyra, á réttum stöðum og réttum tímum, og haft áhrif á ekki aðeins okkar eigin stöðu, heldur líka almennan gang mála í Evrópu og heiminum. Hér skal á það minnt, að engin stærri ákvörðun nær fram að ganga í ESB, nema allar aðildarþjóðir samþykki. Hver og ein þjóð hefur því mikil áhrif og mikið vald, neitunarvald, en auðvitað eingöngu með fullri, formlegri aðild. Það, sem upp á vantar fulla aðild að ESB, er aðallega tvennt: 1. Samkomulag um landbúnaðarmál, en þar sem EES-samningurinn tengir okkur líka við innri markað ESB með landbúnaðarafurðir, eru þessi landbúnaðarmál, hvort sem er, stöðugt í deiglu, auk þess, sem ESB hefur samþykkt undanþágur og vernd landbúnaðar, bæði í Norður-Svíþjóð og Norður-Finnlandi, vegna „norrænnar legu“, sem eflaust myndu líka gilda fyrir okkur. 2. Samkomulag um fiskimiðin, þar sem okkur væru tryggð full yfirráð yfir þeim, en Malta, sem var í sambærilegri stöðu, þegar samið var um aðild að ESB, tryggði sér full yfirráð og nýtingu fiskimiða sinna, á grundvelli langrar hefðar og þeirrar staðreyndar, að fiskveiðar voru grundvöllurinn fyrir afkomu Maltverja. Undirritaður telur því, að gæfulegt fullt aðildarsamkomulag við ESB sé mögulegt, en auðvitað yrðu engir endanlegir aðildarsamningar undirritaðir, nema svo væri. Um hugsanlega útgöngu og umsögn utanríkisráðherra um hana, skal þetta sagt: Við myndum auðvitað ekki taka lokaskrefið til inngöngu með það sérstaklega fyrir augum að ganga út aftur. Slíkar hugrenningar virðast undarlegar. Annað mál er svo það, að það er þræleinfalt að ganga úr ESB; til þess þarf bara eina einhliða yfirlýsingu og stuttan biðtíma, eins og dæmin sanna. Fullyrðingar um, að erfitt eða ómögulegt sé að ganga út, eru út í hött. Vandræði Breta við Brexit eru ekki þau, að þeir séu í vanda með að komast út, heldur þau, að þeir vilja halda öllum kostum þess að vera inni, í ESB, án þess að taka á sig eðlilegar skuldbindingar og skyldur af ESB-aðild, eins og hinar 27 aðildarþjóðirnar. Hjá Bretum virðast eiginhagsmunir oft í fyrirrúmi, eins og þegar þeir beittu hryðjuverkalögum gegn okkur Íslendingum. Varla eru menn að mæla því bót.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar