Vegferðin frá hruni Ásta S. Helgadóttir skrifar 5. október 2018 07:00 Embætti umboðsmanns skuldara var stofnað um tveimur árum eftir efnahagshrunið en það tók til starfa þann 1. ágúst 2010. Í ljósi þess að fjárhagsstaða margra einstaklinga hafði versnað til muna frá hruni, var það mat stjórnvalda að brýn þörf væri fyrir ríkisstofnun sem myndi veita einstaklingum endurgjaldslausa aðstoð við úrlausn á fjárhagsvanda sínum. Með setningu laga um umboðsmann skuldara, fékk embættið ákveðin lögbundin hlutverk og átti stofnunin að byggja á grunni Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, sem hafði verið starfrækt frá árinu 1996. Samhliða stofnun embættisins var umboðsmanni skuldara falið að annast framkvæmd á nýju lagalegu úrræði, greiðsluaðlögun einstaklinga. Í greiðsluaðlögun er leitast við að ná frjálsum samningum við kröfuhafa með það að markmiði að koma á jafnvægi milli skulda og greiðslugetu. Úrræðið var nýmæli á Íslandi en sambærilegt úrræði hefur staðið almenningi til boða annars staðar á Norðurlöndum um langt skeið og voru Íslendingar því seinastir Norðurlandaþjóða að innleiða slíkt úrræði. Fyrstu starfsár embættisins voru mjög krefjandi. Samhliða því að embættið var nýstofnað, þar sem ráða þurfti nýtt starfsfólk og vinna með nýja löggjöf, þurfti embættið að mæta gríðarlegum umsóknarfjölda og miklum væntingum umsækjenda. Sem dæmi má nefna að á fyrstu fimm mánuðum frá stofnun embættisins bárust hátt í 2.000 umsóknir um úrræði og á árinu 2011 bárust um 3.100 umsóknir, sem endurspeglaði þörfina á þessum tíma. Í dag er hægt að sækja um þrenns konar úrræði hjá embættinu, þ.e. ráðgjöf, greiðsluaðlögun og fjárhagsaðstoð til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta. Alls hafa borist rúmlega 16.000 umsóknir um úrræði og hátt í 4.000 erindi. Þegar litið er yfir farinn veg og þær miklu áskoranir sem embættið hefur mætt í gegnum árin, er undirrituð stolt af þeim árangri sem hefur náðst. Nefna má ýmis dæmi til staðfestingar á honum. Fyrst ber að nefna að samningaviðræður við kröfuhafa í úrræði greiðsluaðlögunar hafa verið árangursríkar. Yfir 3.300 samningar um greiðsluaðlögun hafa tekið gildi og meðaleftirgjöf óveðtryggðra krafna hefur verið hátt í 90%. Þá má nefna það traust og viðurkenningu sem embættið hefur notið frá kröfuhöfum til að annast milligöngu við úrlausn á fjárhagsvanda einstaklinga og koma fram fyrir þeirra hönd í samningaviðræðum. Ein birtingarmynd árangursins er jafnframt sú sem lýsir stöðunni í dag, þ.e. að einstaklingar leita til embættisins til að fá aðstoð vegna fjárhagserfiðleika í þeirri viðleitni að fá úrlausn í stað þess að gefast upp. Ljóst er að embættið hefur ekki náð og mun ekki ná farsælli niðurstöðu fyrir alla sem til þess leita. Fyrir því eru margþættar ástæður, s.s. lagaskilyrði, afstaða kröfuhafa í samningaviðræðum, forsaga, mismunandi væntingar og greiðsluvilji einstaklinga o.fl. Skuldamál heimilanna eru eðli málsins samkvæmt flókinn málaflokkur, með sínum þrætueplum og ólíku skoðunum. Að mati undirritaðrar er mikilvægt, þegar litið er til framtíðar, að einstaklingar sem lenda í greiðsluerfiðleikum geti nálgast endurgjaldslausa þjónustu og fengið lausnir á borð við greiðsluaðlögun, sem hefur margsannað mikilvægi sitt. Embættið hefur lagt aukna áherslu á að veita fræðslu um starfsemina og þau úrræði sem standa einstaklingum til boða. Þá er mikilvægt að nýta þá greiningu sem embættið hefur á stöðu þeirra umsækjanda sem leita til þess á hverjum tíma, þegar lagt er mat á hvort einhver hættumerki séu til staðar í þjóðfélaginu. Í starfi mínu sem umboðsmaður skuldara, verður ekki fram hjá því litið, hve þörfin er mikil fyrir að efla fjármálalæsi í íslensku samfélagi. Gott fjármálalæsi er grunnur að fjárhagslegri velferð og því hyggst embættið leggja aukna áherslu á forvarnir og fræðslu um fjármál heimilanna en ljóst er að margir þurfa leggja sitt á vogarskálarnar í þeim efnum. Umboðsmaður skuldara býður fram þjónustu sína og þekkingu á þær vogarskálar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Embætti umboðsmanns skuldara var stofnað um tveimur árum eftir efnahagshrunið en það tók til starfa þann 1. ágúst 2010. Í ljósi þess að fjárhagsstaða margra einstaklinga hafði versnað til muna frá hruni, var það mat stjórnvalda að brýn þörf væri fyrir ríkisstofnun sem myndi veita einstaklingum endurgjaldslausa aðstoð við úrlausn á fjárhagsvanda sínum. Með setningu laga um umboðsmann skuldara, fékk embættið ákveðin lögbundin hlutverk og átti stofnunin að byggja á grunni Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, sem hafði verið starfrækt frá árinu 1996. Samhliða stofnun embættisins var umboðsmanni skuldara falið að annast framkvæmd á nýju lagalegu úrræði, greiðsluaðlögun einstaklinga. Í greiðsluaðlögun er leitast við að ná frjálsum samningum við kröfuhafa með það að markmiði að koma á jafnvægi milli skulda og greiðslugetu. Úrræðið var nýmæli á Íslandi en sambærilegt úrræði hefur staðið almenningi til boða annars staðar á Norðurlöndum um langt skeið og voru Íslendingar því seinastir Norðurlandaþjóða að innleiða slíkt úrræði. Fyrstu starfsár embættisins voru mjög krefjandi. Samhliða því að embættið var nýstofnað, þar sem ráða þurfti nýtt starfsfólk og vinna með nýja löggjöf, þurfti embættið að mæta gríðarlegum umsóknarfjölda og miklum væntingum umsækjenda. Sem dæmi má nefna að á fyrstu fimm mánuðum frá stofnun embættisins bárust hátt í 2.000 umsóknir um úrræði og á árinu 2011 bárust um 3.100 umsóknir, sem endurspeglaði þörfina á þessum tíma. Í dag er hægt að sækja um þrenns konar úrræði hjá embættinu, þ.e. ráðgjöf, greiðsluaðlögun og fjárhagsaðstoð til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta. Alls hafa borist rúmlega 16.000 umsóknir um úrræði og hátt í 4.000 erindi. Þegar litið er yfir farinn veg og þær miklu áskoranir sem embættið hefur mætt í gegnum árin, er undirrituð stolt af þeim árangri sem hefur náðst. Nefna má ýmis dæmi til staðfestingar á honum. Fyrst ber að nefna að samningaviðræður við kröfuhafa í úrræði greiðsluaðlögunar hafa verið árangursríkar. Yfir 3.300 samningar um greiðsluaðlögun hafa tekið gildi og meðaleftirgjöf óveðtryggðra krafna hefur verið hátt í 90%. Þá má nefna það traust og viðurkenningu sem embættið hefur notið frá kröfuhöfum til að annast milligöngu við úrlausn á fjárhagsvanda einstaklinga og koma fram fyrir þeirra hönd í samningaviðræðum. Ein birtingarmynd árangursins er jafnframt sú sem lýsir stöðunni í dag, þ.e. að einstaklingar leita til embættisins til að fá aðstoð vegna fjárhagserfiðleika í þeirri viðleitni að fá úrlausn í stað þess að gefast upp. Ljóst er að embættið hefur ekki náð og mun ekki ná farsælli niðurstöðu fyrir alla sem til þess leita. Fyrir því eru margþættar ástæður, s.s. lagaskilyrði, afstaða kröfuhafa í samningaviðræðum, forsaga, mismunandi væntingar og greiðsluvilji einstaklinga o.fl. Skuldamál heimilanna eru eðli málsins samkvæmt flókinn málaflokkur, með sínum þrætueplum og ólíku skoðunum. Að mati undirritaðrar er mikilvægt, þegar litið er til framtíðar, að einstaklingar sem lenda í greiðsluerfiðleikum geti nálgast endurgjaldslausa þjónustu og fengið lausnir á borð við greiðsluaðlögun, sem hefur margsannað mikilvægi sitt. Embættið hefur lagt aukna áherslu á að veita fræðslu um starfsemina og þau úrræði sem standa einstaklingum til boða. Þá er mikilvægt að nýta þá greiningu sem embættið hefur á stöðu þeirra umsækjanda sem leita til þess á hverjum tíma, þegar lagt er mat á hvort einhver hættumerki séu til staðar í þjóðfélaginu. Í starfi mínu sem umboðsmaður skuldara, verður ekki fram hjá því litið, hve þörfin er mikil fyrir að efla fjármálalæsi í íslensku samfélagi. Gott fjármálalæsi er grunnur að fjárhagslegri velferð og því hyggst embættið leggja aukna áherslu á forvarnir og fræðslu um fjármál heimilanna en ljóst er að margir þurfa leggja sitt á vogarskálarnar í þeim efnum. Umboðsmaður skuldara býður fram þjónustu sína og þekkingu á þær vogarskálar.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun