Allt nema lögin Ragnar Þór Pétursson skrifar 5. október 2018 07:00 Þegar þjóðin valdi bestu bók sem skrifuð hefði verið á íslensku valdi hún Njálu. Einn er sá kafli Njálu sem óhætt er að fullyrða að njóti ekki sömu almannahylli. Það er langi kaflinn um lögin í landinu. Líklega er enginn kafli íslensks bókmenntaverks oftar hraðlesinn eða einfaldlega sleppt með öllu. Rauði þráðurinn í Njálu er samband manna og laga. Færa má rök fyrir því að hún sé ein risastór dæmisaga um þörfina fyrir lög til að beisla hið hverfula manneðli. Njáll mælir hin frægu orð: „Með lögum skal land byggja.“ En lög eru ekki nóg. Þeim þarf að fylgja. Þegar Gunnar hætti við utanförina var eyðileggingin óumflýjanleg. Spakmælið um að lög einkenni gott samfélag var þekkt um Norðurlönd á ritunartíma Njálu. Höfundur Njálu var því talsmaður þekktra grundvallarviðhorfa. Upp á síðkastið hefur það orðið mér áleitin spurning hvort slík grundvallarviðhorf hafi varðveist verr hér á landi en annars staðar. Fyrir nokkrum vikum sögðu evrópskir kollegar mínir mér að í þeirra heimalöndum dytti stjórnvöldum ekki í hug að setja lög nema ætla sér að fylgja þeim. Nýleg skýrsla Evrópumiðstöðvar um skóla án aðgreiningar kemst að þeirri niðurstöðu að hér á landi hafi í raun og veru allt klikkað þegar íslenska ríkið tók að sér að tryggja öllum börnum menntun. Allt nema lögin. Þau eru býsna góð. Þeim hefur bara ekki verið fylgt – og lítið hefur verið gert í því. Síðustu daga höfum við heyrt af illri meðferð verkafólks á Íslandi. Við þekkjum jafnframt margvísleg dæmi þess að réttur sé brotinn á fötluðum, því þótt þeim séu tryggð réttindi með lögum þá virðist hinu opinbera ekki bera nein skylda til að fjármagna þau réttindi. Það segir kannski sitt að eftir að ég hafði, hálf niðurbrotinn, rætt þessi mál við erlenda kollega kom til mín fulltrúi, klappaði mér á öxlina og sagðist kannast við þetta allt. Það var fulltrúi Rússlands. Mér varð lítil huggun í því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ragnar Þór Pétursson Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Þegar þjóðin valdi bestu bók sem skrifuð hefði verið á íslensku valdi hún Njálu. Einn er sá kafli Njálu sem óhætt er að fullyrða að njóti ekki sömu almannahylli. Það er langi kaflinn um lögin í landinu. Líklega er enginn kafli íslensks bókmenntaverks oftar hraðlesinn eða einfaldlega sleppt með öllu. Rauði þráðurinn í Njálu er samband manna og laga. Færa má rök fyrir því að hún sé ein risastór dæmisaga um þörfina fyrir lög til að beisla hið hverfula manneðli. Njáll mælir hin frægu orð: „Með lögum skal land byggja.“ En lög eru ekki nóg. Þeim þarf að fylgja. Þegar Gunnar hætti við utanförina var eyðileggingin óumflýjanleg. Spakmælið um að lög einkenni gott samfélag var þekkt um Norðurlönd á ritunartíma Njálu. Höfundur Njálu var því talsmaður þekktra grundvallarviðhorfa. Upp á síðkastið hefur það orðið mér áleitin spurning hvort slík grundvallarviðhorf hafi varðveist verr hér á landi en annars staðar. Fyrir nokkrum vikum sögðu evrópskir kollegar mínir mér að í þeirra heimalöndum dytti stjórnvöldum ekki í hug að setja lög nema ætla sér að fylgja þeim. Nýleg skýrsla Evrópumiðstöðvar um skóla án aðgreiningar kemst að þeirri niðurstöðu að hér á landi hafi í raun og veru allt klikkað þegar íslenska ríkið tók að sér að tryggja öllum börnum menntun. Allt nema lögin. Þau eru býsna góð. Þeim hefur bara ekki verið fylgt – og lítið hefur verið gert í því. Síðustu daga höfum við heyrt af illri meðferð verkafólks á Íslandi. Við þekkjum jafnframt margvísleg dæmi þess að réttur sé brotinn á fötluðum, því þótt þeim séu tryggð réttindi með lögum þá virðist hinu opinbera ekki bera nein skylda til að fjármagna þau réttindi. Það segir kannski sitt að eftir að ég hafði, hálf niðurbrotinn, rætt þessi mál við erlenda kollega kom til mín fulltrúi, klappaði mér á öxlina og sagðist kannast við þetta allt. Það var fulltrúi Rússlands. Mér varð lítil huggun í því.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun