Bann við menntun til betrunar? Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 4. október 2018 08:30 Fangelsið á Hólmsheiði. vísir/vilhelm Berglind Hólm Harðardóttir situr í stjórn samtakanna Olnbogabörn/Týndu börnin okkar. Hún segir að áhyggjufull móðir hafi leitað til samtakanna vegna sonar síns sem varð tvítugur á dögunum en hann afplánar í fangelsinu á Hólmsheiði. „Þessi ungi maður er ekki búinn að mennta sig og hefur verið að velkjast um í kerfinu í einhver ár og endar svo þarna. Hann sýnir nú áhuga á því að mennta sig og fyrsta skóladaginn nú í byrjun hausts fer hann á Facebook í tölvunni sem hann fær til afnota til að iðka sitt nám. Það er bannað að fara á Facebook í fangelsinu og því hlýtur hann refsingu. Refsingin sem hann fær er hins vegar sú að hann er settur í bann frá skólanum í mánuð og að auki fá aðrir fangar ekki að fara á netið í þrjá sólarhringa,“ segir Berglind. „Við erum að skoða þetta mál enda hafa samtökin áhuga á að skoða hvernig búið er að unga fólkinu okkar í fangelsum landsins.“Bíða upplýsinga um verklag Facebook er ein af mörgum síðum sem bannað er að fara á í fangelsinu og ber að fara eftir því. Hægt er að loka fyrir síðurnar svo að ekki sé hægt að fara inn á þær þó svo að það sé reynt. „Það hefur verið mjög létt fyrir hann að komast þarna í gegn. Það er spurning hvort Fangelsismálastofnun þurfi ekki bara að endurskoða tölvumálin. Þetta væri allt annað ef drengurinn væri mjög klár í tölvum, en það er ekki raunin,“ segir Berglind. „Auðvitað á hann að virða reglurnar en okkur finnst þetta brjóta á öllu því sem á að kallast betrun, því sem á að hjálpa honum að verða að betri manni með því að mennta sig. Við vitum það alveg að ef maður missir mánuð úr skóla þá er erfitt að ná því aftur upp, á flestum stöðum þýðir það fall. Það hefur lengi ríkt úrræðaleysi gagnvart þessum börnum sem lenda utan vegar og þetta gæti verið anginn af því, að þau endi í fangelsi.“ Nemendur í fangelsinu á Hólmsheiði hafa aðgang að tölvum frá klukkan 9 til 16 og nota þeir þennan tíma til að skila inn verkefnum í fjarnáminu. Nemandinn sem um ræðir getur ekki skilað inn verkefnum í gegnum tölvuna vegna bannsins og fær því núll í einkunn. Líkt og stendur í lögum um fullnustu refsinga getur forstöðumaður fangelsis beitt fanga agaviðurlögum vegna brota á lögum, reglugerðum og reglum. Berglind segir að búið sé að óska eftir verklagsreglum hjá Fangelsismálastofnun vegna þessa tiltekna máls. „Við fengum þau svör að það væri forstöðumaður fangelsisins sem tæki ákvörðun með svona mál. Við vinnum nú í því að óska eftir upplýsingum um það.“ Skólinn í fangelsinu hófst 10. september og komst upp um brotið þann 12. september. Refsingin tók gildi þann 15. Ungi maðurinn er enn þá í banni. Fangelsismálastofnun virtist ekki kannast við málið þegar innt var eftir svörum.Guðmundur Ingi Þóroddsson formðaur Afstöðu.Hóprefsingar óásættanlegar Afstaða, félag fanga, hefur ítrekað mótmælt því hvernig forstöðumenn fangelsa landsins beita agaviðurlögum, en félagið segir að oftar en ekki þjóni þau ekki tilgangi sínum. „Saga unga mannsins á Hólmsheiði er skýrt dæmi um það og nánast óskiljanlegt að telja það ásættanlega refsingu að hefta aðgang hans að náminu, enda er nám algjör grunnur að allri betrun í kerfinu. Með margvíslegum hætti má bæta stuðning, þar með talið eftirlit, í stað þess að beita íþyngjandi viðurlögum,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu. „Agaviðurlög í íslenskum fangelsum eru að mestu arfleifð fornaldarhugsunar þar sem viðurlögin eru oft margþætt, sem oftar en ekki ýtir undir veikindi fangans sem er iðulega fíknisjúkdómur og kemur harðast niður á fjölskyldu fangans og samfélaginu. Við ættum ekki að eiga í erfiðleikum með að finna betri aðferðir enda hafa þær verið teknar upp í mjög mörgum Evrópulöndum og þá sérstaklega á Norðurlöndunum sem eru auðvitað þau lönd sem við viljum bera okkur saman við en erum áratugum á eftir þegar kemur að fangelsismálum.“ Guðmundur bætir því við að Afstaða telji hóprefsingar með öllu óásættanlegar og vera aðeins til þess fallnar að valda ólgu meðal fanga sem beinist þá að þeim brotlega og getur auðveldlega sett viðkomandi fanga í hættu. „Tilgangurinn virðist hreinlega vera sá að nota fangahópinn til að sjá um að framfylgja refsingu á hendur einum einstaklingi. Það kann ekki góðri lukku að stýra. Með svipuðum hætti hefur fjölskyldum dómþola, oft og tíðum börnum þeirra, verið gert að taka út heimsóknarbann vegna agaviðurlaga. Að beita slíkum refsingum er að mati Afstöðu forkastanlegt,“ segir Guðmundur. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Noregur leiðandi í fangelsismálum Stærðin er eitt af því sem er jákvætt við umhverfi íslenskra fangelsa. Persónulegt samband við fanga er því betra en gengur og gerist erlendis en þó er margt sem þarf að bæta verulega. 4. október 2018 08:00 Þurfum að nálgast þetta af umhyggju Á tíunda áratug síðustu aldar stóðu Bretar frammi fyrir áskorunum sem tengdust aukinni glæpatíðni sem að stórum hluta var hægt að rekja til áfengis- og fíkniefnaneyslu. 4. október 2018 08:00 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Berglind Hólm Harðardóttir situr í stjórn samtakanna Olnbogabörn/Týndu börnin okkar. Hún segir að áhyggjufull móðir hafi leitað til samtakanna vegna sonar síns sem varð tvítugur á dögunum en hann afplánar í fangelsinu á Hólmsheiði. „Þessi ungi maður er ekki búinn að mennta sig og hefur verið að velkjast um í kerfinu í einhver ár og endar svo þarna. Hann sýnir nú áhuga á því að mennta sig og fyrsta skóladaginn nú í byrjun hausts fer hann á Facebook í tölvunni sem hann fær til afnota til að iðka sitt nám. Það er bannað að fara á Facebook í fangelsinu og því hlýtur hann refsingu. Refsingin sem hann fær er hins vegar sú að hann er settur í bann frá skólanum í mánuð og að auki fá aðrir fangar ekki að fara á netið í þrjá sólarhringa,“ segir Berglind. „Við erum að skoða þetta mál enda hafa samtökin áhuga á að skoða hvernig búið er að unga fólkinu okkar í fangelsum landsins.“Bíða upplýsinga um verklag Facebook er ein af mörgum síðum sem bannað er að fara á í fangelsinu og ber að fara eftir því. Hægt er að loka fyrir síðurnar svo að ekki sé hægt að fara inn á þær þó svo að það sé reynt. „Það hefur verið mjög létt fyrir hann að komast þarna í gegn. Það er spurning hvort Fangelsismálastofnun þurfi ekki bara að endurskoða tölvumálin. Þetta væri allt annað ef drengurinn væri mjög klár í tölvum, en það er ekki raunin,“ segir Berglind. „Auðvitað á hann að virða reglurnar en okkur finnst þetta brjóta á öllu því sem á að kallast betrun, því sem á að hjálpa honum að verða að betri manni með því að mennta sig. Við vitum það alveg að ef maður missir mánuð úr skóla þá er erfitt að ná því aftur upp, á flestum stöðum þýðir það fall. Það hefur lengi ríkt úrræðaleysi gagnvart þessum börnum sem lenda utan vegar og þetta gæti verið anginn af því, að þau endi í fangelsi.“ Nemendur í fangelsinu á Hólmsheiði hafa aðgang að tölvum frá klukkan 9 til 16 og nota þeir þennan tíma til að skila inn verkefnum í fjarnáminu. Nemandinn sem um ræðir getur ekki skilað inn verkefnum í gegnum tölvuna vegna bannsins og fær því núll í einkunn. Líkt og stendur í lögum um fullnustu refsinga getur forstöðumaður fangelsis beitt fanga agaviðurlögum vegna brota á lögum, reglugerðum og reglum. Berglind segir að búið sé að óska eftir verklagsreglum hjá Fangelsismálastofnun vegna þessa tiltekna máls. „Við fengum þau svör að það væri forstöðumaður fangelsisins sem tæki ákvörðun með svona mál. Við vinnum nú í því að óska eftir upplýsingum um það.“ Skólinn í fangelsinu hófst 10. september og komst upp um brotið þann 12. september. Refsingin tók gildi þann 15. Ungi maðurinn er enn þá í banni. Fangelsismálastofnun virtist ekki kannast við málið þegar innt var eftir svörum.Guðmundur Ingi Þóroddsson formðaur Afstöðu.Hóprefsingar óásættanlegar Afstaða, félag fanga, hefur ítrekað mótmælt því hvernig forstöðumenn fangelsa landsins beita agaviðurlögum, en félagið segir að oftar en ekki þjóni þau ekki tilgangi sínum. „Saga unga mannsins á Hólmsheiði er skýrt dæmi um það og nánast óskiljanlegt að telja það ásættanlega refsingu að hefta aðgang hans að náminu, enda er nám algjör grunnur að allri betrun í kerfinu. Með margvíslegum hætti má bæta stuðning, þar með talið eftirlit, í stað þess að beita íþyngjandi viðurlögum,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu. „Agaviðurlög í íslenskum fangelsum eru að mestu arfleifð fornaldarhugsunar þar sem viðurlögin eru oft margþætt, sem oftar en ekki ýtir undir veikindi fangans sem er iðulega fíknisjúkdómur og kemur harðast niður á fjölskyldu fangans og samfélaginu. Við ættum ekki að eiga í erfiðleikum með að finna betri aðferðir enda hafa þær verið teknar upp í mjög mörgum Evrópulöndum og þá sérstaklega á Norðurlöndunum sem eru auðvitað þau lönd sem við viljum bera okkur saman við en erum áratugum á eftir þegar kemur að fangelsismálum.“ Guðmundur bætir því við að Afstaða telji hóprefsingar með öllu óásættanlegar og vera aðeins til þess fallnar að valda ólgu meðal fanga sem beinist þá að þeim brotlega og getur auðveldlega sett viðkomandi fanga í hættu. „Tilgangurinn virðist hreinlega vera sá að nota fangahópinn til að sjá um að framfylgja refsingu á hendur einum einstaklingi. Það kann ekki góðri lukku að stýra. Með svipuðum hætti hefur fjölskyldum dómþola, oft og tíðum börnum þeirra, verið gert að taka út heimsóknarbann vegna agaviðurlaga. Að beita slíkum refsingum er að mati Afstöðu forkastanlegt,“ segir Guðmundur.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Noregur leiðandi í fangelsismálum Stærðin er eitt af því sem er jákvætt við umhverfi íslenskra fangelsa. Persónulegt samband við fanga er því betra en gengur og gerist erlendis en þó er margt sem þarf að bæta verulega. 4. október 2018 08:00 Þurfum að nálgast þetta af umhyggju Á tíunda áratug síðustu aldar stóðu Bretar frammi fyrir áskorunum sem tengdust aukinni glæpatíðni sem að stórum hluta var hægt að rekja til áfengis- og fíkniefnaneyslu. 4. október 2018 08:00 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Noregur leiðandi í fangelsismálum Stærðin er eitt af því sem er jákvætt við umhverfi íslenskra fangelsa. Persónulegt samband við fanga er því betra en gengur og gerist erlendis en þó er margt sem þarf að bæta verulega. 4. október 2018 08:00
Þurfum að nálgast þetta af umhyggju Á tíunda áratug síðustu aldar stóðu Bretar frammi fyrir áskorunum sem tengdust aukinni glæpatíðni sem að stórum hluta var hægt að rekja til áfengis- og fíkniefnaneyslu. 4. október 2018 08:00