Framtíð laxeldis er í lokuðum kerfum Gísli Sigurðsson skrifar 4. október 2018 07:00 Það er óumdeilt að laxeldi í opnum sjókvíum veldur miklum umhverfisskaða: 1) Almenn mengun spillir nærumhverfinu, 2) sjúkdómar og lúsafaraldrar magnast upp í kringum eldið og laxalúsin leggst bæði á eldisfiskinn og villta laxfiska í 100-200 km fjarlægð frá eldinu og dregur þá til dauða, 3) eldisfiskar sleppa alltaf út og valda erfðablöndun í villtum laxastofnum í allt að 2000 km fjarlægð. Hægt er að kynna sér þessi miklu umhverfisáhrif í skýrslu Norsku ríkisendurskoðunarinnar frá árinu 2012 . Þá er nýkomin skýrsla norska vísindaráðsins um ástand villtra laxa í Noregi þar sem enn eru dregin fram hin neikvæðu umhverfisáhrif eldisins. Vegna þessara miklu og neikvæðu umhverfisáhrifa auglýstu norsk stjórnvöld árið 2015 eftir hugmyndum að þróunarverkefnum í fiskeldi sem gætu undið ofan af þeim mikla skaða sem eldið hafði valdið í Noregi. Veglegir styrkir voru í boði til nýsköpunar á þessu sviði og var tekið á móti umsóknum frá 20. nóvember 2015 til 17. nóvember 2017. Nú hafa átta verkefni af þeim 45 sem tekin voru til efnislegrar skoðunar hlotið styrki til áframhaldandi þróunar. Í fyrravor tóku Samtök norska iðnaðarins (Norsk industri) undir með stjórnvöldum í þessari stefnumótun og settu markið á að árið 2030 yrði hægt að ala lax við Noreg án þeirra neikvæðu umhverfisáhrifa sem rakin voru hér að framan og eru óhjákvæmilegur fylgifiskur opins sjókvíaeldis. Íslensk stjórnvöld ættu að bjóða þessi norsku nýsköpunarverkefni velkomin hingað til lands – þar sem mikill áhugi virðist vera fyrir auknu laxeldi til atvinnu- og verðmætasköpunar hér á landi – með þeim ívilnunum sem stjórnvöld geta veitt vaxtarbroddum í atvinnulífi. Þannig mætti stilla Íslandi upp í fremstu röð og taka strax stefnuna á umhverfisvænt laxeldi í sjó í stað þess að láta okkur taka fortíðarvanda Norðmanna í arf hér á landi – á meðan þeir sjálfir stefna í aðra átt heima hjá sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir Skoðun Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Söguþráðurinn raknar Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Erum við betri en ungmenni í að skilja þeirra eigin veruleika? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Samfélagsþjónusta á röngum forsendum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd Sigríður Björk Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Stækkum Skógarlund! Elsa María Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað eru strandveiðar? Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Blikur á lofti í starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz Hallveig Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar Sjá meira
Það er óumdeilt að laxeldi í opnum sjókvíum veldur miklum umhverfisskaða: 1) Almenn mengun spillir nærumhverfinu, 2) sjúkdómar og lúsafaraldrar magnast upp í kringum eldið og laxalúsin leggst bæði á eldisfiskinn og villta laxfiska í 100-200 km fjarlægð frá eldinu og dregur þá til dauða, 3) eldisfiskar sleppa alltaf út og valda erfðablöndun í villtum laxastofnum í allt að 2000 km fjarlægð. Hægt er að kynna sér þessi miklu umhverfisáhrif í skýrslu Norsku ríkisendurskoðunarinnar frá árinu 2012 . Þá er nýkomin skýrsla norska vísindaráðsins um ástand villtra laxa í Noregi þar sem enn eru dregin fram hin neikvæðu umhverfisáhrif eldisins. Vegna þessara miklu og neikvæðu umhverfisáhrifa auglýstu norsk stjórnvöld árið 2015 eftir hugmyndum að þróunarverkefnum í fiskeldi sem gætu undið ofan af þeim mikla skaða sem eldið hafði valdið í Noregi. Veglegir styrkir voru í boði til nýsköpunar á þessu sviði og var tekið á móti umsóknum frá 20. nóvember 2015 til 17. nóvember 2017. Nú hafa átta verkefni af þeim 45 sem tekin voru til efnislegrar skoðunar hlotið styrki til áframhaldandi þróunar. Í fyrravor tóku Samtök norska iðnaðarins (Norsk industri) undir með stjórnvöldum í þessari stefnumótun og settu markið á að árið 2030 yrði hægt að ala lax við Noreg án þeirra neikvæðu umhverfisáhrifa sem rakin voru hér að framan og eru óhjákvæmilegur fylgifiskur opins sjókvíaeldis. Íslensk stjórnvöld ættu að bjóða þessi norsku nýsköpunarverkefni velkomin hingað til lands – þar sem mikill áhugi virðist vera fyrir auknu laxeldi til atvinnu- og verðmætasköpunar hér á landi – með þeim ívilnunum sem stjórnvöld geta veitt vaxtarbroddum í atvinnulífi. Þannig mætti stilla Íslandi upp í fremstu röð og taka strax stefnuna á umhverfisvænt laxeldi í sjó í stað þess að láta okkur taka fortíðarvanda Norðmanna í arf hér á landi – á meðan þeir sjálfir stefna í aðra átt heima hjá sér.
Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar
Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar
Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun