Fjölgum hlutastörfum! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 4. október 2018 07:00 Undanfarið hafa borist fréttir af því hversu fá vinnuúrræði séu í boði fyrir fólk með skerta starfsgetu. Það eru ömurlegt að lesa um hvað bíður ungs fólks með þroskahömlun eftir að námi lýkur. Fólkið þarfnast þess að takast á við störf við hæfi. Raunin er sú að því er boðið upp á bið eftir „úrræðum“ eða að hanga heima sem er mjög einangrandi. Það er eins og samfélagið hafi ekki gert ráð fyrir því að fólk með fötlun geti verið fullt af krafti og vilji leggja sitt af mörkum í formi vinnu og virkrar samfélagsþátttöku. Fatlað fólk á að fá sömu tækifæri Samfélagið þarf að endurspegla fjölbreytni á öllum sviðum og allir geta lagt sitt af mörkum. Það orkar tvímælis að ekki hafi verið gert stórátak í að auka atvinnuþátttöku fólks með skerta starfsgetu í ljósi góðs atvinnuástands undanfarin ár. Að auki eru yfirvöld með svo stífar aðhaldskröfur á stofnanir að ekkert svigrúm er til staðar til að ráða fólk með skerta starfsgetu í hlutastörf. Í skýrslunni „Virkt samfélag“ sem Öryrkjabandalag Íslands gaf út árið 2016 kom fram að auglýst hlutastörf árið 2015 hefðu verið á bilinu 10-30%, sem er í samræmi við tölur frá Hagstofu Íslands, en hlutfall hlutastarfa tímabilið 2000-2015 var um 22%. Þetta hlutfall er einfaldlega of lágt sé miðað við þarfir fólks sem getur einungis sinnt hlutastarfi. Það er mikilvægt að fjölga hlutastörfum, þannig að fólk með skerta starfsgetu geti tekið þátt í samfélaginu á eigin forsendum. Fatlað fólk á að fá sömu tækifæri og aðrir til að vera þátttakendur á vinnumarkaði. Því legg ég til að fjölmennum opinberum vinnustöðum verði gert skylt að ráða ákveðið hlutfall starfsfólks með skerta starfsgetu í hlutastörf við hæfi. Þessi aðferð myndi án efa hafa jákvæð áhrif á vinnustaðinn, jákvæð áhrif á samfélagið þar sem hvert okkar skiptir máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa borist fréttir af því hversu fá vinnuúrræði séu í boði fyrir fólk með skerta starfsgetu. Það eru ömurlegt að lesa um hvað bíður ungs fólks með þroskahömlun eftir að námi lýkur. Fólkið þarfnast þess að takast á við störf við hæfi. Raunin er sú að því er boðið upp á bið eftir „úrræðum“ eða að hanga heima sem er mjög einangrandi. Það er eins og samfélagið hafi ekki gert ráð fyrir því að fólk með fötlun geti verið fullt af krafti og vilji leggja sitt af mörkum í formi vinnu og virkrar samfélagsþátttöku. Fatlað fólk á að fá sömu tækifæri Samfélagið þarf að endurspegla fjölbreytni á öllum sviðum og allir geta lagt sitt af mörkum. Það orkar tvímælis að ekki hafi verið gert stórátak í að auka atvinnuþátttöku fólks með skerta starfsgetu í ljósi góðs atvinnuástands undanfarin ár. Að auki eru yfirvöld með svo stífar aðhaldskröfur á stofnanir að ekkert svigrúm er til staðar til að ráða fólk með skerta starfsgetu í hlutastörf. Í skýrslunni „Virkt samfélag“ sem Öryrkjabandalag Íslands gaf út árið 2016 kom fram að auglýst hlutastörf árið 2015 hefðu verið á bilinu 10-30%, sem er í samræmi við tölur frá Hagstofu Íslands, en hlutfall hlutastarfa tímabilið 2000-2015 var um 22%. Þetta hlutfall er einfaldlega of lágt sé miðað við þarfir fólks sem getur einungis sinnt hlutastarfi. Það er mikilvægt að fjölga hlutastörfum, þannig að fólk með skerta starfsgetu geti tekið þátt í samfélaginu á eigin forsendum. Fatlað fólk á að fá sömu tækifæri og aðrir til að vera þátttakendur á vinnumarkaði. Því legg ég til að fjölmennum opinberum vinnustöðum verði gert skylt að ráða ákveðið hlutfall starfsfólks með skerta starfsgetu í hlutastörf við hæfi. Þessi aðferð myndi án efa hafa jákvæð áhrif á vinnustaðinn, jákvæð áhrif á samfélagið þar sem hvert okkar skiptir máli.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun