Amazon hækkar lægstu laun Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. október 2018 13:30 Jeff Bezos, stofnandi Amazon, er ríkasti maður heims. Vísir/getty Bandaríski netverslunarrisinn Amazon hefur ákveðið hækka laun hundruð þúsunda starfsmanna sinna á Bretlandseyjum og í Bandaríkjunum. Eftir breytingarnar verður lágmarkstímakaup starfsmanna Amazon í Bandaríkunum 15 dalir á klukkustund, rúmlega 1600 krónur á tímann. Í Bretlandi verður tímakaupið hjá starfsmönnum fyrirtækisins í Lundúnum hækkað í 10,5 pund - rúmar 1500 krónur. Utan Lundúna verður lágmarkskaup Amazon-starfsmanna tæpar 1400 krónur. Áætlað er að launahækkunin muni ná til 250 þúsund starfsmanna í Bandaríkjunum, 17 þúsund starfsmanna í Bretlandi auk tugþúsunda annarra, sem ekki eru fastráðnir. Talið er að rekja megi launhækkun fyrirtækisins til aðgerða starfsmanna Amazon, jafnt í Evrópu og í Bandaríkjunum. Þúsundir starfsmanna hafa lagt niður störf á síðustu mánuðum, til að mynda í Þýskalandi, Portúgal og á Spáni. Margir af stærstu keppinautum Amazon, eins og verslunarkeðjurnar Walmart og Target, hafa hækkað lægstu laun á síðustu misserum. Greinendur rekja hækkanirnar ekki aðeins til baráttu starfsfólks og verkalýðsfélaga, heldur einnig lækkandi atvinnuleysis í Bandaríkjunum. Fyrirtæki þurfi nú í auknum mæli að berjast um starfsfólk, sem þau reyni að lokka til sín með hærri launum. Amazon er eitt stærsta fyrirtæki heims og er það metið á næstum eina billjón (e. trillion) bandaríkjadala. Engu að síður hefur Amazon verið harðlega gagnrýnt, til að mynda af Donald Trump Bandaríkjaforseta, vegna þeirra skatta sem fyrirtækið greiðir - sem gangrýnendum þykja í lægri kantinum. Þar að auki hafa reglulega borist fréttir af óæskilegu starfsumhverfi í verksmiðjum Amazon vestanhafs. Stofnandi fyrirtækisins, Jeff Bezos, er jafnframt ríkasti maður heims. Auður hans er talinn nema 150 milljörðum dala, 16.800 milljörðum króna. Amazon Tengdar fréttir Comcast yfirbauð Fox í baráttunni hatrömmu um Sky Bandaríski fjölvarpsrisinn Comcast mun kaupa 61 prósenta hlut í breska sjónvarpsfyrirtækinu Sky eftir að Comcast yfirbauð 21 Century Fox á uppboði breskra samkeppnisyfirvalda á hlutunum. Félögin hafa barist um hlutina sem nú voru á uppboði það sem af er ári. 22. september 2018 21:59 Hinn samansaumaði Jeff Bezos varð ríkasti maður nútímasögunnar í dag Stofnandi Amazon sagður fremur nískur, annað en keppinautur hans á listanum Bill Gates. 16. júlí 2018 20:33 Amazon stefnir á stórsókn í kassalausum verslunum Amazon.com Inc. stefnir á að opna þúsundir nýrra matvöruverslana á allra næstu árum. 20. september 2018 12:03 Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Bandaríski netverslunarrisinn Amazon hefur ákveðið hækka laun hundruð þúsunda starfsmanna sinna á Bretlandseyjum og í Bandaríkjunum. Eftir breytingarnar verður lágmarkstímakaup starfsmanna Amazon í Bandaríkunum 15 dalir á klukkustund, rúmlega 1600 krónur á tímann. Í Bretlandi verður tímakaupið hjá starfsmönnum fyrirtækisins í Lundúnum hækkað í 10,5 pund - rúmar 1500 krónur. Utan Lundúna verður lágmarkskaup Amazon-starfsmanna tæpar 1400 krónur. Áætlað er að launahækkunin muni ná til 250 þúsund starfsmanna í Bandaríkjunum, 17 þúsund starfsmanna í Bretlandi auk tugþúsunda annarra, sem ekki eru fastráðnir. Talið er að rekja megi launhækkun fyrirtækisins til aðgerða starfsmanna Amazon, jafnt í Evrópu og í Bandaríkjunum. Þúsundir starfsmanna hafa lagt niður störf á síðustu mánuðum, til að mynda í Þýskalandi, Portúgal og á Spáni. Margir af stærstu keppinautum Amazon, eins og verslunarkeðjurnar Walmart og Target, hafa hækkað lægstu laun á síðustu misserum. Greinendur rekja hækkanirnar ekki aðeins til baráttu starfsfólks og verkalýðsfélaga, heldur einnig lækkandi atvinnuleysis í Bandaríkjunum. Fyrirtæki þurfi nú í auknum mæli að berjast um starfsfólk, sem þau reyni að lokka til sín með hærri launum. Amazon er eitt stærsta fyrirtæki heims og er það metið á næstum eina billjón (e. trillion) bandaríkjadala. Engu að síður hefur Amazon verið harðlega gagnrýnt, til að mynda af Donald Trump Bandaríkjaforseta, vegna þeirra skatta sem fyrirtækið greiðir - sem gangrýnendum þykja í lægri kantinum. Þar að auki hafa reglulega borist fréttir af óæskilegu starfsumhverfi í verksmiðjum Amazon vestanhafs. Stofnandi fyrirtækisins, Jeff Bezos, er jafnframt ríkasti maður heims. Auður hans er talinn nema 150 milljörðum dala, 16.800 milljörðum króna.
Amazon Tengdar fréttir Comcast yfirbauð Fox í baráttunni hatrömmu um Sky Bandaríski fjölvarpsrisinn Comcast mun kaupa 61 prósenta hlut í breska sjónvarpsfyrirtækinu Sky eftir að Comcast yfirbauð 21 Century Fox á uppboði breskra samkeppnisyfirvalda á hlutunum. Félögin hafa barist um hlutina sem nú voru á uppboði það sem af er ári. 22. september 2018 21:59 Hinn samansaumaði Jeff Bezos varð ríkasti maður nútímasögunnar í dag Stofnandi Amazon sagður fremur nískur, annað en keppinautur hans á listanum Bill Gates. 16. júlí 2018 20:33 Amazon stefnir á stórsókn í kassalausum verslunum Amazon.com Inc. stefnir á að opna þúsundir nýrra matvöruverslana á allra næstu árum. 20. september 2018 12:03 Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Comcast yfirbauð Fox í baráttunni hatrömmu um Sky Bandaríski fjölvarpsrisinn Comcast mun kaupa 61 prósenta hlut í breska sjónvarpsfyrirtækinu Sky eftir að Comcast yfirbauð 21 Century Fox á uppboði breskra samkeppnisyfirvalda á hlutunum. Félögin hafa barist um hlutina sem nú voru á uppboði það sem af er ári. 22. september 2018 21:59
Hinn samansaumaði Jeff Bezos varð ríkasti maður nútímasögunnar í dag Stofnandi Amazon sagður fremur nískur, annað en keppinautur hans á listanum Bill Gates. 16. júlí 2018 20:33
Amazon stefnir á stórsókn í kassalausum verslunum Amazon.com Inc. stefnir á að opna þúsundir nýrra matvöruverslana á allra næstu árum. 20. september 2018 12:03