Vandi hjá Strætó ef Prime Tours missir leyfið Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 19. október 2018 16:30 Jóhannes Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó. Allt stefnir í að Samgöngustofa muni svipta Prime Tours leyfi og að fyrirtækið muni ekki sinna akstursþjónustu fatlaðra hjá Strætó eftir daginn í dag. Tafir gætu orðið á akstursþjónustunni í næstu viku vegna þessa. „Við erum að búast við því og við reynum allt sem í okkar valdi stendur að sinna þjónustunni. Svo þurfum við bar að sjá hvað framhaldið ber í skauti sér, hvað við getum gert næst,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó í samtali við Vísi. „Næstu möguleikar í stöðunni eru annaðhvort að framselja samningi Prime Tours eitthvað annað eða halda neyðarútboð.“Ýkjur að tala um sinnuleysi Hópur verktaka sem sinna akstursþjónustu fatlaðra lögðu niður störf klukkan ellefu í morgun vegna óánægju með að Prime Tours sinnti þjónustunni þrátt fyrir að vera í gjaldþrotaskiptum, sem og að fyrirtækið notaðist við þrjá ótryggða bíla við aksturinn. „Ég veit að það voru einhverjir ósáttir við að þeir væru að keyra þó þeir væru í þessu ferli en það var ekki hlaupið að því að rifta samningum, lögin leyfa það ekki,“ segir Guðmundur Heiðar. „Að tala um sinnuleysi það er ýkt, manni líður eins og það sé ákveðin gremja gagnvart Prime Tours sé að skila sér í þessu í dag.“ Guðmundur Helgi segir að þjónusta ætti ekki að skerðast yfir helgina og að vinnustöðvun verktaka hafi ekki haft áhrif í dag. Hins vegar sé næsta vika annað mál. Hann segir jafnframt að akstursþjónustan skiptist í þrjá flokka. Í A flokki séu um 40 bílar og það séu rauðu og gulu bílarnir sem fólk sjái oft á götum höfuðborgarsvæðisins. „Síðan kemur B flokkur. Það er kallað tilfallandi akstur og það er margir verktakar, eins og Prime Tours og margar gerðir verktaka. Þeir raðast síðan upp í forganga. Þegar A hlutinn er fullur þá sendum við út í B flokk. Þeir ráða hvort þeir séu að keyra, eins og gerðist í dag,“ segir Guðmundur Heiðar. Ef B flokkur fyllist líka þá tekur C flokkur við og þar eru bílar frá Hreyfli. Uppfært 16:36 Strætó hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu vegna málsins:Í tilefni af umfjöllun fjölmiðla um gjaldþrot rekstraraðila í ferðaþjónustu fatlaðra vill Strætó koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri.Í gærmorgun upplýsti skipaður skiptastjóri þrotabús Prime Tours ehf. um að félagið hefði verið tekið til gjaldþrotaskipta og að hann færi með forræði þess. Samdægurs óskaði Strætó eftir því að skiptastjóri upplýsti hvort þrotabúið hygðist neyta heimildar í lögum um gjaldþrotaskipti og taka við réttindum og skyldum fyrirtækisins samkvæmt rammasamningi um ferðaþjónustu fatlaðs fólks og fatlaðra skólabarna. Formlegrar afstöðu skiptastjóra þrotabúsins er að vænta en Strætó hefur þegar gert ráðstafanir sem miðast við að fyrirtækið muni hætta akstri samkvæmt rammasamningnum í ljósi þeirrar óvissu sem enn ríkir um framhaldið.Akstursþjónusta Strætó mun gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að notendur ferðaþjónustunnar verði fyrir óþægindum vegna þessa.Komi til þess að þrotabúið hætti akstri samkvæmt rammasamningnum mun Strætó verða að grípa til viðeigandi úrræða til að tryggja að ferðaþjónustan uppfylli áfram þær kröfur sem til hennar eru gerðar, bæði næstu daga og það sem eftir lifir af gildistíma núverandi rammasamninga, í samræmi við þau lög og reglur sem gilda um innkaup opinberra aðila. Samgöngur Tengdar fréttir Bílstjórar hjá Strætó lögðu niður vinnu til að mótmæla ótryggðum ökutækjum Strætó tók þrjá bíla sem notaðir voru við ferðaþjónustu fatlaðra úr umferð eftir að bílarnir reyndust ótryggðir. 19. október 2018 14:00 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Allt stefnir í að Samgöngustofa muni svipta Prime Tours leyfi og að fyrirtækið muni ekki sinna akstursþjónustu fatlaðra hjá Strætó eftir daginn í dag. Tafir gætu orðið á akstursþjónustunni í næstu viku vegna þessa. „Við erum að búast við því og við reynum allt sem í okkar valdi stendur að sinna þjónustunni. Svo þurfum við bar að sjá hvað framhaldið ber í skauti sér, hvað við getum gert næst,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó í samtali við Vísi. „Næstu möguleikar í stöðunni eru annaðhvort að framselja samningi Prime Tours eitthvað annað eða halda neyðarútboð.“Ýkjur að tala um sinnuleysi Hópur verktaka sem sinna akstursþjónustu fatlaðra lögðu niður störf klukkan ellefu í morgun vegna óánægju með að Prime Tours sinnti þjónustunni þrátt fyrir að vera í gjaldþrotaskiptum, sem og að fyrirtækið notaðist við þrjá ótryggða bíla við aksturinn. „Ég veit að það voru einhverjir ósáttir við að þeir væru að keyra þó þeir væru í þessu ferli en það var ekki hlaupið að því að rifta samningum, lögin leyfa það ekki,“ segir Guðmundur Heiðar. „Að tala um sinnuleysi það er ýkt, manni líður eins og það sé ákveðin gremja gagnvart Prime Tours sé að skila sér í þessu í dag.“ Guðmundur Helgi segir að þjónusta ætti ekki að skerðast yfir helgina og að vinnustöðvun verktaka hafi ekki haft áhrif í dag. Hins vegar sé næsta vika annað mál. Hann segir jafnframt að akstursþjónustan skiptist í þrjá flokka. Í A flokki séu um 40 bílar og það séu rauðu og gulu bílarnir sem fólk sjái oft á götum höfuðborgarsvæðisins. „Síðan kemur B flokkur. Það er kallað tilfallandi akstur og það er margir verktakar, eins og Prime Tours og margar gerðir verktaka. Þeir raðast síðan upp í forganga. Þegar A hlutinn er fullur þá sendum við út í B flokk. Þeir ráða hvort þeir séu að keyra, eins og gerðist í dag,“ segir Guðmundur Heiðar. Ef B flokkur fyllist líka þá tekur C flokkur við og þar eru bílar frá Hreyfli. Uppfært 16:36 Strætó hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu vegna málsins:Í tilefni af umfjöllun fjölmiðla um gjaldþrot rekstraraðila í ferðaþjónustu fatlaðra vill Strætó koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri.Í gærmorgun upplýsti skipaður skiptastjóri þrotabús Prime Tours ehf. um að félagið hefði verið tekið til gjaldþrotaskipta og að hann færi með forræði þess. Samdægurs óskaði Strætó eftir því að skiptastjóri upplýsti hvort þrotabúið hygðist neyta heimildar í lögum um gjaldþrotaskipti og taka við réttindum og skyldum fyrirtækisins samkvæmt rammasamningi um ferðaþjónustu fatlaðs fólks og fatlaðra skólabarna. Formlegrar afstöðu skiptastjóra þrotabúsins er að vænta en Strætó hefur þegar gert ráðstafanir sem miðast við að fyrirtækið muni hætta akstri samkvæmt rammasamningnum í ljósi þeirrar óvissu sem enn ríkir um framhaldið.Akstursþjónusta Strætó mun gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að notendur ferðaþjónustunnar verði fyrir óþægindum vegna þessa.Komi til þess að þrotabúið hætti akstri samkvæmt rammasamningnum mun Strætó verða að grípa til viðeigandi úrræða til að tryggja að ferðaþjónustan uppfylli áfram þær kröfur sem til hennar eru gerðar, bæði næstu daga og það sem eftir lifir af gildistíma núverandi rammasamninga, í samræmi við þau lög og reglur sem gilda um innkaup opinberra aðila.
Samgöngur Tengdar fréttir Bílstjórar hjá Strætó lögðu niður vinnu til að mótmæla ótryggðum ökutækjum Strætó tók þrjá bíla sem notaðir voru við ferðaþjónustu fatlaðra úr umferð eftir að bílarnir reyndust ótryggðir. 19. október 2018 14:00 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Bílstjórar hjá Strætó lögðu niður vinnu til að mótmæla ótryggðum ökutækjum Strætó tók þrjá bíla sem notaðir voru við ferðaþjónustu fatlaðra úr umferð eftir að bílarnir reyndust ótryggðir. 19. október 2018 14:00