Bílstjórar hjá Strætó lögðu niður vinnu til að mótmæla ótryggðum ökutækjum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 19. október 2018 14:00 Jóhannes Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó. Strætó tók þrjá bíla sem notaðir voru við ferðaþjónustu fatlaðra úr umferð eftir að bílarnir reyndust ótryggðir. Bílarnir voru frá ferðaþjónustufyrirtækinu Prime Tours, en gjaldþrotabeiðni var tekin fyrir fyrr í þessum mánuði vegna vangreiddra gjalda fyrirtækisins og var skiptastjóri skipaður á miðvikudag. Upplýsingafulltrúi Strætó, segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem komið hafa upp vandamál vegna viðskipta þeirra við Prime Tours. Hann segir fyrirtækið bíða frekari frétta af málum fyrirtækisins í dag. Um fjórtán verktakar sem starfa við akstursþjónustu fatlaðra lögðu niður störf klukkan ellefu í dag. Vilja þeir með því mótmæla sinnuleysi Strætó í málinu og íhuga að fara fram á lögbann á það að PrimeTours starfi áfram þó félagið hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta. Sigurður Stefánsson, einyrki og verktaki sem starfað hefur við akstursþjónustu fatlaðra frá árinu 1981, er einn þeirra verktaka sem lögðu niður störf í dag. Tvisvar áður hefur hópur verktaka sem starfar við akstursþjónustu fatlaðra kært Strætó til kærunefndar útboðsmála vegna Prime Tours og unnið bæði málin, samkvæmt Sigurði. „Þetta Prime Tours var tekið til gjaldþrotaskipta og seinna náðu þeir nauðasamningum við ríkið og lífeyrissjóði og svo var það tekið til gjaldþrotaskipta þriðja október og skiptastjóri skipaður í gær eða fyrradag. Svo komumst við að því í gær að það væru ótryggðir bílar sem þeir væru með fjórir og þrír í gangi. Við létum vita af þessu í strætó í gær svo í morgun þegar við vorum að vinna og mætum á vinnustað fatlaðra í Ögurhvarfi þá sé ég að kemur einn bíllinn með farþega og það er einn af þessum ótryggðu,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. „Við gerðum athugasemdir við Strætó og þá voru þeir kallaðir inn. Þá ákváðum við, eftir að Prime Tours sendu út tilkynningu að þeir ætluðu að byrja aftur klukkan ellefu, að mótmæla því að þeir væru að vinna enn þá undir stjórn skiptastjóra með því að leggja niður vinnu klukkan ellefu og það sem eftir lifir dagsins. Sérstaklega þar sem það er rólegt, það er skólafrí, þetta bitnar eins lítið á skjólstæðingum okkar eins og hægt er.“ Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó segir að allt kapp sé lagt á að verkfall verktakanna hafi ekki áhrif á akstur dagsins og tekur undir með Sigurði um að skólafrí hjálpi til. Hann segir Strætó fylgjast vel með stöðu mála hjá Prime Tours í dag en að mikil óvissa ríki um málið að svo stöddu. Sigurður hefur, eins og fyrr segir, starfað við akstursþjónustu fatlaðra frá 9. áratug síðustu aldar og hefur unnið ýmist sem fastur starfsmaður eða verktaki. Hann er ekki ánægður með hvernig Strætó hefur staðið að starfseminni síðustu ár. „Við verktakarnir erum allir búnir að vera í þessu frá því þetta byrjaði að snúast meira og minna og við erum allir jafn óánægðir og svekktir með þetta kerfi. Ekki síst hvernig þetta kerfi hefur bitnað á farþegunum því aldrei nokkurn tíma hefur verið jafn öflug þjónusta, eins margir bílar og eins mikið af fólki. Eins öflugt fyrirtæki og strætó og allt þetta en það er ekkert að fúnkera.“ Samgöngur Tengdar fréttir 70 þúsund króna húsaleiga var dregin af launum þrjátíu vagnstjóra Strætó Strætó bs. hafnar því að brotið sé á réttindum og kjörum starfsmanna. Fyrirtækið segist þó hafa dregið 70 þúsund krónur af launum þrjátíu erlendra vagnstjóra sem störfuðu hjá fyrirtækinu sumarið 2018. 11. október 2018 14:17 Fleiri tilfelli hjá Strætó en gefið var upp Strætó hefur notast við starfsfólk starfsmannaleigu lengur en fyrirtækið greindi upphaflega frá. 12. október 2018 07:15 Sagði bílstjórana sjá um greiðslu til Elju Strætó sagðist ekki annast milligöngu um innheimtu húsaleigu af starfsmönnum til starfsmannaþjónustunnar Elju í svari við fyrirspurn Samtaka leigjenda árið 2016. Í yfirlýsingu frá Strætó í fyrradag segir hins vegar að Strætó hafi haft milligöngu um greiðslurnar. 13. október 2018 07:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira
Strætó tók þrjá bíla sem notaðir voru við ferðaþjónustu fatlaðra úr umferð eftir að bílarnir reyndust ótryggðir. Bílarnir voru frá ferðaþjónustufyrirtækinu Prime Tours, en gjaldþrotabeiðni var tekin fyrir fyrr í þessum mánuði vegna vangreiddra gjalda fyrirtækisins og var skiptastjóri skipaður á miðvikudag. Upplýsingafulltrúi Strætó, segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem komið hafa upp vandamál vegna viðskipta þeirra við Prime Tours. Hann segir fyrirtækið bíða frekari frétta af málum fyrirtækisins í dag. Um fjórtán verktakar sem starfa við akstursþjónustu fatlaðra lögðu niður störf klukkan ellefu í dag. Vilja þeir með því mótmæla sinnuleysi Strætó í málinu og íhuga að fara fram á lögbann á það að PrimeTours starfi áfram þó félagið hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta. Sigurður Stefánsson, einyrki og verktaki sem starfað hefur við akstursþjónustu fatlaðra frá árinu 1981, er einn þeirra verktaka sem lögðu niður störf í dag. Tvisvar áður hefur hópur verktaka sem starfar við akstursþjónustu fatlaðra kært Strætó til kærunefndar útboðsmála vegna Prime Tours og unnið bæði málin, samkvæmt Sigurði. „Þetta Prime Tours var tekið til gjaldþrotaskipta og seinna náðu þeir nauðasamningum við ríkið og lífeyrissjóði og svo var það tekið til gjaldþrotaskipta þriðja október og skiptastjóri skipaður í gær eða fyrradag. Svo komumst við að því í gær að það væru ótryggðir bílar sem þeir væru með fjórir og þrír í gangi. Við létum vita af þessu í strætó í gær svo í morgun þegar við vorum að vinna og mætum á vinnustað fatlaðra í Ögurhvarfi þá sé ég að kemur einn bíllinn með farþega og það er einn af þessum ótryggðu,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. „Við gerðum athugasemdir við Strætó og þá voru þeir kallaðir inn. Þá ákváðum við, eftir að Prime Tours sendu út tilkynningu að þeir ætluðu að byrja aftur klukkan ellefu, að mótmæla því að þeir væru að vinna enn þá undir stjórn skiptastjóra með því að leggja niður vinnu klukkan ellefu og það sem eftir lifir dagsins. Sérstaklega þar sem það er rólegt, það er skólafrí, þetta bitnar eins lítið á skjólstæðingum okkar eins og hægt er.“ Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó segir að allt kapp sé lagt á að verkfall verktakanna hafi ekki áhrif á akstur dagsins og tekur undir með Sigurði um að skólafrí hjálpi til. Hann segir Strætó fylgjast vel með stöðu mála hjá Prime Tours í dag en að mikil óvissa ríki um málið að svo stöddu. Sigurður hefur, eins og fyrr segir, starfað við akstursþjónustu fatlaðra frá 9. áratug síðustu aldar og hefur unnið ýmist sem fastur starfsmaður eða verktaki. Hann er ekki ánægður með hvernig Strætó hefur staðið að starfseminni síðustu ár. „Við verktakarnir erum allir búnir að vera í þessu frá því þetta byrjaði að snúast meira og minna og við erum allir jafn óánægðir og svekktir með þetta kerfi. Ekki síst hvernig þetta kerfi hefur bitnað á farþegunum því aldrei nokkurn tíma hefur verið jafn öflug þjónusta, eins margir bílar og eins mikið af fólki. Eins öflugt fyrirtæki og strætó og allt þetta en það er ekkert að fúnkera.“
Samgöngur Tengdar fréttir 70 þúsund króna húsaleiga var dregin af launum þrjátíu vagnstjóra Strætó Strætó bs. hafnar því að brotið sé á réttindum og kjörum starfsmanna. Fyrirtækið segist þó hafa dregið 70 þúsund krónur af launum þrjátíu erlendra vagnstjóra sem störfuðu hjá fyrirtækinu sumarið 2018. 11. október 2018 14:17 Fleiri tilfelli hjá Strætó en gefið var upp Strætó hefur notast við starfsfólk starfsmannaleigu lengur en fyrirtækið greindi upphaflega frá. 12. október 2018 07:15 Sagði bílstjórana sjá um greiðslu til Elju Strætó sagðist ekki annast milligöngu um innheimtu húsaleigu af starfsmönnum til starfsmannaþjónustunnar Elju í svari við fyrirspurn Samtaka leigjenda árið 2016. Í yfirlýsingu frá Strætó í fyrradag segir hins vegar að Strætó hafi haft milligöngu um greiðslurnar. 13. október 2018 07:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira
70 þúsund króna húsaleiga var dregin af launum þrjátíu vagnstjóra Strætó Strætó bs. hafnar því að brotið sé á réttindum og kjörum starfsmanna. Fyrirtækið segist þó hafa dregið 70 þúsund krónur af launum þrjátíu erlendra vagnstjóra sem störfuðu hjá fyrirtækinu sumarið 2018. 11. október 2018 14:17
Fleiri tilfelli hjá Strætó en gefið var upp Strætó hefur notast við starfsfólk starfsmannaleigu lengur en fyrirtækið greindi upphaflega frá. 12. október 2018 07:15
Sagði bílstjórana sjá um greiðslu til Elju Strætó sagðist ekki annast milligöngu um innheimtu húsaleigu af starfsmönnum til starfsmannaþjónustunnar Elju í svari við fyrirspurn Samtaka leigjenda árið 2016. Í yfirlýsingu frá Strætó í fyrradag segir hins vegar að Strætó hafi haft milligöngu um greiðslurnar. 13. október 2018 07:15