Ingibjörg Sólrún furðar sig á ofsafenginni umræðu um braggamálið Jakob Bjarnar skrifar 18. október 2018 21:00 Ingibjörg Sólrún, fyrrverandi borgarstjóri, segir endurbyggingu braggans eiga fullan rétt á sér. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri, furðar sig á hinni hatrömu umræðu um „braggamálið“ svokallað. Hún skrifar stuttan pistil um málið á Facebooksíðu sína nú undir kvöld. „Ég verð að játa að ég er talsvert hugsi yfir umræðunni á net- og samfélagsmiðlum um „braggamálið“ s.k og stöðu Dags B. Eggertssonar. Það er augljóst að eitthvað hefur farið verulega úrskeiðis við endurbyggingu braggans og ég er viss um að innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á eftir að skila skýrslu sem varpar ljósi á málið,“ skrifar Ingibjörg Sólrún.Mikil óþreyja að koma höggi á Dag Hún segir jafnframt að það verði næg tækifæri til að ræða ábyrgð allra þeirra sem að málinu komu, líka borgarstjóra.En eins og oft áður virðist meiri áhugi á því að skjóta fyrst og spyrja svo. Ákveðnir einstaklingar eru haldnir mikilli óþreyju að koma höggi á Dag B. Eggertsson og geta hreinlega ekki af sér borið meðan hann er í veikindaleyfi. Ingibjörg Sólrún þekkir það vel af eigin raun að þurfa að hverfa frá miklu ati af vettvangi stjórnmálanna vegna veikinda, þá er hún gegndi embætti utanríkisráðherra og var formaður Samfylkingarinnar. Hún segir það svo og því miður að lausatök við endurbygging braggans skuli varpa skugga á þessa annars ágætu framkvæmd. Skilningsleysi Sjálfstæðismanna á mikilvægi menningarminja „Braggar settu svip sinn á Reykavík um langt árabil og voru lengi búsetuúrræði fátæks fólks,“ segir Ingibjörg Sólrún og bendir á að því miður hafi enginn íbúðabraggi varðveist í Reykjavík og ... „ástæða til að rifja það upp að ég flutti um það tillögu í borgarstjórn einhvern tímann á níunda áratug síðustu aldar (!) að reynt yrði að varðveita einsog einn íbúðabragga og var ég þá helst með Laugarnesið í huga. Þá var enginn skilningur á varðveislu húsa hjá Sjálfstæðismeirihlutanum í Borgarstjórn Reykjavíkur og því fór sem fór; síðustu íbúðabraggarnir fuku með Fjalarkettinum í Aðalstræti, SS húsinu, Eimskipafélags skemmunni og Völundarhúsinu við Skúlagötu og fleiri fallegum húsum.“ Ingibjörg Sólrún segir braggann við Nauthólsvík eiga fyllilega rétt á sér sem menningarminjar en einhvers staðar hafa menn farið offari í endurbyggingunni. „Það er miður,“ segir Ingibjörg Sólrún. Braggamálið Tengdar fréttir „Þetta er ljótt. Þetta er ógeðslegt“ Mikil heift á báða bóga vegna veikinda Dags og braggamálsins. 17. október 2018 23:00 Dönsku stráin, náðhúsið og allt heila braggaklabbið Vísir birtir alla reikninga sem snúa að byggingu braggans í Nauthólsvík. 17. október 2018 14:30 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri, furðar sig á hinni hatrömu umræðu um „braggamálið“ svokallað. Hún skrifar stuttan pistil um málið á Facebooksíðu sína nú undir kvöld. „Ég verð að játa að ég er talsvert hugsi yfir umræðunni á net- og samfélagsmiðlum um „braggamálið“ s.k og stöðu Dags B. Eggertssonar. Það er augljóst að eitthvað hefur farið verulega úrskeiðis við endurbyggingu braggans og ég er viss um að innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á eftir að skila skýrslu sem varpar ljósi á málið,“ skrifar Ingibjörg Sólrún.Mikil óþreyja að koma höggi á Dag Hún segir jafnframt að það verði næg tækifæri til að ræða ábyrgð allra þeirra sem að málinu komu, líka borgarstjóra.En eins og oft áður virðist meiri áhugi á því að skjóta fyrst og spyrja svo. Ákveðnir einstaklingar eru haldnir mikilli óþreyju að koma höggi á Dag B. Eggertsson og geta hreinlega ekki af sér borið meðan hann er í veikindaleyfi. Ingibjörg Sólrún þekkir það vel af eigin raun að þurfa að hverfa frá miklu ati af vettvangi stjórnmálanna vegna veikinda, þá er hún gegndi embætti utanríkisráðherra og var formaður Samfylkingarinnar. Hún segir það svo og því miður að lausatök við endurbygging braggans skuli varpa skugga á þessa annars ágætu framkvæmd. Skilningsleysi Sjálfstæðismanna á mikilvægi menningarminja „Braggar settu svip sinn á Reykavík um langt árabil og voru lengi búsetuúrræði fátæks fólks,“ segir Ingibjörg Sólrún og bendir á að því miður hafi enginn íbúðabraggi varðveist í Reykjavík og ... „ástæða til að rifja það upp að ég flutti um það tillögu í borgarstjórn einhvern tímann á níunda áratug síðustu aldar (!) að reynt yrði að varðveita einsog einn íbúðabragga og var ég þá helst með Laugarnesið í huga. Þá var enginn skilningur á varðveislu húsa hjá Sjálfstæðismeirihlutanum í Borgarstjórn Reykjavíkur og því fór sem fór; síðustu íbúðabraggarnir fuku með Fjalarkettinum í Aðalstræti, SS húsinu, Eimskipafélags skemmunni og Völundarhúsinu við Skúlagötu og fleiri fallegum húsum.“ Ingibjörg Sólrún segir braggann við Nauthólsvík eiga fyllilega rétt á sér sem menningarminjar en einhvers staðar hafa menn farið offari í endurbyggingunni. „Það er miður,“ segir Ingibjörg Sólrún.
Braggamálið Tengdar fréttir „Þetta er ljótt. Þetta er ógeðslegt“ Mikil heift á báða bóga vegna veikinda Dags og braggamálsins. 17. október 2018 23:00 Dönsku stráin, náðhúsið og allt heila braggaklabbið Vísir birtir alla reikninga sem snúa að byggingu braggans í Nauthólsvík. 17. október 2018 14:30 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Sjá meira
„Þetta er ljótt. Þetta er ógeðslegt“ Mikil heift á báða bóga vegna veikinda Dags og braggamálsins. 17. október 2018 23:00
Dönsku stráin, náðhúsið og allt heila braggaklabbið Vísir birtir alla reikninga sem snúa að byggingu braggans í Nauthólsvík. 17. október 2018 14:30
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent