Sádar sendu Bandaríkjastjórn milljónir dollara Kjartan Kjartansson skrifar 18. október 2018 14:01 Sama dag og Pompeo utanríkisráðherra hitti Salman konung sendu Sádar stóra greiðslu til Bandaríkjanna sem beðið hafði verið eftir. Vísir/EPA Stjórnvöld í Sádi-Arabíu sendu Bandaríkjastjórn hundrað milljón dollara greiðslu sama dag og utanríkisráðherra Bandaríkjanna ræddi við Salman konung vegna hvarfs sádiarabísks blaða- og andófsmanns. Greiðslur er sögð vekja spurningar um að Sádar séu að reyna að kaupa sér stuðning Bandaríkjamanna vegna málsins. Tyrknesk stjórnvöld hafa sagst hafa sannanir fyrir því að Jamal Khashoggi hafi verið myrtur á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl fyrir rúmum tveimur vikum. Ekkert hefur spurst til hans síðan hann fór inn á skrifstofuna. Sádar hafa þvertekið fyrir að hafa komið nálægt hvarfi hans eða mögulegum dauða. Ríkisstjórn Donalds Trump hefur hikað við að ganga á Sáda um afdrif Khashoggi. Trump hefur sjálfur sagt að Bandaríkin hafi of mikla hagsmuni af olíu- og vopnaviðskiptum við Sáda. Hefur hann dregið í efa að ásakanirnar um ábyrgð þeirra á hvarfi Khashoggi eigi við rök að styðjast. Nú greina bandarískir fjölmiðlar frá því að greiðsla sem Sádar höfðu lofað Bandaríkjunum fyrir því að taka þátt í uppbyggingarstarfi í norðaustanverðu Sýrlandi hafi verið millifærð á þriðjudag, sama dag og Mike Pompeo, utanríkisráðherra, heimsótti Salman konung Sádi-Arabíu, til að ræða hvarf Khashoggi.Washington Post segir að efasemdir hafi verið uppi um að Sádar ætluðu að standa við fyrirheit sín um að taka þátt í kostnaðinum. Tímasetning greiðslunnar nú veki upp spurningar um hvort að með henni séu Sádar að reyna að kaupa sér grið frá Bandaríkjastjórn. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna staðfestir að greiðslan hafi farið fram en neitar því að hún hafi haft nokkuð að gera með viðræður Pompeo við Salman konung.Leyniþjónustan æ vissari um aðild krónprinsins Á meðan halda Tyrkir ásökunum um ábyrgð Sáda á hvarfi Khashoggi á lofti. Haft er eftir þarlendum embættismanni að hljóðupptökur sýni fram á að blaðamaðurinn hafi verið pyntaður og myrtur á ræðisskrifstofunni. Komið hefur fram að nokkrir menn í hópi Sáda sem kom á ræðisskrifstofuna sama dag hafi tengsl við Mohammed bin Salman, krónprins, Sádi-Arabíu. New York Times segir að bandarískir leyniþjónustumenn séu að verða vissir í sinni sök um að bin Salman krónprins eigi sök á morði á Khashoggi. Þeir hafi enn ekki náð að afla sér eigin upplýsinga um beina aðild krónprinsins eða hvort að hann hafi gefið beina skipun um að hann skildi tekinn höndum eða myrtur. Vísbendingar hnígi þó í þá átt að prinsinn hafi komið nálægt hvarfi Khashoggi, þar á meðal að lífverðir hans hafi verið í hópi manna sem Tyrkir segja að hafi verið morðsveit send frá Sádi-Arabíu. Þá hafi leyniþjónustan fengið njósnir af samtölum sádiarabískra embættismanna þar sem þeir ræddu um möguleg áform um að taka Khashoggi höndum. Khashoggi var í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum og skrifaði meðal annars pistla fyrir Washington Post. Trump forseti hefur meðal annars vísað til þess að Khashoggi hafi ekki verið ríkisborgari sem ástæðu þess að hvarf hans hafi ekki verið rannsakað sérstaklega og að stjórn hans hafi ekki gengið harðar að Sádum vegna þess. Bandaríkin Donald Trump Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Meintir morðingjar tengjast sádiarabíska krónprinsinum Bandarískir fjölmiðlar hafa rakið tengsl manna sem taldir eru hafa drepið Jamal Khashoggi við sádiarabísku leyniþjónustu og bin Salman krónprins. 17. október 2018 16:23 Mál Khashoggi alvarlegt fyrir prins Blaðamaðurinn Jamal Khashoggi sagður hafa verið pyntaður og aflimaður áður en hann var myrtur. Mál hans er umtalað á alþjóðavettvangi og svertir orðspor krónprins Sádi-Araba, sem hefur haft þá ímynd að vera umbótasinni. 18. október 2018 08:00 Ósáttur við fordæmingu á yfirvöld Sádi-Arabíu án sannana Bandaríkjaforseti segir að um sé að ræða enn eitt málið þar sem alþjóðasamfélagið fordæmir án sannana. 16. október 2018 22:47 Hinsti pistill Khashoggi birtur Bandaríska dagblaðið Washington Post hefur birt síðasta pistil hins týnda sádiarabíska blaðamanns Jamal Khashoggi. Grunur leikur á um að hann hafi verið myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádí-Arabíu í Istanbúl. 18. október 2018 08:27 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Stjórnvöld í Sádi-Arabíu sendu Bandaríkjastjórn hundrað milljón dollara greiðslu sama dag og utanríkisráðherra Bandaríkjanna ræddi við Salman konung vegna hvarfs sádiarabísks blaða- og andófsmanns. Greiðslur er sögð vekja spurningar um að Sádar séu að reyna að kaupa sér stuðning Bandaríkjamanna vegna málsins. Tyrknesk stjórnvöld hafa sagst hafa sannanir fyrir því að Jamal Khashoggi hafi verið myrtur á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl fyrir rúmum tveimur vikum. Ekkert hefur spurst til hans síðan hann fór inn á skrifstofuna. Sádar hafa þvertekið fyrir að hafa komið nálægt hvarfi hans eða mögulegum dauða. Ríkisstjórn Donalds Trump hefur hikað við að ganga á Sáda um afdrif Khashoggi. Trump hefur sjálfur sagt að Bandaríkin hafi of mikla hagsmuni af olíu- og vopnaviðskiptum við Sáda. Hefur hann dregið í efa að ásakanirnar um ábyrgð þeirra á hvarfi Khashoggi eigi við rök að styðjast. Nú greina bandarískir fjölmiðlar frá því að greiðsla sem Sádar höfðu lofað Bandaríkjunum fyrir því að taka þátt í uppbyggingarstarfi í norðaustanverðu Sýrlandi hafi verið millifærð á þriðjudag, sama dag og Mike Pompeo, utanríkisráðherra, heimsótti Salman konung Sádi-Arabíu, til að ræða hvarf Khashoggi.Washington Post segir að efasemdir hafi verið uppi um að Sádar ætluðu að standa við fyrirheit sín um að taka þátt í kostnaðinum. Tímasetning greiðslunnar nú veki upp spurningar um hvort að með henni séu Sádar að reyna að kaupa sér grið frá Bandaríkjastjórn. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna staðfestir að greiðslan hafi farið fram en neitar því að hún hafi haft nokkuð að gera með viðræður Pompeo við Salman konung.Leyniþjónustan æ vissari um aðild krónprinsins Á meðan halda Tyrkir ásökunum um ábyrgð Sáda á hvarfi Khashoggi á lofti. Haft er eftir þarlendum embættismanni að hljóðupptökur sýni fram á að blaðamaðurinn hafi verið pyntaður og myrtur á ræðisskrifstofunni. Komið hefur fram að nokkrir menn í hópi Sáda sem kom á ræðisskrifstofuna sama dag hafi tengsl við Mohammed bin Salman, krónprins, Sádi-Arabíu. New York Times segir að bandarískir leyniþjónustumenn séu að verða vissir í sinni sök um að bin Salman krónprins eigi sök á morði á Khashoggi. Þeir hafi enn ekki náð að afla sér eigin upplýsinga um beina aðild krónprinsins eða hvort að hann hafi gefið beina skipun um að hann skildi tekinn höndum eða myrtur. Vísbendingar hnígi þó í þá átt að prinsinn hafi komið nálægt hvarfi Khashoggi, þar á meðal að lífverðir hans hafi verið í hópi manna sem Tyrkir segja að hafi verið morðsveit send frá Sádi-Arabíu. Þá hafi leyniþjónustan fengið njósnir af samtölum sádiarabískra embættismanna þar sem þeir ræddu um möguleg áform um að taka Khashoggi höndum. Khashoggi var í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum og skrifaði meðal annars pistla fyrir Washington Post. Trump forseti hefur meðal annars vísað til þess að Khashoggi hafi ekki verið ríkisborgari sem ástæðu þess að hvarf hans hafi ekki verið rannsakað sérstaklega og að stjórn hans hafi ekki gengið harðar að Sádum vegna þess.
Bandaríkin Donald Trump Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Meintir morðingjar tengjast sádiarabíska krónprinsinum Bandarískir fjölmiðlar hafa rakið tengsl manna sem taldir eru hafa drepið Jamal Khashoggi við sádiarabísku leyniþjónustu og bin Salman krónprins. 17. október 2018 16:23 Mál Khashoggi alvarlegt fyrir prins Blaðamaðurinn Jamal Khashoggi sagður hafa verið pyntaður og aflimaður áður en hann var myrtur. Mál hans er umtalað á alþjóðavettvangi og svertir orðspor krónprins Sádi-Araba, sem hefur haft þá ímynd að vera umbótasinni. 18. október 2018 08:00 Ósáttur við fordæmingu á yfirvöld Sádi-Arabíu án sannana Bandaríkjaforseti segir að um sé að ræða enn eitt málið þar sem alþjóðasamfélagið fordæmir án sannana. 16. október 2018 22:47 Hinsti pistill Khashoggi birtur Bandaríska dagblaðið Washington Post hefur birt síðasta pistil hins týnda sádiarabíska blaðamanns Jamal Khashoggi. Grunur leikur á um að hann hafi verið myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádí-Arabíu í Istanbúl. 18. október 2018 08:27 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Meintir morðingjar tengjast sádiarabíska krónprinsinum Bandarískir fjölmiðlar hafa rakið tengsl manna sem taldir eru hafa drepið Jamal Khashoggi við sádiarabísku leyniþjónustu og bin Salman krónprins. 17. október 2018 16:23
Mál Khashoggi alvarlegt fyrir prins Blaðamaðurinn Jamal Khashoggi sagður hafa verið pyntaður og aflimaður áður en hann var myrtur. Mál hans er umtalað á alþjóðavettvangi og svertir orðspor krónprins Sádi-Araba, sem hefur haft þá ímynd að vera umbótasinni. 18. október 2018 08:00
Ósáttur við fordæmingu á yfirvöld Sádi-Arabíu án sannana Bandaríkjaforseti segir að um sé að ræða enn eitt málið þar sem alþjóðasamfélagið fordæmir án sannana. 16. október 2018 22:47
Hinsti pistill Khashoggi birtur Bandaríska dagblaðið Washington Post hefur birt síðasta pistil hins týnda sádiarabíska blaðamanns Jamal Khashoggi. Grunur leikur á um að hann hafi verið myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádí-Arabíu í Istanbúl. 18. október 2018 08:27