Annað evrópskt lággjaldaflugfélag í þrot Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. október 2018 11:58 Cobalt hefur séð um flutninga til og frá Kýpur. Vísir/getty Kýpverska lággjaldaflugfélagið Cobalt hefur aflýst öllum áætluðum flugferðum sínum frá og með deginum í dag. Flugfélagið, sem hafði flogið til og frá Kýpur frá árinu 2016, er á vef breska ríkisútvarpsins sagt gjaldþrota eftir að viðræður við mögulega fjárfesta fóru út um þúfur. Ekki er vitað hvað gjaldþrot flugfélagsins hefur áhrif á marga farþega en alls aflýsti Cobalt 18 flugferðum; níu til Larnaca-flugvallar á Kýpur og níu flugferðum frá vellinum. Alls flaug Cobalt til 23 áfangastaða í Evrópu auk þess sem það flaug til Austurlanda nær. Samgönguráðherra Kýpur greindi frá því í morgun að ríkisstjórn landsins myndi greiða flugmiða fyrir farþega Cobalt, séu þeir strandaglópar vegna gjaldþrots flugfélagsins. Framtíð allra 200 starfsmanna Cobalt er sögð óljós á þessari stundu. Flugfélagið segist hafa flutt rúmlega 740 þúsund farþega á þeim 16 mánuðum sem Cobalt var starfrækt. Breska ríkisútvarpinu þykir ekki mikið til þess koma og segir í samanburði að stærsta flugfélag Evrópu, Lufthansa, hafi flutt um 130 milljón farþega á síðasta ári. Þá flutti hið íslenska WOW Air 413 þúsund farþega bara í ágúst síðastliðnum. Icelandair hefur á síðustu mánuðum verið að flytja rúmlega 500 þúsund manns á mánuði á milli áfangastaða. Þetta er annað evrópska lággjaldaflugfélagið sem leggur upp laupana á síðustu vikum. Í upphafi mánaðarins var greint frá því að hið íslensk-ættaða Primera Air hafi farið fram á gjaldþrotaskipti og þá er rétt rúmt ár síðan að hið breska Monarch Airlines fór í þrot. WOW Air hefur að sama skapi barist í bökkum á undanförnum mánuðum, eins og ítarlega hefur verið greint frá. Fréttir af flugi Kýpur Tengdar fréttir Primera Air stefnir í gjaldþrot Primera Air Nordic og Primera Air Scandinavia munu sækja um greiðslustöðvun á morgun. 1. október 2018 16:06 Stærsta gjaldþrot í flugsögu Bretlands Breska flugfélagið Monarch lagði upp laupana í nótt. 2. október 2017 07:20 Skúli: Mesti vöxturinn verður í flugi frá Indlandi og Asíu Wow Air hefur ákveðið að hætta að fljúga til þriggja áfangastaða í miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Skúli Mogensen segir að Wow Air sé að leita að áfangastöðum með betri sætanýtingu allan ársins hring. Hann segist reikna með að mesti vöxturinn hjá félaginu á næstu árum verði í flugi frá Indlandi og Asíu. 17. október 2018 17:30 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Kýpverska lággjaldaflugfélagið Cobalt hefur aflýst öllum áætluðum flugferðum sínum frá og með deginum í dag. Flugfélagið, sem hafði flogið til og frá Kýpur frá árinu 2016, er á vef breska ríkisútvarpsins sagt gjaldþrota eftir að viðræður við mögulega fjárfesta fóru út um þúfur. Ekki er vitað hvað gjaldþrot flugfélagsins hefur áhrif á marga farþega en alls aflýsti Cobalt 18 flugferðum; níu til Larnaca-flugvallar á Kýpur og níu flugferðum frá vellinum. Alls flaug Cobalt til 23 áfangastaða í Evrópu auk þess sem það flaug til Austurlanda nær. Samgönguráðherra Kýpur greindi frá því í morgun að ríkisstjórn landsins myndi greiða flugmiða fyrir farþega Cobalt, séu þeir strandaglópar vegna gjaldþrots flugfélagsins. Framtíð allra 200 starfsmanna Cobalt er sögð óljós á þessari stundu. Flugfélagið segist hafa flutt rúmlega 740 þúsund farþega á þeim 16 mánuðum sem Cobalt var starfrækt. Breska ríkisútvarpinu þykir ekki mikið til þess koma og segir í samanburði að stærsta flugfélag Evrópu, Lufthansa, hafi flutt um 130 milljón farþega á síðasta ári. Þá flutti hið íslenska WOW Air 413 þúsund farþega bara í ágúst síðastliðnum. Icelandair hefur á síðustu mánuðum verið að flytja rúmlega 500 þúsund manns á mánuði á milli áfangastaða. Þetta er annað evrópska lággjaldaflugfélagið sem leggur upp laupana á síðustu vikum. Í upphafi mánaðarins var greint frá því að hið íslensk-ættaða Primera Air hafi farið fram á gjaldþrotaskipti og þá er rétt rúmt ár síðan að hið breska Monarch Airlines fór í þrot. WOW Air hefur að sama skapi barist í bökkum á undanförnum mánuðum, eins og ítarlega hefur verið greint frá.
Fréttir af flugi Kýpur Tengdar fréttir Primera Air stefnir í gjaldþrot Primera Air Nordic og Primera Air Scandinavia munu sækja um greiðslustöðvun á morgun. 1. október 2018 16:06 Stærsta gjaldþrot í flugsögu Bretlands Breska flugfélagið Monarch lagði upp laupana í nótt. 2. október 2017 07:20 Skúli: Mesti vöxturinn verður í flugi frá Indlandi og Asíu Wow Air hefur ákveðið að hætta að fljúga til þriggja áfangastaða í miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Skúli Mogensen segir að Wow Air sé að leita að áfangastöðum með betri sætanýtingu allan ársins hring. Hann segist reikna með að mesti vöxturinn hjá félaginu á næstu árum verði í flugi frá Indlandi og Asíu. 17. október 2018 17:30 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Primera Air stefnir í gjaldþrot Primera Air Nordic og Primera Air Scandinavia munu sækja um greiðslustöðvun á morgun. 1. október 2018 16:06
Stærsta gjaldþrot í flugsögu Bretlands Breska flugfélagið Monarch lagði upp laupana í nótt. 2. október 2017 07:20
Skúli: Mesti vöxturinn verður í flugi frá Indlandi og Asíu Wow Air hefur ákveðið að hætta að fljúga til þriggja áfangastaða í miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Skúli Mogensen segir að Wow Air sé að leita að áfangastöðum með betri sætanýtingu allan ársins hring. Hann segist reikna með að mesti vöxturinn hjá félaginu á næstu árum verði í flugi frá Indlandi og Asíu. 17. október 2018 17:30