„Þetta er ljótt. Þetta er ógeðslegt“ Birgir Olgeirsson skrifar 17. október 2018 23:00 Margir hafa blandað sér í umræðu um veikindi Dags B. Eggertsson borgarstjóra, þar á meðal þingmennirnir Helga Vala og Kolbeinn Proppé. Hefur Helga vala gagnrýnt framgang Eyþórs Arnalds í málinu. Vísir/Vilhelm Gagnrýni á fjarveru borgarstjóra í umræðunni um Braggamálið letur fólk í að segja frá vanlíðan og veikindum að mati þingmanns Vinstri grænna. Miklar umræður hafa skapast vegna gagnrýni fulltrúa í minnihluta borgarstjórnar Reykjavíkur á að borgarstjóri hafi ekki verið til svara síðustu daga vegna Braggamálsins svokallaða. Dagur B. Eggertsson greindi frá því í sumar að hann hefði greinst með sjaldgæfan gigtarsjúkdóm í kjölfar kviðarholssýkingar sem skerðir hreyfigetu og getur lagst á liði og líffæri.Sagt var frá því í föstudag að Dagur hefði ákveðið að fara í nokkra daga veikindaleyfi frá störfum sínum sem borgarstjóri eftir að sýkingin tók sig upp að nýju. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ritaði færslu á Facebook fyrr í dag þar sem hún sakaði Eyþór Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, um að hamast á Degi á meðan hann tekst á við veikindin. „Er ekkert heilagt í pólitísku stríði? Það leikur sér enginn að því að veikjast og þegar um er að ræða eitthvað meira en flensu ætti fólk með vott af sómakennd að taka tillit til þess,“ ritaði Helga Vala. Hún sagði Bragga-málið ekki hverfa og ekki verði neitt stórkostlegt tjón ef ekki verður brugðist við sem allra fyrst. „Heldur verður þetta mál líka í næstu viku eða þarnæstu þegar Dagur hefur náð þeim styrk sem hann þarf. Svei þér Eyþór Arnalds,“ skrifar Helga Vala.Dagur B. Eggertsson og Eyþór Arnalds á meðan kosningabaráttunni stóð í vor. Vísir/Vilhelm„Áttum við sem kjörnir fulltrúar að þegja?“ Eyþór blandar sér í umræðuna við skrif Helgu Völu þar sem hann segist óska Degi góðs bata og að hann hafi gert það ítrekað á fundi borgarstjórnar í gær. Hann sagði gagnrýni á meðferða fjármuna engan vegin snúa að veikindum borgarstjóra. „Við gagnrýndum rekstur borgarinnar fyrir kosningar og strax eftir kosningar. Það er ekkert nýtt,“ skrifar Eyþór. Hann sagði jafnframt að Braggamálið hefði vakið athygli langt út fyrir raðir borgarfulltrúa. Sjálfstæðismenn hefðu lagt til að utanaðkomandi aðili færi yfir málið en sú tillaga hefði verið felld. „Áttum við sem kjörnir fulltrúar að þegja vegna þess að borgarstjóri er fjarverandi?“ spyr Eyþór að lokum. Helga Vala bendir hins vegar Eyþóri á að gagnrýni hans hefði snúið að fjarveru Dags í umræðunni, sem Eyþór eigi að vita að eigi sér lögmætar og eðlilegar skýringar.Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarfulltrúi og borgarstjóri.VísirVeikindi Ólafs F. nefnd Ljóst er að mikill hiti er í umræðunni um þessi mál og hafa nokkur dæmi verið rakin af veikindum stjórnmálamanna sem var sýnt tillit á meðan baráttu þeirra stóð. Eitt dæmi er þó víða nefnt sem tengist Ólafi F. Magnússyni sem var krafinn læknisvottorðs af borgarfulltrúum þegar hann hugðist snúa aftur í borgarstjórn árið 2008 eftir hafa verið í veikindaleyfi. Ólafur hefur lýst í viðtölum að ráðist hefði verið að honum vegna veikinda sem hann glímdi við.„Letur fólk í að segja frá vanlíðan“ Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, blandaði sér í umræðuna í kvöld þar sem hann segist óska sér að fólk gæti verið betra við hvort annað, líka þau sem eru ósammála því í pólitík, um leið og hann óskar Degi alls hins besta og vonar að hann nái heilsu. „Við kennum börnunum okkar að segja frá ef þeim líður illa, að byrgja hluti ekki inni. Við viljum samfélag þar sem fólk þarf ekki að pukrast með vanlíðan og veikindi. Við sýnum aðstandendum okkar, fólkinu í kringum okkur og okkur sjálfum skilning ef við þurfum tíma til að jafna okkur, ef við verðum veik. Við tölum um mikilvægi heilsunnar, að við verðum að huga að henni frekar en frama,“ ritar Kolbeinn. Hann segir viðbrögð sumra við veikindum borgarstjóra sýna að þetta risti ansi grunnt og nái alls ekki yfir pólitíska andstæðinga. „Þegar að þeim kemur virðast ansi margir tilbúnir til að segja hluti um veikan mann sem þeim dytti ekki í hug, ekki undir nokkrum kringumstæðum, að segja um einhvern sér nákominn,“ skrifar Kolbeinn sem segir þetta vera ljóta hegðun. „Þetta er ógeðslegt. Þetta letur fólk í að segja frá vanlíðan og veikindum. Þetta kennir börnunum okkar að það sé í lagi að segja viðbjóðslega hluti um andstæðinga okkar, þar sé ekkert heilagt. Og þetta gefur börnum og ungu fólki þau skilaboð að vera ekkert að segja frá vanlíðan sinni, það sé bara aumingjaskapur.“ Braggamálið Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Sjá meira
Gagnrýni á fjarveru borgarstjóra í umræðunni um Braggamálið letur fólk í að segja frá vanlíðan og veikindum að mati þingmanns Vinstri grænna. Miklar umræður hafa skapast vegna gagnrýni fulltrúa í minnihluta borgarstjórnar Reykjavíkur á að borgarstjóri hafi ekki verið til svara síðustu daga vegna Braggamálsins svokallaða. Dagur B. Eggertsson greindi frá því í sumar að hann hefði greinst með sjaldgæfan gigtarsjúkdóm í kjölfar kviðarholssýkingar sem skerðir hreyfigetu og getur lagst á liði og líffæri.Sagt var frá því í föstudag að Dagur hefði ákveðið að fara í nokkra daga veikindaleyfi frá störfum sínum sem borgarstjóri eftir að sýkingin tók sig upp að nýju. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ritaði færslu á Facebook fyrr í dag þar sem hún sakaði Eyþór Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, um að hamast á Degi á meðan hann tekst á við veikindin. „Er ekkert heilagt í pólitísku stríði? Það leikur sér enginn að því að veikjast og þegar um er að ræða eitthvað meira en flensu ætti fólk með vott af sómakennd að taka tillit til þess,“ ritaði Helga Vala. Hún sagði Bragga-málið ekki hverfa og ekki verði neitt stórkostlegt tjón ef ekki verður brugðist við sem allra fyrst. „Heldur verður þetta mál líka í næstu viku eða þarnæstu þegar Dagur hefur náð þeim styrk sem hann þarf. Svei þér Eyþór Arnalds,“ skrifar Helga Vala.Dagur B. Eggertsson og Eyþór Arnalds á meðan kosningabaráttunni stóð í vor. Vísir/Vilhelm„Áttum við sem kjörnir fulltrúar að þegja?“ Eyþór blandar sér í umræðuna við skrif Helgu Völu þar sem hann segist óska Degi góðs bata og að hann hafi gert það ítrekað á fundi borgarstjórnar í gær. Hann sagði gagnrýni á meðferða fjármuna engan vegin snúa að veikindum borgarstjóra. „Við gagnrýndum rekstur borgarinnar fyrir kosningar og strax eftir kosningar. Það er ekkert nýtt,“ skrifar Eyþór. Hann sagði jafnframt að Braggamálið hefði vakið athygli langt út fyrir raðir borgarfulltrúa. Sjálfstæðismenn hefðu lagt til að utanaðkomandi aðili færi yfir málið en sú tillaga hefði verið felld. „Áttum við sem kjörnir fulltrúar að þegja vegna þess að borgarstjóri er fjarverandi?“ spyr Eyþór að lokum. Helga Vala bendir hins vegar Eyþóri á að gagnrýni hans hefði snúið að fjarveru Dags í umræðunni, sem Eyþór eigi að vita að eigi sér lögmætar og eðlilegar skýringar.Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarfulltrúi og borgarstjóri.VísirVeikindi Ólafs F. nefnd Ljóst er að mikill hiti er í umræðunni um þessi mál og hafa nokkur dæmi verið rakin af veikindum stjórnmálamanna sem var sýnt tillit á meðan baráttu þeirra stóð. Eitt dæmi er þó víða nefnt sem tengist Ólafi F. Magnússyni sem var krafinn læknisvottorðs af borgarfulltrúum þegar hann hugðist snúa aftur í borgarstjórn árið 2008 eftir hafa verið í veikindaleyfi. Ólafur hefur lýst í viðtölum að ráðist hefði verið að honum vegna veikinda sem hann glímdi við.„Letur fólk í að segja frá vanlíðan“ Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, blandaði sér í umræðuna í kvöld þar sem hann segist óska sér að fólk gæti verið betra við hvort annað, líka þau sem eru ósammála því í pólitík, um leið og hann óskar Degi alls hins besta og vonar að hann nái heilsu. „Við kennum börnunum okkar að segja frá ef þeim líður illa, að byrgja hluti ekki inni. Við viljum samfélag þar sem fólk þarf ekki að pukrast með vanlíðan og veikindi. Við sýnum aðstandendum okkar, fólkinu í kringum okkur og okkur sjálfum skilning ef við þurfum tíma til að jafna okkur, ef við verðum veik. Við tölum um mikilvægi heilsunnar, að við verðum að huga að henni frekar en frama,“ ritar Kolbeinn. Hann segir viðbrögð sumra við veikindum borgarstjóra sýna að þetta risti ansi grunnt og nái alls ekki yfir pólitíska andstæðinga. „Þegar að þeim kemur virðast ansi margir tilbúnir til að segja hluti um veikan mann sem þeim dytti ekki í hug, ekki undir nokkrum kringumstæðum, að segja um einhvern sér nákominn,“ skrifar Kolbeinn sem segir þetta vera ljóta hegðun. „Þetta er ógeðslegt. Þetta letur fólk í að segja frá vanlíðan og veikindum. Þetta kennir börnunum okkar að það sé í lagi að segja viðbjóðslega hluti um andstæðinga okkar, þar sé ekkert heilagt. Og þetta gefur börnum og ungu fólki þau skilaboð að vera ekkert að segja frá vanlíðan sinni, það sé bara aumingjaskapur.“
Braggamálið Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Sjá meira