Epli og ástarpungar Guðrún Hafsteinsdóttir og Gylfi Jónasson skrifar 18. október 2018 10:00 Epli og appelsínur eru hvort tveggja matvörur og hnöttóttar á að líta. Það er líka hið eina sem þær eiga sameiginlegt. Við frekari samanburð yrði frekar fjallað um það sem ólíkt er með þessum vörum. Lífeyrissjóður opinberra starfsmanna í Nevadaríki í Bandaríkjunum og íslenska lífeyrissjóðakerfið eiga ýmislegt sameiginlegt en við samanburð verður líka að halda til haga öllu því sem ekki er þar sambærilegt í rekstri og starfsemi. Sé þess ekki gætt er stutt í að bera saman epli og appelsínur, jafnvel epli og ástarpunga. Gagnlegt hefði nú verið og fagnaðarefni ef RÚV hefði sett sér markmið um innlegg í upplýsta umræðu með því að senda teymi á vegum þáttarins Kveiks alla leið til Nevada til að kanna starfsemi þessa lífeyrissjóðs og birta niðurstöður skilmerkilega. Því miður var það ekki svo. Að okkur læðist sú tilfinning að meiningin hafi frekar verið sú að tína til punkta við hæfi og skapa þá ímynd að einn maður ræki í dagvinnu lífeyrissjóð á stærð við allt íslenska lífeyrissjóðakerfið og ávaxtaði iðgjöldin miklu betur, fyrir brotabrot af rekstrarkostnaði okkar sjóða. Svo einfalt er nú málið ekki þegar að er gáð. Þarf ekki annað en að glugga í ársskýrslu sjóðsins og bera saman við gögn um íslenska kerfið. Það gerðum við og sama hefði teymi Kveiks betur gert. Einföld „rannsókn“ okkar á aðgengilegum gögnum leiðir margt áhugavert í ljós: l Hrein eign Nevadasjóðsins nam um 4.400 milljörðum króna í lok árs 2017 en hrein eign íslenska kerfisins nam þá um 4.000 milljörðum króna. Um 60% eigna sjóðsins eru í hlutabréfum, 30% í skuldabréfum og annað í fasteignum og framtaksfjárfestingum. l Starfsmenn bandaríska sjóðsins eru alls 78, þar af er einn (Steve Edmundson, viðmælandi RÚV) titlaður forstöðumaður eignastýringar (investment officer). l Tólf ráðgjafarfyrirtæki koma að fjárfestingarákvörðunum og bein fjárfestingargjöld sjóðsins námu um 5,5 milljörðum íslenskra króna árið 2017, sem er miklu hærra en gerist og gengur í íslenska kerfinu. l Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður bandaríska sjóðsins er um einn sjötti hluti af því sem gerist í íslenska kerfinu. Sá bandaríski er einfaldlega lífeyrissjóður sem tekur við iðgjöldum, ávaxtar þau og greiðir út lífeyri en hefur ekki til viðbótar á sinni könnu fjölmörg verkefni íslenska kerfisins: l Hann rekur hvorki séreignardeildir né millifærir iðgjöld inn á lán. l Hann lánar ekki sjóðfélögum. l Launagreiðendur eru fáir opinberir aðilar og því hverfandi umsýsla vegna innheimtu. l Örorkubyrðin er sáralítil og hverfandi umsýsla þar. Engin ákvæði eru um að flýta eða seinka lífeyrisgreiðslum, sem kallar á umtalsverða umsýslu. l Engin innheimta fyrir endurhæfingarsjóð. l Ekki er að sjá af ársskýrslu sjóðsins að bandarískir lífeyrissjóðir ríkisstarfsmanna greiði fyrir fjármálaeftirlit þar í landi. Fjármálakerfið á Íslandi borgar hins vegar rekstur Fjármálaeftirlitsins og sá kostnaður nemur 4-5% af rekstrarkostnaði lífeyrissjóða.Gylfi Jónasson, framkvæmdastjóri Festu lífeyrissjóðsAfkoma sjóðsins hefur verið með ágætum undanfarin ár en þrátt fyrir það vekur tryggingafræðileg staða hans óneitanlega athygli í ljósi krafna sem gerðar eru til íslenskra lífeyrissjóða um að eignir standi undir lífeyrisskuldbindingum. Þannig var halli upp á 13,3 milljarða Bandaríkjadala á Nevadasjóðnum fjárhagsárið 2017 eða sem nemur rúmlega fjórðungi skuldbindinga. Stjórnendur hans gera ráð fyrir að vöxtur eigna og skuldbindinga verði 4,75% umfram verðlagsbreytingar, sem þeir gefa sér að verði 2,75%. Því er miðað við 7,5% ávöxtunarkröfu en sé hún lækkuð í 6,5% færi hallinn í liðlega 20 milljarða dala eða sem svarar til nær 40% af skuldbindingum! Á Íslandi mælir laga- og regluverk fyrir um hvernig brugðist skuli við þegar eignir standa ekki undir skuldbindingum lífeyrissjóða. Það hefði verið fróðlegt að fá svör í Nevada við því hvort til standi að bregðast á einhvern hátt við og þá hvernig. Viðmælandi Kveiks hefur þarna verk að vinna en það passaði sýnilega ekki í þá mynd sem dregin var upp og ætlunin var að draga upp í þættinum. Vinnubrögðin eru RÚV hvorki til sóma né álitsauka. Ekki er til of mikils mælst að vandað sé til verka í þætti sem vill láta taka sig alvarlega og kennir sig við „rannsóknarblaðamennsku“.Guðrún Hafsteinsdóttir er stjórnarformaður Landssamtaka lífeyrissjóða og Gylfi Jónasson er framkvæmdastjóri Festu lífeyrissjóðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðrún Hafsteinsdóttir Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Epli og appelsínur eru hvort tveggja matvörur og hnöttóttar á að líta. Það er líka hið eina sem þær eiga sameiginlegt. Við frekari samanburð yrði frekar fjallað um það sem ólíkt er með þessum vörum. Lífeyrissjóður opinberra starfsmanna í Nevadaríki í Bandaríkjunum og íslenska lífeyrissjóðakerfið eiga ýmislegt sameiginlegt en við samanburð verður líka að halda til haga öllu því sem ekki er þar sambærilegt í rekstri og starfsemi. Sé þess ekki gætt er stutt í að bera saman epli og appelsínur, jafnvel epli og ástarpunga. Gagnlegt hefði nú verið og fagnaðarefni ef RÚV hefði sett sér markmið um innlegg í upplýsta umræðu með því að senda teymi á vegum þáttarins Kveiks alla leið til Nevada til að kanna starfsemi þessa lífeyrissjóðs og birta niðurstöður skilmerkilega. Því miður var það ekki svo. Að okkur læðist sú tilfinning að meiningin hafi frekar verið sú að tína til punkta við hæfi og skapa þá ímynd að einn maður ræki í dagvinnu lífeyrissjóð á stærð við allt íslenska lífeyrissjóðakerfið og ávaxtaði iðgjöldin miklu betur, fyrir brotabrot af rekstrarkostnaði okkar sjóða. Svo einfalt er nú málið ekki þegar að er gáð. Þarf ekki annað en að glugga í ársskýrslu sjóðsins og bera saman við gögn um íslenska kerfið. Það gerðum við og sama hefði teymi Kveiks betur gert. Einföld „rannsókn“ okkar á aðgengilegum gögnum leiðir margt áhugavert í ljós: l Hrein eign Nevadasjóðsins nam um 4.400 milljörðum króna í lok árs 2017 en hrein eign íslenska kerfisins nam þá um 4.000 milljörðum króna. Um 60% eigna sjóðsins eru í hlutabréfum, 30% í skuldabréfum og annað í fasteignum og framtaksfjárfestingum. l Starfsmenn bandaríska sjóðsins eru alls 78, þar af er einn (Steve Edmundson, viðmælandi RÚV) titlaður forstöðumaður eignastýringar (investment officer). l Tólf ráðgjafarfyrirtæki koma að fjárfestingarákvörðunum og bein fjárfestingargjöld sjóðsins námu um 5,5 milljörðum íslenskra króna árið 2017, sem er miklu hærra en gerist og gengur í íslenska kerfinu. l Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður bandaríska sjóðsins er um einn sjötti hluti af því sem gerist í íslenska kerfinu. Sá bandaríski er einfaldlega lífeyrissjóður sem tekur við iðgjöldum, ávaxtar þau og greiðir út lífeyri en hefur ekki til viðbótar á sinni könnu fjölmörg verkefni íslenska kerfisins: l Hann rekur hvorki séreignardeildir né millifærir iðgjöld inn á lán. l Hann lánar ekki sjóðfélögum. l Launagreiðendur eru fáir opinberir aðilar og því hverfandi umsýsla vegna innheimtu. l Örorkubyrðin er sáralítil og hverfandi umsýsla þar. Engin ákvæði eru um að flýta eða seinka lífeyrisgreiðslum, sem kallar á umtalsverða umsýslu. l Engin innheimta fyrir endurhæfingarsjóð. l Ekki er að sjá af ársskýrslu sjóðsins að bandarískir lífeyrissjóðir ríkisstarfsmanna greiði fyrir fjármálaeftirlit þar í landi. Fjármálakerfið á Íslandi borgar hins vegar rekstur Fjármálaeftirlitsins og sá kostnaður nemur 4-5% af rekstrarkostnaði lífeyrissjóða.Gylfi Jónasson, framkvæmdastjóri Festu lífeyrissjóðsAfkoma sjóðsins hefur verið með ágætum undanfarin ár en þrátt fyrir það vekur tryggingafræðileg staða hans óneitanlega athygli í ljósi krafna sem gerðar eru til íslenskra lífeyrissjóða um að eignir standi undir lífeyrisskuldbindingum. Þannig var halli upp á 13,3 milljarða Bandaríkjadala á Nevadasjóðnum fjárhagsárið 2017 eða sem nemur rúmlega fjórðungi skuldbindinga. Stjórnendur hans gera ráð fyrir að vöxtur eigna og skuldbindinga verði 4,75% umfram verðlagsbreytingar, sem þeir gefa sér að verði 2,75%. Því er miðað við 7,5% ávöxtunarkröfu en sé hún lækkuð í 6,5% færi hallinn í liðlega 20 milljarða dala eða sem svarar til nær 40% af skuldbindingum! Á Íslandi mælir laga- og regluverk fyrir um hvernig brugðist skuli við þegar eignir standa ekki undir skuldbindingum lífeyrissjóða. Það hefði verið fróðlegt að fá svör í Nevada við því hvort til standi að bregðast á einhvern hátt við og þá hvernig. Viðmælandi Kveiks hefur þarna verk að vinna en það passaði sýnilega ekki í þá mynd sem dregin var upp og ætlunin var að draga upp í þættinum. Vinnubrögðin eru RÚV hvorki til sóma né álitsauka. Ekki er til of mikils mælst að vandað sé til verka í þætti sem vill láta taka sig alvarlega og kennir sig við „rannsóknarblaðamennsku“.Guðrún Hafsteinsdóttir er stjórnarformaður Landssamtaka lífeyrissjóða og Gylfi Jónasson er framkvæmdastjóri Festu lífeyrissjóðs.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun