Virkjum vináttuna! Ertu búin að skrá hópinn þinn? Halla Þorvaldsdóttir skrifar 18. október 2018 09:00 Við, konur á Íslandi, njótum þeirra forréttinda að hér á landi býðst okkur reglubundin skimun fyrir legháls- og brjóstakrabbameinum. Skimunin hefur dregið mjög úr tilfellum leghálskrabbameina hér á landi og á einnig verulegan þátt í því að dregið hefur úr dánartíðni af völdum brjóstakrabbameina. Þátttaka kvenna í skimun fyrir krabbameinum hefur því miður farið minnkandi undanfarin ár. Þessari þróun vill Krabbameinsfélagið snúa við. Niðurstöður kannana sem félagið hefur gert benda til þess að helsta ástæðan fyrir minnkandi þátttöku í skimun sé framtaksleysi eða frestun. Viðbrögð við nýlegri auglýsingaherferð Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins og áminningu í Bleiku slaufunni hafa þó verið mjög góð og bókunum í skimun hefur fjölgað mjög mikið. En betur má ef duga skal og finna þarf leiðir sem auka þátttöku kvenna til langframa. Krabbameinsfélagið vill, í samvinnu við kvennahópa af hvaða tagi sem er, um land allt, hvetja konur til að mæta í skimun þegar þær fá boð um það. Samstöðukraftur kvenna er magnaður og reynslusögur kvenna sem tóku þátt í ljósmyndasýningu Bleiku slaufunnar (og lesa má á bleikaslaufan.is) vitna um dýrmætan stuðning vinkvenna við greiningu og í krabbameinsmeðferð. Í Bleiku slaufunni biðlar Krabbameinsfélagið til kvennahópanna og býður þeim að taka saman höndum við félagið um að auka þátttöku kvenna í skimun. Hóparnir skrá sig á bleikaslaufan.is og tvisvar til þrisvar á ári fær hver hópur sendan tölvupóst frá félaginu með áminningu um að hvetja sínar konur til að mæta í skimun þegar þær fá boð. Einnig fylgir með fræðsla um þætti í daglegu lífi sem geta dregið úr líkum á að fá krabbamein. Á Íslandi býðst konum á aldrinum 23-65 ára skimun fyrir krabbameini í leghálsi, á tveggja ára fresti og á aldrinum 40-69 ára skimun fyrir krabbameini í brjóstum, á þriggja ára fresti. Frekari upplýsingar um skimun má sjá á heimasíðu félagsins, krabb.is. Á Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands taka sérþjálfaðar ljósmæður öll leghálsstrok og kvengeislafræðingar taka röntgenmyndir af brjóstum. Skoðanirnar taka stuttan tíma, biðtími er mjög lítill og að jafnaði líða einungis 10-15 mínútur frá því að konur koma í hús þar til þær eru farnar út aftur. Ertu búin að skrá hópinn þinn? Einn hópur verður dreginn út þann 22. október og fær veglegan glaðning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Halla Þorvaldsdóttir Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Við, konur á Íslandi, njótum þeirra forréttinda að hér á landi býðst okkur reglubundin skimun fyrir legháls- og brjóstakrabbameinum. Skimunin hefur dregið mjög úr tilfellum leghálskrabbameina hér á landi og á einnig verulegan þátt í því að dregið hefur úr dánartíðni af völdum brjóstakrabbameina. Þátttaka kvenna í skimun fyrir krabbameinum hefur því miður farið minnkandi undanfarin ár. Þessari þróun vill Krabbameinsfélagið snúa við. Niðurstöður kannana sem félagið hefur gert benda til þess að helsta ástæðan fyrir minnkandi þátttöku í skimun sé framtaksleysi eða frestun. Viðbrögð við nýlegri auglýsingaherferð Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins og áminningu í Bleiku slaufunni hafa þó verið mjög góð og bókunum í skimun hefur fjölgað mjög mikið. En betur má ef duga skal og finna þarf leiðir sem auka þátttöku kvenna til langframa. Krabbameinsfélagið vill, í samvinnu við kvennahópa af hvaða tagi sem er, um land allt, hvetja konur til að mæta í skimun þegar þær fá boð um það. Samstöðukraftur kvenna er magnaður og reynslusögur kvenna sem tóku þátt í ljósmyndasýningu Bleiku slaufunnar (og lesa má á bleikaslaufan.is) vitna um dýrmætan stuðning vinkvenna við greiningu og í krabbameinsmeðferð. Í Bleiku slaufunni biðlar Krabbameinsfélagið til kvennahópanna og býður þeim að taka saman höndum við félagið um að auka þátttöku kvenna í skimun. Hóparnir skrá sig á bleikaslaufan.is og tvisvar til þrisvar á ári fær hver hópur sendan tölvupóst frá félaginu með áminningu um að hvetja sínar konur til að mæta í skimun þegar þær fá boð. Einnig fylgir með fræðsla um þætti í daglegu lífi sem geta dregið úr líkum á að fá krabbamein. Á Íslandi býðst konum á aldrinum 23-65 ára skimun fyrir krabbameini í leghálsi, á tveggja ára fresti og á aldrinum 40-69 ára skimun fyrir krabbameini í brjóstum, á þriggja ára fresti. Frekari upplýsingar um skimun má sjá á heimasíðu félagsins, krabb.is. Á Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands taka sérþjálfaðar ljósmæður öll leghálsstrok og kvengeislafræðingar taka röntgenmyndir af brjóstum. Skoðanirnar taka stuttan tíma, biðtími er mjög lítill og að jafnaði líða einungis 10-15 mínútur frá því að konur koma í hús þar til þær eru farnar út aftur. Ertu búin að skrá hópinn þinn? Einn hópur verður dreginn út þann 22. október og fær veglegan glaðning.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun