Sérstaki rannsakandinn sagður tilbúinn með niðurstöður Kjartan Kjartansson skrifar 17. október 2018 15:51 Robert Mueller, fyrrverandi forstjóri alríkislögreglunnar FBI, stýrir rannsókninni á meintu samráði framboðs Trump við Rússa árið 2016. Vísir/Getty Búist er við því að Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, skili niðurstöðum um lykilþætti í rannsókn sinni á meintu samráði forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa fljótlega eftir þingkosningar í Bandaríkjunum í nóvember. Þrýstingur er sagður á honum að gefa út frekari ákærur eða ljúka rannsókninni ella.Bloomberg-fréttastofan hefur eftir heimildum sínum að niðurstöðurnar sem Mueller muni skila tengist því hvort að skýrar vísbendingar hafi verið um að samráð hafi átt sér stað á milli Trump-framboðsins og rússneskra stjórnvalda fyrir forsetakosningarnar árið 2016 og hvort að Trump hafi sem forseti reynt að hindra framgang rannsóknarinnar á því. Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, sem hefur umsjón með rannsókninni er sagður hafa þrýst á Mueller um að ljúka rannsókninni sem fyrst. Trump forseti hefur beitt Rosenstein sjálfan gríðarlegum þrýstingi undanfarna mánuði og fundið honum flest til foráttu, jafnt opinberlega sem á bak við luktar dyr. Ekki er þó víst að niðurstöður Mueller verði gerðar opinberar. Bloomberg segir ennfremur að jafnvel þó að Mueller sé tilbúinn að greina umsjónarmanni rannsóknarinnar frá einhverjum niðurstöðum sé ekki þar með sagt að hann hafi lokið rannsókn sinni.Gæti lagt stein í götu rannsóknarinnar eftir kosningar Lítið hefur spurst til rannsóknar Mueller undanfarnar vikur. Talið er að hann muni ekki grípa til neinna aðgerða sem gætu haft áhrif á þingkosningarnar sem fara fram 6. nóvember. Engu að síður hefur á þriðja tug manna verið ákærðir eða játað sök í tengslum við rannsóknina. Þeirra á meðal eru Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, Rick Gates, aðstoðarkosningastjóri hans, Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, og George Papadopoulos, fyrrverandi ráðgjafi forsetaframboðsins. Vangaveltur hafa verið um að eftir þingkosningarnar þegar muni Trump láta til skarar skríða gegn rannsókninni sem hann hefur lengi haldið fram að sé „nornaveiðar“. Þannig gæti hann stöðvað rannsóknina eða rekið Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, eða Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra. Brotthvarf annars þeirra myndi leiða til þess að nýr maður tæki við umsjón rannsóknarinnar hjá dómsmálaráðuneytinu. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldin Hinn 68 ára gamli Paul Manafort er hvað best þekktur þessa dagana sem fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann hefur þó verið viðloðin stjórnmál í Bandaríkjunum og víða um heiminn í áratugi og hefur hann meðal annars starfað fyrir fjölda alræmdra einræðisherra í gegnum árin. 24. ágúst 2018 15:00 Rosenstein íhugar nú stöðu sína 25. september 2018 07:00 Ráðgjafi Trump dæmdur í fangelsi og segist hafa logið til að vernda sig og forsetann Saksóknarar fullyrtu að lygar Georges Papadopoulos hefðu hindrað rannsókn FBI á mikilvægum tímapunkti. Hann var dæmdur í tveggja vikna fangelsi vegna lyganna í dag. 7. september 2018 21:33 Manafort samþykkir að veita Mueller upplýsingar Paul Manafort fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur samþykkt að starfa með rannsakendum Mueller í skiptum fyrir vægari dom í máli er varðar peningaþvætti og störf hans fyrir erlendar ríkisstjórnir. 14. september 2018 18:00 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Búist er við því að Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, skili niðurstöðum um lykilþætti í rannsókn sinni á meintu samráði forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa fljótlega eftir þingkosningar í Bandaríkjunum í nóvember. Þrýstingur er sagður á honum að gefa út frekari ákærur eða ljúka rannsókninni ella.Bloomberg-fréttastofan hefur eftir heimildum sínum að niðurstöðurnar sem Mueller muni skila tengist því hvort að skýrar vísbendingar hafi verið um að samráð hafi átt sér stað á milli Trump-framboðsins og rússneskra stjórnvalda fyrir forsetakosningarnar árið 2016 og hvort að Trump hafi sem forseti reynt að hindra framgang rannsóknarinnar á því. Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, sem hefur umsjón með rannsókninni er sagður hafa þrýst á Mueller um að ljúka rannsókninni sem fyrst. Trump forseti hefur beitt Rosenstein sjálfan gríðarlegum þrýstingi undanfarna mánuði og fundið honum flest til foráttu, jafnt opinberlega sem á bak við luktar dyr. Ekki er þó víst að niðurstöður Mueller verði gerðar opinberar. Bloomberg segir ennfremur að jafnvel þó að Mueller sé tilbúinn að greina umsjónarmanni rannsóknarinnar frá einhverjum niðurstöðum sé ekki þar með sagt að hann hafi lokið rannsókn sinni.Gæti lagt stein í götu rannsóknarinnar eftir kosningar Lítið hefur spurst til rannsóknar Mueller undanfarnar vikur. Talið er að hann muni ekki grípa til neinna aðgerða sem gætu haft áhrif á þingkosningarnar sem fara fram 6. nóvember. Engu að síður hefur á þriðja tug manna verið ákærðir eða játað sök í tengslum við rannsóknina. Þeirra á meðal eru Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, Rick Gates, aðstoðarkosningastjóri hans, Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, og George Papadopoulos, fyrrverandi ráðgjafi forsetaframboðsins. Vangaveltur hafa verið um að eftir þingkosningarnar þegar muni Trump láta til skarar skríða gegn rannsókninni sem hann hefur lengi haldið fram að sé „nornaveiðar“. Þannig gæti hann stöðvað rannsóknina eða rekið Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, eða Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra. Brotthvarf annars þeirra myndi leiða til þess að nýr maður tæki við umsjón rannsóknarinnar hjá dómsmálaráðuneytinu.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldin Hinn 68 ára gamli Paul Manafort er hvað best þekktur þessa dagana sem fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann hefur þó verið viðloðin stjórnmál í Bandaríkjunum og víða um heiminn í áratugi og hefur hann meðal annars starfað fyrir fjölda alræmdra einræðisherra í gegnum árin. 24. ágúst 2018 15:00 Rosenstein íhugar nú stöðu sína 25. september 2018 07:00 Ráðgjafi Trump dæmdur í fangelsi og segist hafa logið til að vernda sig og forsetann Saksóknarar fullyrtu að lygar Georges Papadopoulos hefðu hindrað rannsókn FBI á mikilvægum tímapunkti. Hann var dæmdur í tveggja vikna fangelsi vegna lyganna í dag. 7. september 2018 21:33 Manafort samþykkir að veita Mueller upplýsingar Paul Manafort fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur samþykkt að starfa með rannsakendum Mueller í skiptum fyrir vægari dom í máli er varðar peningaþvætti og störf hans fyrir erlendar ríkisstjórnir. 14. september 2018 18:00 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldin Hinn 68 ára gamli Paul Manafort er hvað best þekktur þessa dagana sem fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann hefur þó verið viðloðin stjórnmál í Bandaríkjunum og víða um heiminn í áratugi og hefur hann meðal annars starfað fyrir fjölda alræmdra einræðisherra í gegnum árin. 24. ágúst 2018 15:00
Ráðgjafi Trump dæmdur í fangelsi og segist hafa logið til að vernda sig og forsetann Saksóknarar fullyrtu að lygar Georges Papadopoulos hefðu hindrað rannsókn FBI á mikilvægum tímapunkti. Hann var dæmdur í tveggja vikna fangelsi vegna lyganna í dag. 7. september 2018 21:33
Manafort samþykkir að veita Mueller upplýsingar Paul Manafort fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur samþykkt að starfa með rannsakendum Mueller í skiptum fyrir vægari dom í máli er varðar peningaþvætti og störf hans fyrir erlendar ríkisstjórnir. 14. september 2018 18:00