Tekist á um ábyrgð í braggamálinu langt fram á nótt: „Lætur í veðri vaka að hann hafi ekki vitað af þessum framúrkeyrslum“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. október 2018 00:34 Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði að það yrði að teljast óábyrg fjármálastjórnun að skattfé borgarbúa sé sólundað með þeim hætti að framúrkeyrsla verkefna fari fram hjá borgarstjóra og án hans vitundar. vísir/stöð 2 Ekkert verður af tillögu Sjálfstæðisflokksins um að annar óháður aðili en innri endurskoðun taki yfir úttekt á braggamálinu svokallaða til að flýta fyrir meðferð málsins. Þetta var niðurstaða á fundi borgarstjórnar í nótt. Hart var tekist á um ábyrgð í braggamálinu en borgarstjórnarfundurinn dróst langt fram á nótt. Málsmeðferðartillaga um að vísa tillögu Sjálfstæðisflokksins frá var samþykkt með 12 atkvæðum gegn 11 en einn borgarfulltrúi sat hjá. Ástæðan fyrir málsmeðferðartillögunni er sú að úttektin hjá innri endurskoðun er nú þegar hafin. Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði að það yrði að teljast óábyrg fjármálastjórnun að skattfé borgarbúa sé sólundað með þeim hætti að framúrkeyrsla verkefna fari fram hjá borgarstjóra og án hans vitundar. Til umræðu var „braggamálið“ svokallaða en Sjálfstæðisflokkurinn bar fram tillögu um að fallið yrði frá þeirri ákvörðun að innri endurskoðandi geri heildarúttekt á framkvæmdum á bragga við Nauthólsveg. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi, sagði að með tillögunni sé ekki verið að draga í efa hlutleysi innri endurskoðunar heldur væri tilgangurinn sá að reyna að flýta fyrir niðurstöðu málsins með því að fá annan óháðan aðila til að framkvæma rannsóknina. Rannsókn á málinu er nú þegar hafin hjá innri endurskoðun. Í rökstuðningi með tillögunni segir að innri endurskoðun sé svo störfum hlaðin að rannsóknin gæti dregist á langinn. Innri endurskoðun er með vinnustaðamenningu Orkuveitu Reykjavíkur til rannsóknar.Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi SjálfstæðisflokksinsVísir/EgillDregur í efa að borgarstjóri hafi ekki vitað af framúrkeyrslum Marta sagði viðbrögð Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra, væru með ólíkindum. „Það er jafnframt með ólíkindum að borgarstjóri, sem ber ábyrgð á rekstri borgarinnar og ber skylda til að fylgjast með rekstrinum, þykist koma af fjöllum og lætur í veðri vaka að hann hafi ekki vitað af þessum framúrkeyrslum og segir í fjölmiðlum að hann ætli að kalla eftir minnisblaði um málið.“ Hún sagði jafnframt að það mætti teljast tortryggilegt að hann hafi ekki vitað af málinu „Framkvæmdin heyrir undir skrifstofu atvinnu-og eignaþróunar sem reyndar staðsett í ráðhúsinu og heyrir jafnframt undir skrifstofu borgarstjóra og borgarritara þannig að ólíklegt er að borgarstjóri hafi ekki á reglulegum fundum með þessum aðilum heyrt af gangi mála með braggann.“Heiða Björg Hilmarsdóttir er formaður velferðarráðs og varaformaður Samfylkingarinnar.fréttablaðið/ErnirSakaði Mörtu um að reyna að slá pólitískar keilur Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, kom Degi til varnar í andsvari sínu. Hún sagði að hann hafi fordæmt framkvæmdir við braggann. „Mér finnst þessar ásakanir hér og þessar aðdróttanir um að borgarstjóri hafi vitað eitthvað meira um þetta, mér finnst þetta dæma sig sjálft. Hér er borgarfulltrúinn að reyna að slá einhverjar pólitískar keilur á meðan borgarstjóri er veikur heima hjá sér og getur ekki svarað fyrir sig, dæmi nú hver fyrir sig,“ sagði Heiða. Marta vísaði því á bug að með málflutningi sínum væru hún að slá pólitískar keilur. „Það er alrangt en það hlýtur að vera svo að bæði borgarstjóri og meirihlutinn sem sat hér á síðasta kjörtímabili að hann beri ábyrgð á þessu máli. Borgarstjóri er æðsti embættismaður borgarinnar, honum ber að fylgjast með rekstrinum og hann ber ábyrgð á honum. Það er staðreynd. Borgarstjóri var staddur hér í þessum sal síðast þegar braggamálið var til umræðu og ég nefndi þessa hluti líka þá þannig að það eru ekki fréttir fyrir borgarstjóra,“ sagði Marta sem svaraði um hæl. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar og staðgengill borgarstjóra, sagði að meirihlutinn liti málið grafalvarlegum augum. „Ég get líka sagt það aftur að við í meirihlutanum treystum innri endurskoðun Reykjavíkurborgar fullkomlega fyrir málinu og við treystum líka innri endurskoðun til að útvista því sem þarf ef svo ber undir. Við treystum líka innri endurskðun til að láta okkur vita ef þau telja sig svo störfum hlaðin að þau geti ekki framkvæmt þessa úttekt og þessa rannsókn hratt og örugglega. Ég hef persónulega verið fullvissuð um það að það verði unnið hratt og örugglega.“ Braggamálið Tengdar fréttir Eyþór gefur lítið fyrir yfirlýsingar Dags Braggablúsinn í Nauthólsvík skiptir um takt. Eyþór telur fráleitt af borgarstjóra að reyna að skjóta sér undan ábyrgð. 10. október 2018 11:33 Braggamálið „töluvert að umfangi“ og tími innri endurskoðunar óljós Ekki er hægt að segja til um það hversu langan tíma innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á framkvæmdum við braggann í Nauthólsvík mun taka, að sögn Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. 10. október 2018 19:19 Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Sjá meira
Ekkert verður af tillögu Sjálfstæðisflokksins um að annar óháður aðili en innri endurskoðun taki yfir úttekt á braggamálinu svokallaða til að flýta fyrir meðferð málsins. Þetta var niðurstaða á fundi borgarstjórnar í nótt. Hart var tekist á um ábyrgð í braggamálinu en borgarstjórnarfundurinn dróst langt fram á nótt. Málsmeðferðartillaga um að vísa tillögu Sjálfstæðisflokksins frá var samþykkt með 12 atkvæðum gegn 11 en einn borgarfulltrúi sat hjá. Ástæðan fyrir málsmeðferðartillögunni er sú að úttektin hjá innri endurskoðun er nú þegar hafin. Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði að það yrði að teljast óábyrg fjármálastjórnun að skattfé borgarbúa sé sólundað með þeim hætti að framúrkeyrsla verkefna fari fram hjá borgarstjóra og án hans vitundar. Til umræðu var „braggamálið“ svokallaða en Sjálfstæðisflokkurinn bar fram tillögu um að fallið yrði frá þeirri ákvörðun að innri endurskoðandi geri heildarúttekt á framkvæmdum á bragga við Nauthólsveg. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi, sagði að með tillögunni sé ekki verið að draga í efa hlutleysi innri endurskoðunar heldur væri tilgangurinn sá að reyna að flýta fyrir niðurstöðu málsins með því að fá annan óháðan aðila til að framkvæma rannsóknina. Rannsókn á málinu er nú þegar hafin hjá innri endurskoðun. Í rökstuðningi með tillögunni segir að innri endurskoðun sé svo störfum hlaðin að rannsóknin gæti dregist á langinn. Innri endurskoðun er með vinnustaðamenningu Orkuveitu Reykjavíkur til rannsóknar.Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi SjálfstæðisflokksinsVísir/EgillDregur í efa að borgarstjóri hafi ekki vitað af framúrkeyrslum Marta sagði viðbrögð Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra, væru með ólíkindum. „Það er jafnframt með ólíkindum að borgarstjóri, sem ber ábyrgð á rekstri borgarinnar og ber skylda til að fylgjast með rekstrinum, þykist koma af fjöllum og lætur í veðri vaka að hann hafi ekki vitað af þessum framúrkeyrslum og segir í fjölmiðlum að hann ætli að kalla eftir minnisblaði um málið.“ Hún sagði jafnframt að það mætti teljast tortryggilegt að hann hafi ekki vitað af málinu „Framkvæmdin heyrir undir skrifstofu atvinnu-og eignaþróunar sem reyndar staðsett í ráðhúsinu og heyrir jafnframt undir skrifstofu borgarstjóra og borgarritara þannig að ólíklegt er að borgarstjóri hafi ekki á reglulegum fundum með þessum aðilum heyrt af gangi mála með braggann.“Heiða Björg Hilmarsdóttir er formaður velferðarráðs og varaformaður Samfylkingarinnar.fréttablaðið/ErnirSakaði Mörtu um að reyna að slá pólitískar keilur Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, kom Degi til varnar í andsvari sínu. Hún sagði að hann hafi fordæmt framkvæmdir við braggann. „Mér finnst þessar ásakanir hér og þessar aðdróttanir um að borgarstjóri hafi vitað eitthvað meira um þetta, mér finnst þetta dæma sig sjálft. Hér er borgarfulltrúinn að reyna að slá einhverjar pólitískar keilur á meðan borgarstjóri er veikur heima hjá sér og getur ekki svarað fyrir sig, dæmi nú hver fyrir sig,“ sagði Heiða. Marta vísaði því á bug að með málflutningi sínum væru hún að slá pólitískar keilur. „Það er alrangt en það hlýtur að vera svo að bæði borgarstjóri og meirihlutinn sem sat hér á síðasta kjörtímabili að hann beri ábyrgð á þessu máli. Borgarstjóri er æðsti embættismaður borgarinnar, honum ber að fylgjast með rekstrinum og hann ber ábyrgð á honum. Það er staðreynd. Borgarstjóri var staddur hér í þessum sal síðast þegar braggamálið var til umræðu og ég nefndi þessa hluti líka þá þannig að það eru ekki fréttir fyrir borgarstjóra,“ sagði Marta sem svaraði um hæl. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar og staðgengill borgarstjóra, sagði að meirihlutinn liti málið grafalvarlegum augum. „Ég get líka sagt það aftur að við í meirihlutanum treystum innri endurskoðun Reykjavíkurborgar fullkomlega fyrir málinu og við treystum líka innri endurskoðun til að útvista því sem þarf ef svo ber undir. Við treystum líka innri endurskðun til að láta okkur vita ef þau telja sig svo störfum hlaðin að þau geti ekki framkvæmt þessa úttekt og þessa rannsókn hratt og örugglega. Ég hef persónulega verið fullvissuð um það að það verði unnið hratt og örugglega.“
Braggamálið Tengdar fréttir Eyþór gefur lítið fyrir yfirlýsingar Dags Braggablúsinn í Nauthólsvík skiptir um takt. Eyþór telur fráleitt af borgarstjóra að reyna að skjóta sér undan ábyrgð. 10. október 2018 11:33 Braggamálið „töluvert að umfangi“ og tími innri endurskoðunar óljós Ekki er hægt að segja til um það hversu langan tíma innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á framkvæmdum við braggann í Nauthólsvík mun taka, að sögn Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. 10. október 2018 19:19 Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Sjá meira
Eyþór gefur lítið fyrir yfirlýsingar Dags Braggablúsinn í Nauthólsvík skiptir um takt. Eyþór telur fráleitt af borgarstjóra að reyna að skjóta sér undan ábyrgð. 10. október 2018 11:33
Braggamálið „töluvert að umfangi“ og tími innri endurskoðunar óljós Ekki er hægt að segja til um það hversu langan tíma innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á framkvæmdum við braggann í Nauthólsvík mun taka, að sögn Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. 10. október 2018 19:19
Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58