Ekki hægt að bjarga öllum Ólöf Skaftadóttir skrifar 17. október 2018 06:30 Um 500-550 einstaklingar sprauta vímuefnum í æð á Íslandi. Misnotkun ungs fólks á lyfseðilsskyldum lyfjum hefur aukist á undanförnum árum og vísbendingar eru um að dauðsföllum vegna ofneyslu lyfja hafi fjölgað nokkuð það sem af er ári. Fjöldi slíkra tilfella er rannsakaður um þessar mundir. Þróunin er víða ógnvænleg. Ópíóðafaraldurinn dregur að meðaltali 115 einstaklinga til dauða á degi hverjum í Bandaríkjunum og Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi þar í landi vegna þessa. Yfir þrjú hundruð þúsund Bandaríkjamenn hafa dáið af of stórum skammti síðan um aldamótin samkvæmt opinberum tölum. Grimmur veruleiki tveggja kvenna sem glíma við sprautufíkn blasti við áhorfendum í heimildaþáttum Jóhannesar Kr. Kristjánssonar, Lof mér að lifa, sem sýndir voru á RÚV í vikunni. Átakanlegt var að fylgjast með konunum tveimur heyja harða lífsbaráttu og reyna allt til að verða ekki undir. Vont var að sjá hversu fá úrræði virtust standa þeim til boða þegar neyðin var sem mest. SÁÁ hefur skilað öflugu starfi þegar kemur að meðferð við sprautufíkn. Það hefur fíknigeðdeild Landspítalans líka gert, þó plássin þar séu fá. Sjálfboðaliðaverkefni á borð við Frú Ragnheiði, þar sem áhersla er lögð á að minnka skaðann sem hlýst af alvarlegri fíkniefnaneyslu, með því að útvega fíklum hreinar nálar, aðhlynningu og spjall, eru ómetanleg. En viðfangsefnið er flókið, stórt og fer vaxandi. Fíklar eru heldur ekki einsleitur hópur þar sem eitt úrræði á við alla. Skref í rétta átt er stigið í fjárlagafrumvarpi næsta árs, en um 50 milljónir króna eru eyrnamerktar til að koma á fót svokölluðum neyslurýmum í Reykjavík. Þar geta þeir sem nota vímuefni í æð átt skjól og fengið aðgang að hreinum nálum. Slíkt kemur í veg fyrir smit á sjúkdómum á borð við lifrarbólgu C og HIV-smit. Kannski er næsta skref að útvega þeim allra lengst leiddu hreinlega efnin sjálf líka. Líkt og fram kom í fyrrnefndum heimildaþáttum þurfa fíklar að verða sér úti um efnin eftir ýmsum ógeðfelldum leiðum, vændi og afbrotum. Efnin eru dýr og í flestum tilfellum keypt á svörtum markaði í undirheimum þar sem fáir sjá til og fíklarnir vita ekkert hvað þeir eru að fá. Slík aðgerð gæti fækkað afbrotum og ofbeldi og útrýmt að mestu svörtum markaði með lyfseðilsskyld lyf. Með slíkum gerningi mætti bjarga lífum. Við þurfum líka að horfast í augu við að það er ekki hægt að bjarga öllum. Sumir þeirra sem fastir eru í viðjum alvarlegrar fíknar ná vissulega að snúa við blaðinu – öðrum þurfum við einfaldlega að sýna umburðarlyndi, manngæsku og sætta okkur við að fíknin sigrar suma að lokum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Um 500-550 einstaklingar sprauta vímuefnum í æð á Íslandi. Misnotkun ungs fólks á lyfseðilsskyldum lyfjum hefur aukist á undanförnum árum og vísbendingar eru um að dauðsföllum vegna ofneyslu lyfja hafi fjölgað nokkuð það sem af er ári. Fjöldi slíkra tilfella er rannsakaður um þessar mundir. Þróunin er víða ógnvænleg. Ópíóðafaraldurinn dregur að meðaltali 115 einstaklinga til dauða á degi hverjum í Bandaríkjunum og Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi þar í landi vegna þessa. Yfir þrjú hundruð þúsund Bandaríkjamenn hafa dáið af of stórum skammti síðan um aldamótin samkvæmt opinberum tölum. Grimmur veruleiki tveggja kvenna sem glíma við sprautufíkn blasti við áhorfendum í heimildaþáttum Jóhannesar Kr. Kristjánssonar, Lof mér að lifa, sem sýndir voru á RÚV í vikunni. Átakanlegt var að fylgjast með konunum tveimur heyja harða lífsbaráttu og reyna allt til að verða ekki undir. Vont var að sjá hversu fá úrræði virtust standa þeim til boða þegar neyðin var sem mest. SÁÁ hefur skilað öflugu starfi þegar kemur að meðferð við sprautufíkn. Það hefur fíknigeðdeild Landspítalans líka gert, þó plássin þar séu fá. Sjálfboðaliðaverkefni á borð við Frú Ragnheiði, þar sem áhersla er lögð á að minnka skaðann sem hlýst af alvarlegri fíkniefnaneyslu, með því að útvega fíklum hreinar nálar, aðhlynningu og spjall, eru ómetanleg. En viðfangsefnið er flókið, stórt og fer vaxandi. Fíklar eru heldur ekki einsleitur hópur þar sem eitt úrræði á við alla. Skref í rétta átt er stigið í fjárlagafrumvarpi næsta árs, en um 50 milljónir króna eru eyrnamerktar til að koma á fót svokölluðum neyslurýmum í Reykjavík. Þar geta þeir sem nota vímuefni í æð átt skjól og fengið aðgang að hreinum nálum. Slíkt kemur í veg fyrir smit á sjúkdómum á borð við lifrarbólgu C og HIV-smit. Kannski er næsta skref að útvega þeim allra lengst leiddu hreinlega efnin sjálf líka. Líkt og fram kom í fyrrnefndum heimildaþáttum þurfa fíklar að verða sér úti um efnin eftir ýmsum ógeðfelldum leiðum, vændi og afbrotum. Efnin eru dýr og í flestum tilfellum keypt á svörtum markaði í undirheimum þar sem fáir sjá til og fíklarnir vita ekkert hvað þeir eru að fá. Slík aðgerð gæti fækkað afbrotum og ofbeldi og útrýmt að mestu svörtum markaði með lyfseðilsskyld lyf. Með slíkum gerningi mætti bjarga lífum. Við þurfum líka að horfast í augu við að það er ekki hægt að bjarga öllum. Sumir þeirra sem fastir eru í viðjum alvarlegrar fíknar ná vissulega að snúa við blaðinu – öðrum þurfum við einfaldlega að sýna umburðarlyndi, manngæsku og sætta okkur við að fíknin sigrar suma að lokum.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun