Vinur er sá er til vamms segir Þórarinn Ævarsson skrifar 15. október 2018 15:09 Síðastliðin 36 ár hef ég starfað við matvælaframleiðslu og sölu á matvælum á einn eða annan hátt og hefur mér gengið betur en flestum að fóta mig í því oft krefjandi umhverfi. Í ljósi reynslu minnar á rekstri og þekkingar á því hvernig viðskiptavinir bregðast við mismunandi verðlagningu ákvað ég að halda fyrirlestur á Landbúnaðarsýningunni sem fram fór í Laugardalshöll nýliðna helgi. Orðum mínum var fyrst og fremst beint til ferðaþjónustubænda, en yfirskrift erindis míns var: Eru ónýttar matarholur hjá ferðaþjónustubændum.Í þessu erindi lýsti ég stuttlega yfir áhyggjum mínum af því sem ég kalla óhóflega verðlagningu eða okur þegar kemur að veitingum og lýsti þar einnig þeim áhyggjum mínum að þetta kæmi á endanum til með að koma í bakið á okkur. Ég benti á staðreyndir sem eru öllum ljósar, t.a.m það að ferðamenn eru farir að versla inn kost í lágvöruverslunum, í stað þess að fara á veitingahús. Ég benti einnig á það að matartúrismi er vaxandi um allan heim, en þessir túristar eru ekki á höttunum eftir innfluttu bakkelsi eða alþjóðlegum skyndibita. Ég eyddi hinsvegar megninu af tímanum í að útskýra fyrir fundargestum hvernig bæta mætti afkomuna með því að framleiða hlutina sjálfir, nýta sér Íslenskar landbúnaðarafurðir í stað innfluttra og síðast en ekki síst með því að snarlækka hjá sér verðið. Ég kom með nokkur reiknidæmi því til staðfestingar. Í stuttu máli sagt, þá var ég að ráðleggja ferðaþjónustubændum heilt, og sá ég það á viðbrögðum eftir fundinn að margir mátu það svo. Það sem nefnt er hér að ofan eru allt saman þættir sem ég hef reynslu af úr mínum eigin rekstri og get staðfest að virka. Eins og við var að búast þá gátu forráðamenn ferðaþjónustunnar ekki setið undir þessu og sendi formaður þeirra Bjarnheiður Hallsdottir frá sér alveg hreint makalausa tilkynningu á fjölmiðla í gær, þar sem allt var gert til að verja verðlagningu ferðamannastaða. Bjarnheiður sat ekki þennan fund og er greinilega ekki kunnugt um allt það sem þar fór fram, en hún hikaði þó ekki við að gera mér upp ýmsar skoðanir, auk þess sem hún fór ansi frjálslega með atriði sem hún hefur ekki minnstu hugmynd um. Þarna er eins og svo oft áður verið að ráðast á sendiboðann og í stað þess að líta í eigin barm, þá er hellt úr skálum reiðinnar. Það er staðreynd að mjög víða er stöðugt rennsli ferðamanna, alla daga ársins. Jafn mikið rennsli og í IKEA í Garðabæ. Það er líka staðreynd að verðlagningin á þessum stöðum er á tíðum allt of há, svo há að það dettur nánast engum íslending til hugar að fara á þessa staði. Það er líka staðreynd að krónan hefur veikst gríðarlega síðustu 15 mánuði, eða um rúm 22% frá því sem var. Það er því ekki hægt að skýla sér endalaust á bak við það hvað krónan sé agalega sterk. Málið er einfalt. Á meðan menn leyfa sér að rukka 5 dollara fyrir kaffibolla og 11 dollara fyrir kökusneið, eða 30 dollara fyrir hamborgara, þá ofbýður ferðamönnum, jafnt innlendum sem erlendum. Menn einfaldlega sleppa því að fá sér að að borða og á endanum tapar veitingamaðurinn. Væri ekki nær að prófa að lækka hressilega, fylla staðinn, fullnýta tæki og mannskap og á endanum hagnast verulega. Þetta voru mín skilaboð til ferðaþjónustubænda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Þórarinn Ævarsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðin 36 ár hef ég starfað við matvælaframleiðslu og sölu á matvælum á einn eða annan hátt og hefur mér gengið betur en flestum að fóta mig í því oft krefjandi umhverfi. Í ljósi reynslu minnar á rekstri og þekkingar á því hvernig viðskiptavinir bregðast við mismunandi verðlagningu ákvað ég að halda fyrirlestur á Landbúnaðarsýningunni sem fram fór í Laugardalshöll nýliðna helgi. Orðum mínum var fyrst og fremst beint til ferðaþjónustubænda, en yfirskrift erindis míns var: Eru ónýttar matarholur hjá ferðaþjónustubændum.Í þessu erindi lýsti ég stuttlega yfir áhyggjum mínum af því sem ég kalla óhóflega verðlagningu eða okur þegar kemur að veitingum og lýsti þar einnig þeim áhyggjum mínum að þetta kæmi á endanum til með að koma í bakið á okkur. Ég benti á staðreyndir sem eru öllum ljósar, t.a.m það að ferðamenn eru farir að versla inn kost í lágvöruverslunum, í stað þess að fara á veitingahús. Ég benti einnig á það að matartúrismi er vaxandi um allan heim, en þessir túristar eru ekki á höttunum eftir innfluttu bakkelsi eða alþjóðlegum skyndibita. Ég eyddi hinsvegar megninu af tímanum í að útskýra fyrir fundargestum hvernig bæta mætti afkomuna með því að framleiða hlutina sjálfir, nýta sér Íslenskar landbúnaðarafurðir í stað innfluttra og síðast en ekki síst með því að snarlækka hjá sér verðið. Ég kom með nokkur reiknidæmi því til staðfestingar. Í stuttu máli sagt, þá var ég að ráðleggja ferðaþjónustubændum heilt, og sá ég það á viðbrögðum eftir fundinn að margir mátu það svo. Það sem nefnt er hér að ofan eru allt saman þættir sem ég hef reynslu af úr mínum eigin rekstri og get staðfest að virka. Eins og við var að búast þá gátu forráðamenn ferðaþjónustunnar ekki setið undir þessu og sendi formaður þeirra Bjarnheiður Hallsdottir frá sér alveg hreint makalausa tilkynningu á fjölmiðla í gær, þar sem allt var gert til að verja verðlagningu ferðamannastaða. Bjarnheiður sat ekki þennan fund og er greinilega ekki kunnugt um allt það sem þar fór fram, en hún hikaði þó ekki við að gera mér upp ýmsar skoðanir, auk þess sem hún fór ansi frjálslega með atriði sem hún hefur ekki minnstu hugmynd um. Þarna er eins og svo oft áður verið að ráðast á sendiboðann og í stað þess að líta í eigin barm, þá er hellt úr skálum reiðinnar. Það er staðreynd að mjög víða er stöðugt rennsli ferðamanna, alla daga ársins. Jafn mikið rennsli og í IKEA í Garðabæ. Það er líka staðreynd að verðlagningin á þessum stöðum er á tíðum allt of há, svo há að það dettur nánast engum íslending til hugar að fara á þessa staði. Það er líka staðreynd að krónan hefur veikst gríðarlega síðustu 15 mánuði, eða um rúm 22% frá því sem var. Það er því ekki hægt að skýla sér endalaust á bak við það hvað krónan sé agalega sterk. Málið er einfalt. Á meðan menn leyfa sér að rukka 5 dollara fyrir kaffibolla og 11 dollara fyrir kökusneið, eða 30 dollara fyrir hamborgara, þá ofbýður ferðamönnum, jafnt innlendum sem erlendum. Menn einfaldlega sleppa því að fá sér að að borða og á endanum tapar veitingamaðurinn. Væri ekki nær að prófa að lækka hressilega, fylla staðinn, fullnýta tæki og mannskap og á endanum hagnast verulega. Þetta voru mín skilaboð til ferðaþjónustubænda.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun