Fyrirhugað frumvarp skerði rétt kvenna til þungunarrofs Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. október 2018 07:00 Þungunarrof verður ekki heimilt samkvæmt frumvarpinu eftir 18. viku meögöngu nema fóstrið teljist ólífvænlegt. Vísir/Getty Fagfólk í heilbrigðisgeiranum gerir talsverðar athugasemdir við fyrirhugað frumvarp um þungunarrof. Stærstur hluti umsagna fagfólks um frumvarpsdrögin snýr að því að fyrirhugað frumvarp skerði rétt kvenna frá því sem nú gildir. Frumvarpsdrögin voru kynnt í Samráðsgátt ríkisstjórnarinnar í september en frestur til umsagna rann út fyrir viku. Umsagnirnar voru ekki birtar í gáttinni en Fréttablaðið fékk aðgang að þeim í krafti upplýsingalaga. Drögin byggja á vinnu starfshóps um efnið sem skilaði af sér í nóvember 2016. Sá munur er þó á að í niðurstöðum hópsins var lagt til að þungunarrof yrði heimilt fram til 22. viku meðgöngu ef engar læknisfræðilegar ástæður mæltu gegn því. Í drögunum er hins vegar gert ráð fyrir því að þungunarrof verði heimilt fram á 18. viku en eftir það eingöngu ef lífi þungaðrar konu er stefnt í hættu eða ef fóstur telst ekki „lífvænlegt“ til frambúðar. Sett er út á þetta fyrirkomulag í fjölda umsagna. Alvarlegir fæðingargallar greinist yfirleitt ekki fyrr en eftir tuttugu vikna sónar. Breytingin feli í sér að ákvörðunarréttur þungaðs einstaklings skerðist þar sem gerð er krafa um að fóstur sé ólífvænlegt. Í fæstum tilvikum sjáist strax hvort fóstur sé lífvænlegt þó merki um alvarlega fötlun sjáist. Einstaklingar og fjölskyldur séu misvel í stakk búin til að eiga barn með alvarlega fötlun og frumvarpsdrögin loki fyrir það að fólk sem telur sig ekki ráða við það geti tekið ákvörðun um slíkt. Þetta kemur meðal annars fram í umsögn Ljósmæðrafélags Íslands og kveður við svipaðan tón hjá Félagi íslenskra fæðingar- og kvensjúkdómalækna (FÍFK), Landspítalans (LSH) og í umsögnum lækna sem ýmist starfa við kvensjúkdóma-, barna- eða fæðingarlækningar. Umræddir aðilar leggja til að tímaramminn fyrir þungunarrof verði lengdur fram til 22. viku meðgöngu. Þá var í nokkrum umsögnum, þar á meðal frá umboðsmanni barna, sett út á það að lögin tryggðu ekki sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga undir sextán ára til þungunarrofs. Í lögunum er ekkert um slík tilvik og myndu því ákvæði laga um réttindi sjúklinga gilda um slík tilvik. „Ef frumvarpið verður samþykkt í núverandi mynd má því færa rök fyrir því að verið sé að þrengja enn að sjálfsákvörðunarrétti barna að þessu leyti og kveða á um að forsjáraðilar fái ávallt vitneskju um fyrirhugað þungunarrof, óháð aðstæðum hverju sinni,“ segir í umsögn umboðsmanns. Í fyrirhuguðum lögum er kveðið á um að þungunarrof skuli vera gjaldfrjálst „sjúkratryggðum konum“. Í einni umsögn var vakin á því athygli að hingað til lands kæmu ósjúkratryggðir einstaklingar, þar á meðal hælisleitendur, sem settir væru í bága stöðu af þessum sökum. Þá var í nokkrum umsögnum, þar á meðal umsögn LSH, vikið að því að frumvarpið gerði aðeins ráð fyrir þunguðum konum en ekki öðrum einstaklingum, til að mynda transmönnum. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Þungunarrof Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira
Fagfólk í heilbrigðisgeiranum gerir talsverðar athugasemdir við fyrirhugað frumvarp um þungunarrof. Stærstur hluti umsagna fagfólks um frumvarpsdrögin snýr að því að fyrirhugað frumvarp skerði rétt kvenna frá því sem nú gildir. Frumvarpsdrögin voru kynnt í Samráðsgátt ríkisstjórnarinnar í september en frestur til umsagna rann út fyrir viku. Umsagnirnar voru ekki birtar í gáttinni en Fréttablaðið fékk aðgang að þeim í krafti upplýsingalaga. Drögin byggja á vinnu starfshóps um efnið sem skilaði af sér í nóvember 2016. Sá munur er þó á að í niðurstöðum hópsins var lagt til að þungunarrof yrði heimilt fram til 22. viku meðgöngu ef engar læknisfræðilegar ástæður mæltu gegn því. Í drögunum er hins vegar gert ráð fyrir því að þungunarrof verði heimilt fram á 18. viku en eftir það eingöngu ef lífi þungaðrar konu er stefnt í hættu eða ef fóstur telst ekki „lífvænlegt“ til frambúðar. Sett er út á þetta fyrirkomulag í fjölda umsagna. Alvarlegir fæðingargallar greinist yfirleitt ekki fyrr en eftir tuttugu vikna sónar. Breytingin feli í sér að ákvörðunarréttur þungaðs einstaklings skerðist þar sem gerð er krafa um að fóstur sé ólífvænlegt. Í fæstum tilvikum sjáist strax hvort fóstur sé lífvænlegt þó merki um alvarlega fötlun sjáist. Einstaklingar og fjölskyldur séu misvel í stakk búin til að eiga barn með alvarlega fötlun og frumvarpsdrögin loki fyrir það að fólk sem telur sig ekki ráða við það geti tekið ákvörðun um slíkt. Þetta kemur meðal annars fram í umsögn Ljósmæðrafélags Íslands og kveður við svipaðan tón hjá Félagi íslenskra fæðingar- og kvensjúkdómalækna (FÍFK), Landspítalans (LSH) og í umsögnum lækna sem ýmist starfa við kvensjúkdóma-, barna- eða fæðingarlækningar. Umræddir aðilar leggja til að tímaramminn fyrir þungunarrof verði lengdur fram til 22. viku meðgöngu. Þá var í nokkrum umsögnum, þar á meðal frá umboðsmanni barna, sett út á það að lögin tryggðu ekki sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga undir sextán ára til þungunarrofs. Í lögunum er ekkert um slík tilvik og myndu því ákvæði laga um réttindi sjúklinga gilda um slík tilvik. „Ef frumvarpið verður samþykkt í núverandi mynd má því færa rök fyrir því að verið sé að þrengja enn að sjálfsákvörðunarrétti barna að þessu leyti og kveða á um að forsjáraðilar fái ávallt vitneskju um fyrirhugað þungunarrof, óháð aðstæðum hverju sinni,“ segir í umsögn umboðsmanns. Í fyrirhuguðum lögum er kveðið á um að þungunarrof skuli vera gjaldfrjálst „sjúkratryggðum konum“. Í einni umsögn var vakin á því athygli að hingað til lands kæmu ósjúkratryggðir einstaklingar, þar á meðal hælisleitendur, sem settir væru í bága stöðu af þessum sökum. Þá var í nokkrum umsögnum, þar á meðal umsögn LSH, vikið að því að frumvarpið gerði aðeins ráð fyrir þunguðum konum en ekki öðrum einstaklingum, til að mynda transmönnum.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Þungunarrof Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira